Græddi milljarða en þótti hann engu að síður hafa verið svikinn Hólmfríður Gísladóttir skrifar 31. janúar 2024 08:14 Salvatore Mundi er dýrasta verk sem selst hefur á uppboði en efasemdir eru uppi um uppruna þess. epa/Justin Lane Milljarðamæringurinn Dmitry Rybolovlev hefur tapað máli sem hann höfðaði gegn uppboðshúsinu Sotheby's í Bandaríkjunum, sem hann sakaði um að hafa haft af sér milljónir dollara. Ásakanirnar vörðuðu bæði Sotheby's og svissneska listaverkasalann Yves Bouvier. Bouvier segist alsaklaus í málinu en gerði engu að síður sátt við Rybolovlev. Málið er um margt forvitnilegt en það varðar meðal annars málverkið Salvator Mundi, sem seldist á metverði á uppboði hjá Christie's árið 2017 þegar Mohammed bin Salman, krónprins Sádi Arabíu, keypti verkið af Rybolobleb á 450,3 milljónir dollara. Sjálfur keypti Rybolovlev verkið af Bouvier á 127,5 milljónir dollara árið 2013 en virðist hafa orðið ósáttur þegar hann komst að því að Bouvier eignaðist verkið daginn fyrir söluna fyrir aðeins 83 milljónir dollara. Rybolovlev virðist þannig hafa verið ósáttur við verðið sem hann greiddi, þrátt fyrir að hafa hagnast gríðarlega þegar hann seldi verkið aðeins fjórum árum síðar. Lögmenn hans segja dómsmálinu hafa verið ætlað að varpa ljósi á ógegnsæi á markaðnum með listaverk. Upphaflega höfðaði Rybolovlev málið gegn Sotheby's vegna fimmtán verka, meðal annars eftir Pablo Picasso og Auguste Rodin. Dómurinn samþykkti þó aðeins að taka fyrir sölu fjögurra þeirra en þar var um að ræða, auk Salvator Mundi, verk eftir Gustav Klimt, Rene Magritte og Amedeo Modigliani. Krónprinsinn í Sádi Arabíu keypti Salvator Mundi upphaflega til að setja það upp í nýju Louvre-galleríi í Abu Dabí. Það hefur hins vegar ekki sést opinberlega eftir að efasemdir vöknuðu um að Leonardo da Vinci væri raunverulegur höfundur þess. Myndlist Bandaríkin Tengdar fréttir Orðrómurinn um kaupandann líklega á rökum reistur Dýrasta málverk sögunnar, sem talið er vera eftir Leonardo da Vinci, er nú á leið til Abu Dhabi í Sameinuðu Arabísku Furstadæmunum. 7. desember 2017 06:31 Dýrasta málverk sögunnar er kannski eftir Leonardo da Vinci Verkið Salvador Mundi var slegið hæstbjóðanda á 450 milljónir dala í gær. 16. nóvember 2017 07:22 Verk sem talið er vera eftir da Vinci á uppboð í kvöld 500 ára gamalt málverk af Jesú sem talið er vera eftir Leonardo da Vinci verður selt á uppboði hjá Christie‘s í New York í kvöld. 15. nóvember 2017 22:16 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Ásakanirnar vörðuðu bæði Sotheby's og svissneska listaverkasalann Yves Bouvier. Bouvier segist alsaklaus í málinu en gerði engu að síður sátt við Rybolovlev. Málið er um margt forvitnilegt en það varðar meðal annars málverkið Salvator Mundi, sem seldist á metverði á uppboði hjá Christie's árið 2017 þegar Mohammed bin Salman, krónprins Sádi Arabíu, keypti verkið af Rybolobleb á 450,3 milljónir dollara. Sjálfur keypti Rybolovlev verkið af Bouvier á 127,5 milljónir dollara árið 2013 en virðist hafa orðið ósáttur þegar hann komst að því að Bouvier eignaðist verkið daginn fyrir söluna fyrir aðeins 83 milljónir dollara. Rybolovlev virðist þannig hafa verið ósáttur við verðið sem hann greiddi, þrátt fyrir að hafa hagnast gríðarlega þegar hann seldi verkið aðeins fjórum árum síðar. Lögmenn hans segja dómsmálinu hafa verið ætlað að varpa ljósi á ógegnsæi á markaðnum með listaverk. Upphaflega höfðaði Rybolovlev málið gegn Sotheby's vegna fimmtán verka, meðal annars eftir Pablo Picasso og Auguste Rodin. Dómurinn samþykkti þó aðeins að taka fyrir sölu fjögurra þeirra en þar var um að ræða, auk Salvator Mundi, verk eftir Gustav Klimt, Rene Magritte og Amedeo Modigliani. Krónprinsinn í Sádi Arabíu keypti Salvator Mundi upphaflega til að setja það upp í nýju Louvre-galleríi í Abu Dabí. Það hefur hins vegar ekki sést opinberlega eftir að efasemdir vöknuðu um að Leonardo da Vinci væri raunverulegur höfundur þess.
Myndlist Bandaríkin Tengdar fréttir Orðrómurinn um kaupandann líklega á rökum reistur Dýrasta málverk sögunnar, sem talið er vera eftir Leonardo da Vinci, er nú á leið til Abu Dhabi í Sameinuðu Arabísku Furstadæmunum. 7. desember 2017 06:31 Dýrasta málverk sögunnar er kannski eftir Leonardo da Vinci Verkið Salvador Mundi var slegið hæstbjóðanda á 450 milljónir dala í gær. 16. nóvember 2017 07:22 Verk sem talið er vera eftir da Vinci á uppboð í kvöld 500 ára gamalt málverk af Jesú sem talið er vera eftir Leonardo da Vinci verður selt á uppboði hjá Christie‘s í New York í kvöld. 15. nóvember 2017 22:16 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Orðrómurinn um kaupandann líklega á rökum reistur Dýrasta málverk sögunnar, sem talið er vera eftir Leonardo da Vinci, er nú á leið til Abu Dhabi í Sameinuðu Arabísku Furstadæmunum. 7. desember 2017 06:31
Dýrasta málverk sögunnar er kannski eftir Leonardo da Vinci Verkið Salvador Mundi var slegið hæstbjóðanda á 450 milljónir dala í gær. 16. nóvember 2017 07:22
Verk sem talið er vera eftir da Vinci á uppboð í kvöld 500 ára gamalt málverk af Jesú sem talið er vera eftir Leonardo da Vinci verður selt á uppboði hjá Christie‘s í New York í kvöld. 15. nóvember 2017 22:16