Evrópumeistarinn laus úr haldi lögreglu Sindri Sverrisson skrifar 1. febrúar 2024 08:31 Benoit Kounkoud spilaði fimm leiki fyrir Frakka á EM, meðal annars gegn Íslandi. Getty/Federico Gambarini Benoit Kounkoud, einum af nýkrýndu Evrópumeisturum Frakka í handbolta, hefur verið sleppt úr haldi lögreglu en rannsókn á máli hans heldur áfram. Hann er sakaður um tilraun til nauðgunar á skemmtistað. Kounkoud varð Evrópumeistari í Köln á sunnudaginn þegar Frakkland vann Danmörku. Rétt rúmum sólarhring síðar, eða síðla nætur aðfaranótt þriðjudags, var hann handtekinn í París. Kounkoud og félagar voru hylltir í frönsku höfuðborginni á mánudag, þar sem meðal annars forsetinn Emmanuel Macron tók á móti þeim frá Þýskalandi. Handtekinn á skemmtistað Eftir þá athöfn fóru leikmenn franska liðsins á djammið og er Kounkoud grunaður um að hafa brotið á tvítugri konu á skemmtistað. Samkvæmt frönskum miðlum girti Kounkoud niður um sig buxurnar og reyndi að nauðga konunni, áður en dyravörður á staðnum handsamaði hann. Lögreglumenn fluttu hann svo í fangaklefa þar sem látið var renna af honum og hann svo yfirheyrður. Kounkoud var sleppt í gær en rannsókn heldur áfram og er meðal annars verið að safna fleiri vitnisburðum. Pólska félagið bíður eftir upplýsingum Leikmaðurinn hefur sjálfur ekki tjáð sig opinberlega um málið. Hann leikur með pólska stórliðinu Kielce, líkt og íslenski landsliðsmaðurinn Haukur Þrastarson, og er næsti leikur liðsins á laugardaginn gegn Unia Tarnow í pólsku deildinni. Kielce sendi frá sér yfirlýsingu þar sem sagði að félagið tæki málið alvarlega og fordæmdi allt ofbeldi. Brugðist yrði við með viðeigandi hætti um leið og opinberar upplýsingar um málið lægju fyrir, en að svo komnu máli myndi félagið ekki tjá sig frekar. Kounkoud kom til Kielce sumarið 2022 og leikur þar með tveimur af liðsfélögum sínum úr franska landsliðinu, þeim Nicolas Tournat og Dylan Nahi. Áður lék hann með Paris Saint-Germain. Kounkoud kom lítið við sögu á EM en skoraði fimm mörk í fimm leikjum. Í tilkynningu frá franska handknattleikssambandinu sagði að sambandið myndi ekki tjá sig um málið að svo stöddu en að það myndi fylgjast náið með upplýsingum frá yfirvöldum. Sambandið ítrekaði þó þá afstöðu sína að vilja berjast gegn öllum tegundum ofbeldis, og kvaðst standa með þolendum ofbeldis. EM 2024 í handbolta Franski handboltinn Frakkland Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Handtekinn fyrir nauðgun skömmu eftir að hafa orðið Evrópumeistari Benoit Kounkoud, nýkrýndur Evrópumeistari með franska handboltalandsliðinu, var handtekinn fyrir nauðgun í fyrrinótt. 31. janúar 2024 11:31 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Fleiri fréttir „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Sjá meira
Kounkoud varð Evrópumeistari í Köln á sunnudaginn þegar Frakkland vann Danmörku. Rétt rúmum sólarhring síðar, eða síðla nætur aðfaranótt þriðjudags, var hann handtekinn í París. Kounkoud og félagar voru hylltir í frönsku höfuðborginni á mánudag, þar sem meðal annars forsetinn Emmanuel Macron tók á móti þeim frá Þýskalandi. Handtekinn á skemmtistað Eftir þá athöfn fóru leikmenn franska liðsins á djammið og er Kounkoud grunaður um að hafa brotið á tvítugri konu á skemmtistað. Samkvæmt frönskum miðlum girti Kounkoud niður um sig buxurnar og reyndi að nauðga konunni, áður en dyravörður á staðnum handsamaði hann. Lögreglumenn fluttu hann svo í fangaklefa þar sem látið var renna af honum og hann svo yfirheyrður. Kounkoud var sleppt í gær en rannsókn heldur áfram og er meðal annars verið að safna fleiri vitnisburðum. Pólska félagið bíður eftir upplýsingum Leikmaðurinn hefur sjálfur ekki tjáð sig opinberlega um málið. Hann leikur með pólska stórliðinu Kielce, líkt og íslenski landsliðsmaðurinn Haukur Þrastarson, og er næsti leikur liðsins á laugardaginn gegn Unia Tarnow í pólsku deildinni. Kielce sendi frá sér yfirlýsingu þar sem sagði að félagið tæki málið alvarlega og fordæmdi allt ofbeldi. Brugðist yrði við með viðeigandi hætti um leið og opinberar upplýsingar um málið lægju fyrir, en að svo komnu máli myndi félagið ekki tjá sig frekar. Kounkoud kom til Kielce sumarið 2022 og leikur þar með tveimur af liðsfélögum sínum úr franska landsliðinu, þeim Nicolas Tournat og Dylan Nahi. Áður lék hann með Paris Saint-Germain. Kounkoud kom lítið við sögu á EM en skoraði fimm mörk í fimm leikjum. Í tilkynningu frá franska handknattleikssambandinu sagði að sambandið myndi ekki tjá sig um málið að svo stöddu en að það myndi fylgjast náið með upplýsingum frá yfirvöldum. Sambandið ítrekaði þó þá afstöðu sína að vilja berjast gegn öllum tegundum ofbeldis, og kvaðst standa með þolendum ofbeldis.
EM 2024 í handbolta Franski handboltinn Frakkland Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Handtekinn fyrir nauðgun skömmu eftir að hafa orðið Evrópumeistari Benoit Kounkoud, nýkrýndur Evrópumeistari með franska handboltalandsliðinu, var handtekinn fyrir nauðgun í fyrrinótt. 31. janúar 2024 11:31 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Fleiri fréttir „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Sjá meira
Handtekinn fyrir nauðgun skömmu eftir að hafa orðið Evrópumeistari Benoit Kounkoud, nýkrýndur Evrópumeistari með franska handboltalandsliðinu, var handtekinn fyrir nauðgun í fyrrinótt. 31. janúar 2024 11:31