Flestum flugferðum frestað og enginn á vellinum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 31. janúar 2024 11:34 Frá Keflavíkurflugvelli, þar sem var fámennt í morgun. Vísir/Vilhelm Flestum flugferðum til og frá Keflavíkurflugvelli hefur verið frestað í dag. Komur og brottfarir verða ekki fyrr en síðdegis og eða í kvöld og nótt, eftir að óveður sem spáð hefur verið á suðvesturhorninu er gengið yfir. Þá hefur röskun orðið á innanlandsflugi. Þetta má sjá á vef Keflavíkurflugvallar. Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, segir í samtali við Vísi að enginn sé nú á Keflavíkurflugvelli. Að öðru leyti sé það flugfélaga að taka ákvarðanir um breytingar á flugtímum. Eins og fram hefur komið er gul veðurviðvörun í gildi frá 11:00 í dag til 19:00 í kvöld. Tuttugu flugferðum sem væntanlegar voru til landsins frá kl. 09:50 til 15:55 hefur verið seinkað. Áætluð koma flestra flugferða er nú um klukkan 17:00 til 19:00. Er um að ræða ferðir á vegum Wizz Air, EasyJet, Play og Icelandair svo einhver flugfélög séu nefnd á nöfn. Sex flugferðum frá landinu hefur verið seinkað. Um er að ræða flugferðir sem fara áttu frá landinu um hádegisbil, frá 10:45 til 14:25, meðal annars á vegum Wizz Air, EasyJet og Tui Airways. Áætlaðar brottfarir þeirra eru nú frá 19:10 og allt þar til klukkan 02:05 í nótt. Röskun innanlands Þá hefur veðurspáin einnig haft áhrif á innanlandsflug, að því er má sjá á vef Reykjavíkurflugvallar. Flugferðum til og frá Ísafirði, Akureyri og Vestmannaeyjum hefur verið aflýst. Flugferðum síðdegis hefur auk þess verið frestað. Flugvél frá Reykjavík til Akureyrar sem lenda átti klukkan 17:30 er nú ekki áætluð til Reykjavíkur fyrr en klukkan 19:00. Að sama skapi er áætluð brottför flugvélar sem átti að fara kl. 15:30 til Akureyrar nú áætluð klukkan 17:00. Fréttir af flugi Veður Keflavíkurflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Margir vegir á óvissustigi vegna veðurs Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula veður viðvörun í dag 31. janúar fyrir vestanvert landið og eru því margir vegir á óvissustigi á milli 9:00 og 20:00 og gætu lokast með stuttum fyrirvara. Þetta kemur fram inn á vef Vegagerðarinnar. 31. janúar 2024 10:29 Varar við að bílar muni sitja fastir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir að erfitt ástand gæti myndast á götunum á höfuðborgarsvæðinu eftir hádegi vegna skafrennings og hvassviðrisins. Hann segir allar líkur á að einhverjir bílar muni festast. 31. janúar 2024 10:21 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Sjá meira
Þetta má sjá á vef Keflavíkurflugvallar. Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, segir í samtali við Vísi að enginn sé nú á Keflavíkurflugvelli. Að öðru leyti sé það flugfélaga að taka ákvarðanir um breytingar á flugtímum. Eins og fram hefur komið er gul veðurviðvörun í gildi frá 11:00 í dag til 19:00 í kvöld. Tuttugu flugferðum sem væntanlegar voru til landsins frá kl. 09:50 til 15:55 hefur verið seinkað. Áætluð koma flestra flugferða er nú um klukkan 17:00 til 19:00. Er um að ræða ferðir á vegum Wizz Air, EasyJet, Play og Icelandair svo einhver flugfélög séu nefnd á nöfn. Sex flugferðum frá landinu hefur verið seinkað. Um er að ræða flugferðir sem fara áttu frá landinu um hádegisbil, frá 10:45 til 14:25, meðal annars á vegum Wizz Air, EasyJet og Tui Airways. Áætlaðar brottfarir þeirra eru nú frá 19:10 og allt þar til klukkan 02:05 í nótt. Röskun innanlands Þá hefur veðurspáin einnig haft áhrif á innanlandsflug, að því er má sjá á vef Reykjavíkurflugvallar. Flugferðum til og frá Ísafirði, Akureyri og Vestmannaeyjum hefur verið aflýst. Flugferðum síðdegis hefur auk þess verið frestað. Flugvél frá Reykjavík til Akureyrar sem lenda átti klukkan 17:30 er nú ekki áætluð til Reykjavíkur fyrr en klukkan 19:00. Að sama skapi er áætluð brottför flugvélar sem átti að fara kl. 15:30 til Akureyrar nú áætluð klukkan 17:00.
Fréttir af flugi Veður Keflavíkurflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Margir vegir á óvissustigi vegna veðurs Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula veður viðvörun í dag 31. janúar fyrir vestanvert landið og eru því margir vegir á óvissustigi á milli 9:00 og 20:00 og gætu lokast með stuttum fyrirvara. Þetta kemur fram inn á vef Vegagerðarinnar. 31. janúar 2024 10:29 Varar við að bílar muni sitja fastir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir að erfitt ástand gæti myndast á götunum á höfuðborgarsvæðinu eftir hádegi vegna skafrennings og hvassviðrisins. Hann segir allar líkur á að einhverjir bílar muni festast. 31. janúar 2024 10:21 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Sjá meira
Margir vegir á óvissustigi vegna veðurs Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula veður viðvörun í dag 31. janúar fyrir vestanvert landið og eru því margir vegir á óvissustigi á milli 9:00 og 20:00 og gætu lokast með stuttum fyrirvara. Þetta kemur fram inn á vef Vegagerðarinnar. 31. janúar 2024 10:29
Varar við að bílar muni sitja fastir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir að erfitt ástand gæti myndast á götunum á höfuðborgarsvæðinu eftir hádegi vegna skafrennings og hvassviðrisins. Hann segir allar líkur á að einhverjir bílar muni festast. 31. janúar 2024 10:21