Meint njósnadúfa frá Kína hreinsuð af sök Samúel Karl Ólason skrifar 1. febrúar 2024 23:04 Dúfunni var sleppt á þriðjudaginn, eftir átta mánuði í haldi. Þá hafði komið í ljós að hún kom frá Taívan en ekki frá Kína. AP/Anshuman Poyrekar Yfirvöld í Indlandi slepptu á þriðjudaginn dúfu eftir að hún hafði verið í haldi í átta mánuði vegna gruns um að hún væri í raun kínverskur njósnari. Eftir ítarlega rannsókn hefur komið í ljós að dúfan slapp frá eigendum sínum í Taívan. Dúfan var fönguð í Mumbai í maí en þá fundust hringir um fætur hennar og bar hún kínverska stafi á vængjunum. Lögregluþjóna grunaði, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar, að dúfan hefði verið notuð við njósnir og var henni því haldið á dýrasjúkrahúsi. Á þriðjudaginn var dúfunni hinsvegar sleppt. Þá hafði komið í ljós að hún kæmi frá Taívan, þar sem hún var þjálfuð fyrir keppnir milli dúfueigenda. Hún hafði þó flúið frá eigendum sínum í Taívan í keppni og flogið alla leið til Indlands. Indverjar og Kínverjar hafa lengi eldað grátt silfur saman og deila um landamæri ríkjanna í Himalæjafjöllum. Til stríðs kom milli ríkjanna árið 1962 en það unnu Kínverjar með nokkuð afgerandi hætti. Á undanförnum árum hafa hermenn ríkjanna af og til slegist með berum hnúum og/eða kylfum. Þessi átök hafa verið mannskæð. Sjá einnig: Indverjar og Kínverjar börðust á umdeildum landamærum Dúfur hafa lengi verið notaðar til að senda skilaboð manna á milli og þar á meðal til njósnara og útsendara ríkja í hernaði. Það var til að mynda dúfa sem kallaðist Gustav, sem bar fyrstu fregnir af lendingu bandamanna á ströndum Normandy í seinni heimsstyrjöldinni. Í frétt AP segir að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem dúfa er grunuð um njósnir í Indlandi eða önnur brot. Árið 2020 var dúfa sjómanns frá Pakistan handsömuð í Kasmír-héraði vegna gruns um að hún hefði verið notuð við njósnir. Þá fannst dúfa árið 2016 sem bar bréf sem á var búið að skrifa hótun til Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands. Indland Kína Taívan Fuglar Dýr Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Blautt víðast hvar Veður Fleiri fréttir Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Sjá meira
Dúfan var fönguð í Mumbai í maí en þá fundust hringir um fætur hennar og bar hún kínverska stafi á vængjunum. Lögregluþjóna grunaði, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar, að dúfan hefði verið notuð við njósnir og var henni því haldið á dýrasjúkrahúsi. Á þriðjudaginn var dúfunni hinsvegar sleppt. Þá hafði komið í ljós að hún kæmi frá Taívan, þar sem hún var þjálfuð fyrir keppnir milli dúfueigenda. Hún hafði þó flúið frá eigendum sínum í Taívan í keppni og flogið alla leið til Indlands. Indverjar og Kínverjar hafa lengi eldað grátt silfur saman og deila um landamæri ríkjanna í Himalæjafjöllum. Til stríðs kom milli ríkjanna árið 1962 en það unnu Kínverjar með nokkuð afgerandi hætti. Á undanförnum árum hafa hermenn ríkjanna af og til slegist með berum hnúum og/eða kylfum. Þessi átök hafa verið mannskæð. Sjá einnig: Indverjar og Kínverjar börðust á umdeildum landamærum Dúfur hafa lengi verið notaðar til að senda skilaboð manna á milli og þar á meðal til njósnara og útsendara ríkja í hernaði. Það var til að mynda dúfa sem kallaðist Gustav, sem bar fyrstu fregnir af lendingu bandamanna á ströndum Normandy í seinni heimsstyrjöldinni. Í frétt AP segir að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem dúfa er grunuð um njósnir í Indlandi eða önnur brot. Árið 2020 var dúfa sjómanns frá Pakistan handsömuð í Kasmír-héraði vegna gruns um að hún hefði verið notuð við njósnir. Þá fannst dúfa árið 2016 sem bar bréf sem á var búið að skrifa hótun til Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands.
Indland Kína Taívan Fuglar Dýr Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Blautt víðast hvar Veður Fleiri fréttir Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Sjá meira