Veðurstofufólk með augun límd á mælitækjum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 2. febrúar 2024 11:52 Benedikt Gunnar Ófeigsson, sérfræðingur hjá Veðurstofunni. vísir Dregið gæti til tíðinda á Reykjanesi á næstu dögum og starfsmenn Veðurstofunnar eru á sólarhringsvakt með augun límd á mælitækjum. Fyrirvarinn gæti orðið styttri en áður þar sem jarðskorpan er heit og minna brotgjörn. Um tuttugu skjálftar mældust yfir kvikuganginum við Grindavík í nótt, sem er svipað og var í gær. Þá urðu einnig tveir skjálftar við Djúpavatn á Reykjanesi, annar 3,3 að stærð og hinn 2,6 auk eftirskjálfta í kjölfarið. Benedikt Gunnar Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælinga á Veðurstofu Íslands, segir skjálftavirknina hefðbundna en hann reiknar með að það fari að draga til tíðinda. „Við erum að nota líkanreikninga til að reikna rúmmálsflæðið inn undir Svartsengi og eftir nokkra daga verður það rúmmál komið í mjög svipað og það var fyrir síðasta gos. Þannig að það gefur okkur vísbendingu um að mögulega fari að koma að næsta eldgosi,“ segir Bendikt. Því eru taldar auknar líkur á kvikuhlaupi og eldgosi og þá allar líkur á að það verði aftur í Sundhnúksgígum. „Líklegasta svæðið við miðbikið en það getur líka farið í jaðrana í átt að Grindavík og sömuleiðis til norðausturs í átt að Stóra Skógfelli.“ Gjósi í jöðrum Sundhnúksgígaraðarinnar tekur það kvikuna nokkra klukkutíma að ferðast frá kvikuhólfinu undir Svartsengi og þangað.vísir/Vilhelm Fyrirvarinn, eða tíminn frá því að fyrstu merki um gos sáust og þar til kvikan kom upp, var um fimm tímar í síðasta gosi en einungis níutíu mínútur fyrir gosið 18. desember. Bendikt segir hann geta orðið enn styttri núna. „Þegar þú gærð svona innskot hvað eftir annað með svona stuttu millibili er jarðskoran heitari og ekki eins brotgjörn þannig að skjálftarnir geta orðið minni og merkin ekki eins sterk.“ Lokað er inn í Grindavík í dag og á morgun vegna veðurs og verðmætabjörgun verður því ekki sinnt. Þrátt fyrir að auknar líkur séu á gosi telur Benedikt að óbreyttu óhætt að sinna henni áfram og að halda Bláa lóninu opnu. Ólíklegt sé að kvika ógni Svartsengissvæðinu með stuttum fyrirvara og fólk sé í Grindavík undir eftirliti viðbragðsaðila. Allt viðbragð eigi því að vera hratt komi til rýminga. Starfsfólk Veðurstofunnar sé með augun límd á mælitækjum. „Það er sólarhringsvakt á Veðurstofunni og svo er bakvakt, þannig ef eitthvað breytist er hringt strax út og í almannavarnir. Þannig að örfáaum mínútum eftir að eitthvað breytist er komið viðbragð, sama hvenær sólarhringsins,“ segir Benedikt. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Sjá meira
Um tuttugu skjálftar mældust yfir kvikuganginum við Grindavík í nótt, sem er svipað og var í gær. Þá urðu einnig tveir skjálftar við Djúpavatn á Reykjanesi, annar 3,3 að stærð og hinn 2,6 auk eftirskjálfta í kjölfarið. Benedikt Gunnar Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælinga á Veðurstofu Íslands, segir skjálftavirknina hefðbundna en hann reiknar með að það fari að draga til tíðinda. „Við erum að nota líkanreikninga til að reikna rúmmálsflæðið inn undir Svartsengi og eftir nokkra daga verður það rúmmál komið í mjög svipað og það var fyrir síðasta gos. Þannig að það gefur okkur vísbendingu um að mögulega fari að koma að næsta eldgosi,“ segir Bendikt. Því eru taldar auknar líkur á kvikuhlaupi og eldgosi og þá allar líkur á að það verði aftur í Sundhnúksgígum. „Líklegasta svæðið við miðbikið en það getur líka farið í jaðrana í átt að Grindavík og sömuleiðis til norðausturs í átt að Stóra Skógfelli.“ Gjósi í jöðrum Sundhnúksgígaraðarinnar tekur það kvikuna nokkra klukkutíma að ferðast frá kvikuhólfinu undir Svartsengi og þangað.vísir/Vilhelm Fyrirvarinn, eða tíminn frá því að fyrstu merki um gos sáust og þar til kvikan kom upp, var um fimm tímar í síðasta gosi en einungis níutíu mínútur fyrir gosið 18. desember. Bendikt segir hann geta orðið enn styttri núna. „Þegar þú gærð svona innskot hvað eftir annað með svona stuttu millibili er jarðskoran heitari og ekki eins brotgjörn þannig að skjálftarnir geta orðið minni og merkin ekki eins sterk.“ Lokað er inn í Grindavík í dag og á morgun vegna veðurs og verðmætabjörgun verður því ekki sinnt. Þrátt fyrir að auknar líkur séu á gosi telur Benedikt að óbreyttu óhætt að sinna henni áfram og að halda Bláa lóninu opnu. Ólíklegt sé að kvika ógni Svartsengissvæðinu með stuttum fyrirvara og fólk sé í Grindavík undir eftirliti viðbragðsaðila. Allt viðbragð eigi því að vera hratt komi til rýminga. Starfsfólk Veðurstofunnar sé með augun límd á mælitækjum. „Það er sólarhringsvakt á Veðurstofunni og svo er bakvakt, þannig ef eitthvað breytist er hringt strax út og í almannavarnir. Þannig að örfáaum mínútum eftir að eitthvað breytist er komið viðbragð, sama hvenær sólarhringsins,“ segir Benedikt.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Sjá meira