Varar við að bílar muni sitja fastir Atli Ísleifsson skrifar 31. janúar 2024 10:21 Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir að veðrið sem skellur á suðvesturhornið um hádegisbil muni skapa vandræði. Stöð 2 Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir að erfitt ástand gæti myndast á götunum á höfuðborgarsvæðinu eftir hádegi vegna skafrennings og hvassviðrisins. Hann segir allar líkur á að einhverjir bílar muni festast. Þetta sagði Einar í samtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun, en Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun á höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa, Suðurlandi og Suðvesturlandi vegna vestan hvassviðris og storms. „Það gengur nú á með dimmum hryðjum núna til hádegis. Það er ansi blint í þessum hryðjum, en það er þó ekki byrjaður skafrenningur af neinu ráði. Síðan kemur þessi vestanátt og það er að gerast á Suðurnesjum um hádegi, rétt fyrir hádegi. Svo brestur hann á á höfuðborgarsvæðinu sennilega milli 13 og 14, eitthvað svoleiðis. Þetta versta stendur yfir í um þrjár klukkustundir. Við skulum hafa það í huga að fönnin, hún byrjar að rjúka og lyftast í 10 til 12 metrum á sekúndu, sem er vindurinn í hryðjunum núna. Við 15 metra á sekúndu er skyggni orðið mjög slæmt. Og við erum að tala um að það verði 15 til 20 og jafnvel 22,“ segir Einar. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum að neðan. Einar segir að vanalega hefðum ekkert voðalega miklar áhyggjur af svona veðri, svona skoti, ef þetta væri að hausti eða vori. Nú sé hins vegar laus snjór yfir og skafrenningur. „Það er hætt við því að þegar svona er á virkum degi, um miðjan dag, að það verði mikil vandræði. Bílar fastir út um allt.“ Einar segir að óveðrið muni ekki standa það lengi, þannig að hægt ætti að vera hægt að sitja þetta af sér. Veður Reykjavík Færð á vegum Bítið Tengdar fréttir Gengur í hvassviðri eða storm sunnantil eftir hádegi Veðurstofan gerir ráð fyrir vestlægri átt og éljagangi þar sem mun ganga í hvassviðri eða storm sunnanlands eftir hádegi. Gular viðvaranir taka gildi eftir hádegi á höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa, Suðurlandi og Suðausturlandi vegna hvassviðrisins. Líkur eru á samgöngutruflunum. 31. janúar 2024 07:11 Fólk sleppi því að vera á ferðinni um miðjan dag á morgun Búast má við hríðarbyl víða um land á morgun. Útlit er fyrir að veðrið gangi fyrst yfir Reykjanesskagann, færist svo að höfuðborgarsvæðinu og loks með ströndinni austur fyrir Eyjafjöll. Viðbúið er að færð versni á skömmum tíma og skyggni verði lítið. Veðurfræðingur mælir með því að fólk reyni að sleppa því að vera á ferðinni á meðan veðrið gengur yfir. 30. janúar 2024 19:24 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Sjá meira
Þetta sagði Einar í samtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun, en Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun á höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa, Suðurlandi og Suðvesturlandi vegna vestan hvassviðris og storms. „Það gengur nú á með dimmum hryðjum núna til hádegis. Það er ansi blint í þessum hryðjum, en það er þó ekki byrjaður skafrenningur af neinu ráði. Síðan kemur þessi vestanátt og það er að gerast á Suðurnesjum um hádegi, rétt fyrir hádegi. Svo brestur hann á á höfuðborgarsvæðinu sennilega milli 13 og 14, eitthvað svoleiðis. Þetta versta stendur yfir í um þrjár klukkustundir. Við skulum hafa það í huga að fönnin, hún byrjar að rjúka og lyftast í 10 til 12 metrum á sekúndu, sem er vindurinn í hryðjunum núna. Við 15 metra á sekúndu er skyggni orðið mjög slæmt. Og við erum að tala um að það verði 15 til 20 og jafnvel 22,“ segir Einar. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum að neðan. Einar segir að vanalega hefðum ekkert voðalega miklar áhyggjur af svona veðri, svona skoti, ef þetta væri að hausti eða vori. Nú sé hins vegar laus snjór yfir og skafrenningur. „Það er hætt við því að þegar svona er á virkum degi, um miðjan dag, að það verði mikil vandræði. Bílar fastir út um allt.“ Einar segir að óveðrið muni ekki standa það lengi, þannig að hægt ætti að vera hægt að sitja þetta af sér.
Veður Reykjavík Færð á vegum Bítið Tengdar fréttir Gengur í hvassviðri eða storm sunnantil eftir hádegi Veðurstofan gerir ráð fyrir vestlægri átt og éljagangi þar sem mun ganga í hvassviðri eða storm sunnanlands eftir hádegi. Gular viðvaranir taka gildi eftir hádegi á höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa, Suðurlandi og Suðausturlandi vegna hvassviðrisins. Líkur eru á samgöngutruflunum. 31. janúar 2024 07:11 Fólk sleppi því að vera á ferðinni um miðjan dag á morgun Búast má við hríðarbyl víða um land á morgun. Útlit er fyrir að veðrið gangi fyrst yfir Reykjanesskagann, færist svo að höfuðborgarsvæðinu og loks með ströndinni austur fyrir Eyjafjöll. Viðbúið er að færð versni á skömmum tíma og skyggni verði lítið. Veðurfræðingur mælir með því að fólk reyni að sleppa því að vera á ferðinni á meðan veðrið gengur yfir. 30. janúar 2024 19:24 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Sjá meira
Gengur í hvassviðri eða storm sunnantil eftir hádegi Veðurstofan gerir ráð fyrir vestlægri átt og éljagangi þar sem mun ganga í hvassviðri eða storm sunnanlands eftir hádegi. Gular viðvaranir taka gildi eftir hádegi á höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa, Suðurlandi og Suðausturlandi vegna hvassviðrisins. Líkur eru á samgöngutruflunum. 31. janúar 2024 07:11
Fólk sleppi því að vera á ferðinni um miðjan dag á morgun Búast má við hríðarbyl víða um land á morgun. Útlit er fyrir að veðrið gangi fyrst yfir Reykjanesskagann, færist svo að höfuðborgarsvæðinu og loks með ströndinni austur fyrir Eyjafjöll. Viðbúið er að færð versni á skömmum tíma og skyggni verði lítið. Veðurfræðingur mælir með því að fólk reyni að sleppa því að vera á ferðinni á meðan veðrið gengur yfir. 30. janúar 2024 19:24