Í leyfi frá löggæslustörfum: „Hef líka skyldur gagnvart sveitarfélaginu mínu“ Lovísa Arnardóttir skrifar 1. febrúar 2024 18:50 Hjálmar Hallgrímsson lögreglumaður og bæjarfulltrúi í Grindavík er í ótímabundnu leyfi frá löggæslustörfum. Hjálmar Hallgrímsson, lögreglumaður og formaður bæjarráðs í Grindavík, er í leyfi frá löggæslustörfum og hefur verið það í á þriðju viku. Það staðfestir hann í samtali við fréttastofu. Greint var frá því á vef Víkurfrétta fyrst í dag að hann væri kominn í leyfi. Á sama tíma var vísað í bókun sem hann og tveir aðrir bæjarfulltrúar lögðu fram á fundi bæjarstjórnar í gær þar sem þau skoruðu á Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra, lögreglustjórann á Suðurnesjum og Ríkislögreglustjóra að endurskoða afstöðu sína varðandi gildandi skipulag og opna sem fyrst fyrir umferð um allar leiðir til og frá Grindavík, fyrir íbúa og atvinnulíf. „Þá verður aftur að taka upp opnanar sem gilda frá kl. 10:00 til 17:00 eða 19:00,“ sagði enn fremur í bókuninni en auk Hjálmars lögðu hana fram þau Gunnar Már Gunnarsson, fulltrúi M-lista og Helga Dís Jakobsdóttir, fulltrúi U-lista. Ekki tengt bókuninni „Það er staðfest. Það er rétt,“ segir Hjálmar í samtali við fréttastofu um leyfið og að leyfið sé ótímabundið. Hann leyfið ekki á neinn hátt tengt bókun hans á fundi bæjarstjórnar heldur hafi hann komist að samkomulagi við lögregluembættið um að fara í leyfi frá sínum störfum þar. Það sé búið að vera mikið að gera í sveitarstjórnarmálunum og að hann hafi ekki lengur getað sinnt báðum störfum vel. „Ég hef líka skyldur gagnvart sveitarfélaginu mínu,“ segir Hjálmar þegar hann er spurður hvort að leyfið tengist að einhverju leyti bókuninni eða gagnrýni hans í henni á yfirvöld. „Ég hef skyldur þar og eitt af því er að hugsa um fólkið í Grindavík,“ segir hann og að hann standi við bæði bókunina og sína gagnrýni. En það voru þá orðnir einhverjir hagsmunaárekstrar að vera í lögreglunni og í bæjarstjórn? „Já, ég hef lengi verið á línunni en hef alltaf haft þau sjónarmið bæði sem lögreglumaður og bæjarfulltrúi að leysa öll mál og koma jafnt fram við alla. Ég hef aldrei gert annað. En þetta var orðið erfitt fyrir bæði mig og yfirmenn mína,“ segir Hjálmar og að hann hafi reglulega þurft að fara á fundi sem sveitarstjórnarmaður. Hann segir að í fyrstu eldgosunum hafi þetta gengið vel og hann hafi borið báða hattana. „Nú er staðan allt önnur og þetta er miklu alvarlegra mál sem uppi núna, heldur en einhver túristagos,“ segir Hjálmar og heldur áfram: „Það er fjögur þúsund manna sveitarfélag að lenda í hremmingum sem ekkert sveitarfélag hefur lent í. Ég fullyrði það og þá er Vestmannaeyjabær meðtalinn. Þetta eru ótrúlegar aðstæður og mjög erfiðar og krefjast þess að við hugsum þetta og vinnum þá vinnu sem þarf að vinna,“ segir Hjálmar segir og að hann muni halda áfram að þrýsta á yfirvöld til að tryggja betri aðkomu heimamanna að aðgerðum. Lögreglan Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Engum hleypt inn í Grindavík næstu tvo daga Íbúum og fyrirtækjaeigendum verður ekki hleypt inn í Grindavík næstu daga vegna slæmrar veðurspár. Vegna veðurs þykir ekki óhætt að halda því fyrirkomulagi sem búið var að setja upp. 1. febrúar 2024 13:42 Grindvíkingar vitja um eigur sínar í dag Grindvíkingar sem búa á ákveðnum svæðum fá í dag að fara inn í bæinn til að vitja um eigur sínar. 1. febrúar 2024 08:23 Engin verðmætabjörgun í Grindavík á morgun Íbúum og fyrirtækjum í Grindavík verður ekki gefinn kostur á að fara inn til Grindavíkur á morgun líkt og til stóð. Ástæðan er gul veðurviðvörun sem gefin hefur verið út á svæðinu, þar sem vestan hvassviðri eða stormur með dimmum éljum mun ganga yfir. 30. janúar 2024 15:33 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar Sjá meira
Greint var frá því á vef Víkurfrétta fyrst í dag að hann væri kominn í leyfi. Á sama tíma var vísað í bókun sem hann og tveir aðrir bæjarfulltrúar lögðu fram á fundi bæjarstjórnar í gær þar sem þau skoruðu á Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra, lögreglustjórann á Suðurnesjum og Ríkislögreglustjóra að endurskoða afstöðu sína varðandi gildandi skipulag og opna sem fyrst fyrir umferð um allar leiðir til og frá Grindavík, fyrir íbúa og atvinnulíf. „Þá verður aftur að taka upp opnanar sem gilda frá kl. 10:00 til 17:00 eða 19:00,“ sagði enn fremur í bókuninni en auk Hjálmars lögðu hana fram þau Gunnar Már Gunnarsson, fulltrúi M-lista og Helga Dís Jakobsdóttir, fulltrúi U-lista. Ekki tengt bókuninni „Það er staðfest. Það er rétt,“ segir Hjálmar í samtali við fréttastofu um leyfið og að leyfið sé ótímabundið. Hann leyfið ekki á neinn hátt tengt bókun hans á fundi bæjarstjórnar heldur hafi hann komist að samkomulagi við lögregluembættið um að fara í leyfi frá sínum störfum þar. Það sé búið að vera mikið að gera í sveitarstjórnarmálunum og að hann hafi ekki lengur getað sinnt báðum störfum vel. „Ég hef líka skyldur gagnvart sveitarfélaginu mínu,“ segir Hjálmar þegar hann er spurður hvort að leyfið tengist að einhverju leyti bókuninni eða gagnrýni hans í henni á yfirvöld. „Ég hef skyldur þar og eitt af því er að hugsa um fólkið í Grindavík,“ segir hann og að hann standi við bæði bókunina og sína gagnrýni. En það voru þá orðnir einhverjir hagsmunaárekstrar að vera í lögreglunni og í bæjarstjórn? „Já, ég hef lengi verið á línunni en hef alltaf haft þau sjónarmið bæði sem lögreglumaður og bæjarfulltrúi að leysa öll mál og koma jafnt fram við alla. Ég hef aldrei gert annað. En þetta var orðið erfitt fyrir bæði mig og yfirmenn mína,“ segir Hjálmar og að hann hafi reglulega þurft að fara á fundi sem sveitarstjórnarmaður. Hann segir að í fyrstu eldgosunum hafi þetta gengið vel og hann hafi borið báða hattana. „Nú er staðan allt önnur og þetta er miklu alvarlegra mál sem uppi núna, heldur en einhver túristagos,“ segir Hjálmar og heldur áfram: „Það er fjögur þúsund manna sveitarfélag að lenda í hremmingum sem ekkert sveitarfélag hefur lent í. Ég fullyrði það og þá er Vestmannaeyjabær meðtalinn. Þetta eru ótrúlegar aðstæður og mjög erfiðar og krefjast þess að við hugsum þetta og vinnum þá vinnu sem þarf að vinna,“ segir Hjálmar segir og að hann muni halda áfram að þrýsta á yfirvöld til að tryggja betri aðkomu heimamanna að aðgerðum.
Lögreglan Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Engum hleypt inn í Grindavík næstu tvo daga Íbúum og fyrirtækjaeigendum verður ekki hleypt inn í Grindavík næstu daga vegna slæmrar veðurspár. Vegna veðurs þykir ekki óhætt að halda því fyrirkomulagi sem búið var að setja upp. 1. febrúar 2024 13:42 Grindvíkingar vitja um eigur sínar í dag Grindvíkingar sem búa á ákveðnum svæðum fá í dag að fara inn í bæinn til að vitja um eigur sínar. 1. febrúar 2024 08:23 Engin verðmætabjörgun í Grindavík á morgun Íbúum og fyrirtækjum í Grindavík verður ekki gefinn kostur á að fara inn til Grindavíkur á morgun líkt og til stóð. Ástæðan er gul veðurviðvörun sem gefin hefur verið út á svæðinu, þar sem vestan hvassviðri eða stormur með dimmum éljum mun ganga yfir. 30. janúar 2024 15:33 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar Sjá meira
Engum hleypt inn í Grindavík næstu tvo daga Íbúum og fyrirtækjaeigendum verður ekki hleypt inn í Grindavík næstu daga vegna slæmrar veðurspár. Vegna veðurs þykir ekki óhætt að halda því fyrirkomulagi sem búið var að setja upp. 1. febrúar 2024 13:42
Grindvíkingar vitja um eigur sínar í dag Grindvíkingar sem búa á ákveðnum svæðum fá í dag að fara inn í bæinn til að vitja um eigur sínar. 1. febrúar 2024 08:23
Engin verðmætabjörgun í Grindavík á morgun Íbúum og fyrirtækjum í Grindavík verður ekki gefinn kostur á að fara inn til Grindavíkur á morgun líkt og til stóð. Ástæðan er gul veðurviðvörun sem gefin hefur verið út á svæðinu, þar sem vestan hvassviðri eða stormur með dimmum éljum mun ganga yfir. 30. janúar 2024 15:33