Fjarlægja tónlist Taylor Swift og Harry Styles af TikTok Lovísa Arnardóttir skrifar 31. janúar 2024 23:43 Taylor Swift, Harry Styles og Ariana Grande eru öll hjá Universal Music Group Vísir/EPA Notendur Tiktok geta átt von á því á morgun að geta ekki lengur notað lög vinsælla tónlistarmanna eins og Taylor Swift, Drake eða Adele við myndböndin sem þau búa til á miðlinum. Það er vegna þess að miðillinn og útgefandi tónlistarfólksins, Universal Music Group, hafa ekki getað komist að samkomulagi um samning sín á milli. Samningurinn sem hefur verið í gildi þeirra á milli rennur út á miðnætti í kvöld, þann 31. janúar. Á TikTok geta notendur ekki spilað lög í fullri lengd og geta í mesta lagi notað eina mínútu af lagi í myndbandinu sem þau búa til. Fjallað er um málið á vef Washington Post og USA Today. Taylor Swift er ein vinsælasta tónlistarkona í heimi og nú verður líklega ekki hægt að hlusta á hana eða nota tónlistina hennar á Tiktok lengur. Vísir/EPA Universal Music Group sendi frá sér opið bréf í gær þar sem þeirra afstöðu í málinu var lýst. Þau sögðu að helst hefðu þrjú mál verið þeim mikilvæg í samningaviðræðunum. Það væri það að tónlistarmennirnir og lagahöfundarnir fengju greitt almennilega fyrir notkun tónlistarinnar, að þau væru betur varin fyrir skaðlegum áhrifum gervigreindar og að TikTok gerði meira til að tryggja öryggi notenda sinna. Þar kom einnig fram að TikTok greiði samkvæmt núverandi samningi afar lítið fyrir notkun tónlistarinnar en hreyki sér af því á sama tíma að vera tónlistarmiðaður miðill. Universal sagði af þeirra heildartekjum kæmi aðeins um eitt prósent frá Tiktok og það sýndi hversu litlar greiðslurnar væru frá Tiktok. Þá segja þau að TikTok hafi ítrekað hótað þeim í viðræðunum og hafi jafnvel gengið svo langt að taka af miðlinum ákveðna tónlistarmenn en ekki alla. Segja Universal stjórnað af græðgi Stjórnendur TikTok svöruðu bréfinu með yfirlýsingu þar sem þau sögðu Universal setja sína eigin græðgi ofar hagsmunum tónlistarfólks þeirra og lagahöfunda. Þá sagði fyrirtækið að þau væru búin að komast að samkomulagi við önnur stór tónlistarfyrirtæki eins og Warner Music Group. Það verða ekki fleiri Tiktok með Watermelon sugar í flutningi Harry Styles. Vísir/EPA Aðrir vinsælir tónlistarmenn sem eru hjá Universal eru til dæmis Harry Styles, Ariana Grande, SZA og Billie Eilish. Þá eiga þau einnig réttinn að tónlist sem búin var til undir merkjum annarra stórra plötufyrirtækja eins og Def Jam Recordings og Abbey Road Studios. Tónlist Samfélagsmiðlar TikTok Hollywood Mest lesið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Tískukóngar landsins á bleiku skýi Tíska og hönnun „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Lífið Stjörnulífið: Ástin og ævintýrin svifu yfir vötnum Lífið Opnar sig um dulið fósturlát Lífið Þelamerkurskóli tekur brenniboltaáskorun UMFÍ með trompi Lífið samstarf Tvö fjölbýlishús í byggingu Lífið Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Fleiri fréttir Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Sjá meira
Það er vegna þess að miðillinn og útgefandi tónlistarfólksins, Universal Music Group, hafa ekki getað komist að samkomulagi um samning sín á milli. Samningurinn sem hefur verið í gildi þeirra á milli rennur út á miðnætti í kvöld, þann 31. janúar. Á TikTok geta notendur ekki spilað lög í fullri lengd og geta í mesta lagi notað eina mínútu af lagi í myndbandinu sem þau búa til. Fjallað er um málið á vef Washington Post og USA Today. Taylor Swift er ein vinsælasta tónlistarkona í heimi og nú verður líklega ekki hægt að hlusta á hana eða nota tónlistina hennar á Tiktok lengur. Vísir/EPA Universal Music Group sendi frá sér opið bréf í gær þar sem þeirra afstöðu í málinu var lýst. Þau sögðu að helst hefðu þrjú mál verið þeim mikilvæg í samningaviðræðunum. Það væri það að tónlistarmennirnir og lagahöfundarnir fengju greitt almennilega fyrir notkun tónlistarinnar, að þau væru betur varin fyrir skaðlegum áhrifum gervigreindar og að TikTok gerði meira til að tryggja öryggi notenda sinna. Þar kom einnig fram að TikTok greiði samkvæmt núverandi samningi afar lítið fyrir notkun tónlistarinnar en hreyki sér af því á sama tíma að vera tónlistarmiðaður miðill. Universal sagði af þeirra heildartekjum kæmi aðeins um eitt prósent frá Tiktok og það sýndi hversu litlar greiðslurnar væru frá Tiktok. Þá segja þau að TikTok hafi ítrekað hótað þeim í viðræðunum og hafi jafnvel gengið svo langt að taka af miðlinum ákveðna tónlistarmenn en ekki alla. Segja Universal stjórnað af græðgi Stjórnendur TikTok svöruðu bréfinu með yfirlýsingu þar sem þau sögðu Universal setja sína eigin græðgi ofar hagsmunum tónlistarfólks þeirra og lagahöfunda. Þá sagði fyrirtækið að þau væru búin að komast að samkomulagi við önnur stór tónlistarfyrirtæki eins og Warner Music Group. Það verða ekki fleiri Tiktok með Watermelon sugar í flutningi Harry Styles. Vísir/EPA Aðrir vinsælir tónlistarmenn sem eru hjá Universal eru til dæmis Harry Styles, Ariana Grande, SZA og Billie Eilish. Þá eiga þau einnig réttinn að tónlist sem búin var til undir merkjum annarra stórra plötufyrirtækja eins og Def Jam Recordings og Abbey Road Studios.
Tónlist Samfélagsmiðlar TikTok Hollywood Mest lesið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Tískukóngar landsins á bleiku skýi Tíska og hönnun „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Lífið Stjörnulífið: Ástin og ævintýrin svifu yfir vötnum Lífið Opnar sig um dulið fósturlát Lífið Þelamerkurskóli tekur brenniboltaáskorun UMFÍ með trompi Lífið samstarf Tvö fjölbýlishús í byggingu Lífið Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Fleiri fréttir Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Sjá meira