Nú þurfa Stólarnir að passa skiptingarnar: Klúður í fyrravetur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2024 14:00 Keyshawn Woods er búinn að vinna einn Íslandsmeistaratitil á Íslandi og stefnir nú á að bæta öðrum við. Fyrst þarf liðið hins vegar að komast í úrslitkeppnina. Vísir/Bára Tindastóll tilkynnti í gær um samning við Keyshawn Woods og er besti leikmaður úrslitaeinvígisins í fyrra því kominn aftur í Tindastólsbúninginn fyrir lokaátökin í vetur. Woods spilaði fyrr í vetur í Tyrklandi en um áramótin fréttist af því að hann væri að leita sér að nýju liði. Strax komu upp vangaveltur um hvort hann myndi snúa aftur á Krókinn en málið var flókið því Tindastóll var nýbúið að semja við annan bandarískan leikmann, Jacob Calloway. Tindastólsliðið hefur nú tapað fjórum deildarleikjum í röð og er ekki meðal þeirra átta efstu sem komast í úrslitakeppnina. Það kallaði á aðgerðir og forráðamenn félagsins ákváðu að leita til leikmanns sem þeir höfðu mjög góða reynslu af. „I´am back,“ var haft eftir Woods í fréttatilkynningu Körfuknattleiksdeild Tindastóls á miðlum hennar í gær eða „ég er mættur aftur“ ef við færum það yfir á íslensku. Stuðningsfólk Stólanna, sem upplifði sögulegt vor í fyrra með Woods í aðalhlutverki, fagnar örugglega þessum fréttum enda virðist vanta leikmann í liðið til að klára leikina. Woods kláraði heldur betur oddaleikinn um titilinn en hann skoraði 12 af 33 stigum sínum í lokaleikhlutanum og setti niður þrjú víti í röð til að vinna leikinn. Þessar fréttir þýða aftur á móti að Tindastóll er nú með tvo bandaríska leikmenn í sínu liði og samkvæmt reglum Subway deildarinnar þá má bara annar þeirra vera inn á vellinum í einu. Í fyrra voru reglurnar þannig að aðeins þrír erlendir leikmenn máttu vera inn á vellinum í einu. Tindastólsliðið lenti ítrekað í vandræðum með þetta þegar Vladimir Anzulovic var þjálfari liðsins. Stólarnir duttu þannig út í bikarkeppninni eftir að hafa verið með of marga erlenda leikmenn inn á vellinum. Það uppgötvaðist ekki fyrr en of seint þótt að ekki hafi liðið sekúnda á klukkunni. Haukar skoruðu hins vegar úr tveimur vítaskotum áður en Tindastóll tók leikhlé. Það var nóg til að þeir höfðu brotið reglurnar sem kostaði liðið bikarmeistaratitilinn. Tindastóll vann vissulega bikarleikinn á móti Haukum en töpuðu kærumálinu og duttu því úr keppni. Stuttu síðar voru þeir nálægt því að tapa deildarleik 20-0 á móti Grindavík eftir að hafa gert sömu mistök. Þá voru komnir fjórir erlendir leikmenn inn á völlinn á sama tíma. Anzulovic náði aftur á móti að taka leikhlé áður en boltinn fór í leik. „Þetta er svo klaufalegt að þetta daðrar við að vera lúðalegt. Þeir ættu að setja á körfuboltaspjaldið hjá honum Vlad þjálfara: Íslenska fánann og einhvern fána sem segir honum hverjir eru útlendingar. Það þarf að setja þar einhverjar skotheldar myndir fyrir hann,“ sagði Sævar Sævarsson um málið í Körfuboltakvöldi. Stólarnir lærðu af þessu og lentu ekki í vandamálum eftir að Pavel Ermolinskij tók við. Nú þurfa þeir aftur að passa sig á skiptingunum því Keyshawn Woods og Jacob Calloway mega ekki vera inn á vellinum á sama tíma. Stólarnir voru aftur á móti að bæta við öflugum leikmanni sem hefur sýnt að hann er klár í slaginn þegar mest á reynir og mest er undir. Nú þarf hann að taka til hendinni ásamt nýju (og gömlu) liðsfélögum sínum ætli Stólarnir að fá að keppa um Íslandsmeistaratitilinn í vor. Subway-deild karla Tindastóll Mest lesið Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Semenya hættir baráttu sinni Sport Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Grindavík - Njarðvík | Grindvíkingar snúa aftur á sinn heimavöll Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Sjá meira
Woods spilaði fyrr í vetur í Tyrklandi en um áramótin fréttist af því að hann væri að leita sér að nýju liði. Strax komu upp vangaveltur um hvort hann myndi snúa aftur á Krókinn en málið var flókið því Tindastóll var nýbúið að semja við annan bandarískan leikmann, Jacob Calloway. Tindastólsliðið hefur nú tapað fjórum deildarleikjum í röð og er ekki meðal þeirra átta efstu sem komast í úrslitakeppnina. Það kallaði á aðgerðir og forráðamenn félagsins ákváðu að leita til leikmanns sem þeir höfðu mjög góða reynslu af. „I´am back,“ var haft eftir Woods í fréttatilkynningu Körfuknattleiksdeild Tindastóls á miðlum hennar í gær eða „ég er mættur aftur“ ef við færum það yfir á íslensku. Stuðningsfólk Stólanna, sem upplifði sögulegt vor í fyrra með Woods í aðalhlutverki, fagnar örugglega þessum fréttum enda virðist vanta leikmann í liðið til að klára leikina. Woods kláraði heldur betur oddaleikinn um titilinn en hann skoraði 12 af 33 stigum sínum í lokaleikhlutanum og setti niður þrjú víti í röð til að vinna leikinn. Þessar fréttir þýða aftur á móti að Tindastóll er nú með tvo bandaríska leikmenn í sínu liði og samkvæmt reglum Subway deildarinnar þá má bara annar þeirra vera inn á vellinum í einu. Í fyrra voru reglurnar þannig að aðeins þrír erlendir leikmenn máttu vera inn á vellinum í einu. Tindastólsliðið lenti ítrekað í vandræðum með þetta þegar Vladimir Anzulovic var þjálfari liðsins. Stólarnir duttu þannig út í bikarkeppninni eftir að hafa verið með of marga erlenda leikmenn inn á vellinum. Það uppgötvaðist ekki fyrr en of seint þótt að ekki hafi liðið sekúnda á klukkunni. Haukar skoruðu hins vegar úr tveimur vítaskotum áður en Tindastóll tók leikhlé. Það var nóg til að þeir höfðu brotið reglurnar sem kostaði liðið bikarmeistaratitilinn. Tindastóll vann vissulega bikarleikinn á móti Haukum en töpuðu kærumálinu og duttu því úr keppni. Stuttu síðar voru þeir nálægt því að tapa deildarleik 20-0 á móti Grindavík eftir að hafa gert sömu mistök. Þá voru komnir fjórir erlendir leikmenn inn á völlinn á sama tíma. Anzulovic náði aftur á móti að taka leikhlé áður en boltinn fór í leik. „Þetta er svo klaufalegt að þetta daðrar við að vera lúðalegt. Þeir ættu að setja á körfuboltaspjaldið hjá honum Vlad þjálfara: Íslenska fánann og einhvern fána sem segir honum hverjir eru útlendingar. Það þarf að setja þar einhverjar skotheldar myndir fyrir hann,“ sagði Sævar Sævarsson um málið í Körfuboltakvöldi. Stólarnir lærðu af þessu og lentu ekki í vandamálum eftir að Pavel Ermolinskij tók við. Nú þurfa þeir aftur að passa sig á skiptingunum því Keyshawn Woods og Jacob Calloway mega ekki vera inn á vellinum á sama tíma. Stólarnir voru aftur á móti að bæta við öflugum leikmanni sem hefur sýnt að hann er klár í slaginn þegar mest á reynir og mest er undir. Nú þarf hann að taka til hendinni ásamt nýju (og gömlu) liðsfélögum sínum ætli Stólarnir að fá að keppa um Íslandsmeistaratitilinn í vor.
Subway-deild karla Tindastóll Mest lesið Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Semenya hættir baráttu sinni Sport Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Grindavík - Njarðvík | Grindvíkingar snúa aftur á sinn heimavöll Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Sjá meira