Algjörlega ljóst að ekki sé búandi í Grindavík Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 1. febrúar 2024 17:00 Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við HÍ var á meðal gesta í Pallborðinu á Vísi í dag. Vísir/Vilhelm Prófessor í jarðeðlisfræði segir að gera verði greinarmun á búsetu og vinnu í Grindavík. Við núverandi aðstæður sé algjörlega ljóst að ekki sé ekki hægt að búa í bænum, en að hans mati sé ásættanleg áhætta að hafa starfsemi þar. Hópstjóri náttúruvár segir að ekki sé tímabært að velta búsetu í bænum fyrir sér fyrr en kvika sé hætt að streyma inn undir Svartsengi. Kristín Jónsdóttir hópstjóri náttúruvár á Veðurstofu Íslands og Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við HÍ voru gestir Kristjáns Más Unnarssonar í Pallborðinu á Vísi í dag, þar sem jarðhræringar síðustu mánuða voru til umræðu. Aðspurð um hvenær íbúar Grindavíkur gætu snúið aftur til síns heima, segir Kristín ljóst að á meðan kvika streymi inn undir Svartsengi, sé hætta á ítrekuðum kvikuhlaupum og eldgosum í nágreni við Grindavík. „Og þessar sprungur sem hafa myndast í Grindavík eru heldur ekki að fara gróa saman af sjálfum sér. Ég held að við getum sagt að þegar við sjáum fram á að kvikuflæði inn undir Svartsengi lýkur og við sjáum allt róast, skjálftavirkni og svoleiðis, þá er hugsanlega tími til að fara að velta því fyrir sér.“ Algjörlega ljóst að ekki sé búandi í Grindavík Magnús Tumi segir að gera verði greinarmun á búsetu í Grindavík eða því að nýta bæinn til vinnu. „Það er gríðarlega mikill munur á þessu. Þarna er mikið af innviðum, fiskvinnsla, höfn og allskonar. Það yrði gríðarlegt tjón ef þetta er allt látið ónýtast. Þess vegna verður að spyrja sig hvernig hægt sé að spila úr stöðunni.“ Við núverandi aðstæður gangi ekki að nokkur búi í Grindavík. En að fara inn í bæinn í átta til tíu tíma til að vinna sé allt annað. „ Ef það kemur aftur af stað hrina, þá kemur viðvörun. Þú ert kominn út í bíl eftir tíu mínútur, korter.“ Miðað við hvernig fyrri gos hafi hagað segir Magnús Tumi að hægt sé að gera ráð fyrir góðum fyrirvara, komi til eldgoss á ný. Sá fyrirvari hafi reyndar verið í lágmarki síðustu tvo gos. „Miðað við viðbragðstíma, þá er hægt að vera með starfsemi í bænum. Þar sem allir eru tilbúnir að yfirgefa staðinn ef eitthvað gerist.“ En ef einhver býr þarna, þarftu að geta slakað á, þarft að geta sofið og átt skemmtilegar stundir. „Það er bara ekki í boði í dag.“ Það þurfi því að lágmarka tjónið, nýta atvinnutæki í Grindavík eins og kostur er með ásættanlegri áhættu. „Það er algjörlega ljóst að við núverandi ástæður ekki hægt að búa í Grindavík. En það er hægt að vera þar í vinnu.“ Hér má sjá myndskeið úr Pallborðinu þar sem jarðvísindamennirnir eru spurðir hvað þurfi að gerast til að Grindvíkingar geti aftur flutt heim til sín: Grindavík Pallborðið Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Kristín Jónsdóttir hópstjóri náttúruvár á Veðurstofu Íslands og Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við HÍ voru gestir Kristjáns Más Unnarssonar í Pallborðinu á Vísi í dag, þar sem jarðhræringar síðustu mánuða voru til umræðu. Aðspurð um hvenær íbúar Grindavíkur gætu snúið aftur til síns heima, segir Kristín ljóst að á meðan kvika streymi inn undir Svartsengi, sé hætta á ítrekuðum kvikuhlaupum og eldgosum í nágreni við Grindavík. „Og þessar sprungur sem hafa myndast í Grindavík eru heldur ekki að fara gróa saman af sjálfum sér. Ég held að við getum sagt að þegar við sjáum fram á að kvikuflæði inn undir Svartsengi lýkur og við sjáum allt róast, skjálftavirkni og svoleiðis, þá er hugsanlega tími til að fara að velta því fyrir sér.“ Algjörlega ljóst að ekki sé búandi í Grindavík Magnús Tumi segir að gera verði greinarmun á búsetu í Grindavík eða því að nýta bæinn til vinnu. „Það er gríðarlega mikill munur á þessu. Þarna er mikið af innviðum, fiskvinnsla, höfn og allskonar. Það yrði gríðarlegt tjón ef þetta er allt látið ónýtast. Þess vegna verður að spyrja sig hvernig hægt sé að spila úr stöðunni.“ Við núverandi aðstæður gangi ekki að nokkur búi í Grindavík. En að fara inn í bæinn í átta til tíu tíma til að vinna sé allt annað. „ Ef það kemur aftur af stað hrina, þá kemur viðvörun. Þú ert kominn út í bíl eftir tíu mínútur, korter.“ Miðað við hvernig fyrri gos hafi hagað segir Magnús Tumi að hægt sé að gera ráð fyrir góðum fyrirvara, komi til eldgoss á ný. Sá fyrirvari hafi reyndar verið í lágmarki síðustu tvo gos. „Miðað við viðbragðstíma, þá er hægt að vera með starfsemi í bænum. Þar sem allir eru tilbúnir að yfirgefa staðinn ef eitthvað gerist.“ En ef einhver býr þarna, þarftu að geta slakað á, þarft að geta sofið og átt skemmtilegar stundir. „Það er bara ekki í boði í dag.“ Það þurfi því að lágmarka tjónið, nýta atvinnutæki í Grindavík eins og kostur er með ásættanlegri áhættu. „Það er algjörlega ljóst að við núverandi ástæður ekki hægt að búa í Grindavík. En það er hægt að vera þar í vinnu.“ Hér má sjá myndskeið úr Pallborðinu þar sem jarðvísindamennirnir eru spurðir hvað þurfi að gerast til að Grindvíkingar geti aftur flutt heim til sín:
Grindavík Pallborðið Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira