„Deginum ljósara að það virðist vera þynnra á þeim bænum í kringum kvennaliðin“ Kári Mímisson skrifar 30. janúar 2024 23:09 Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, var nokkuð léttur í leikslok þrátt fyrir tap. Vísir/Hulda Margrét Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, segist hafa verið sáttur við leik sinna kvenna gegn Grindavík í dag. Grindavík vann átta stiga sigur en sprækar Stjörnustúlkur spiluðu mjög vel á köflum í dag þó svo að Grindavík hefði náð að halda þeim ágætlega frá sér stærstan hluta leiksins. „Ég er bara jákvæður eftir þennan leik. Við byrjuðum þetta svolítið slappt og svo þessi 10-0 kafli í fjórða leikhluta gerði holuna mjög stóra. Mér fannst við spila vel á löngum köflum og höfðum mikla orku. Þannig að það var margt gott hjá okkur í dag.“ Arnar fékk tæknivillu í fyrri hálfleik eftir að hafa átt í samskiptum við dómara leiksins. Spurður nánar hvað gerðist er Arnar stuttorður. „Ég ætla ekki að ræða dómgæslu eða samskipti mín við dómara í fjölmiðlum. Ég er búinn að segja þetta í sex ár og þið getið alveg hætt að spyrja um þetta.“ Deildarkeppninni er nú formlega lokið hjá báðum liðum og við tekur tvískipting á deildinni í A og B hluta áður en við förum í úrslitakeppnina. Arnar segist lítast vel á þetta nýja fyrirkomulag þó svo að hann segist hafa ákveðnar áhyggjur af fjölda leikja. „Þetta nýja fyrirkomulag leggst rosalega vel í mig. Ég held að það ætti að skoða að fara með það í einfalda umferð í tvískiptingunni og hafa þetta þá 22 leiki. Mér finnst við eiga að spila jafn marga leiki og karlarnir. Það þarf að manna sjálfboðaliða og allt það og það er alveg deginum ljósara að það virðist vera þynnra á þeim bænum í kringum kvennaliðin. Eins og við sjáum hér í Kópavoginum þar sem það er nýbúið að leggja liðið niður. Stjarnan gerði þetta líka fyrir ekki svo löngu síðan. Þannig að ég held að það sé skref í rétta átt að hafa þetta eins og í karladeildinni þannig að það sé ekki meira álag á fólkinu sem vinnur í kringum kvennaleikina. Svo verðum við líka með 8-liða úrslitakeppni þannig að það eru fleiri leikir kvennameginn og þar með meiri kostnaður eins og dómarakostnaður og annað slíkt þannig að ég held að það megi alveg hafa þetta á sama stað og hjá körlunum.“ Margir hafa haft áhyggjur að kerfið sé of flókið fyrir hinn almenna áhugamann spurður út í það gefur svarar Arnar brosandi. „Þetta virkar í löndunum í kringum okkur. Kannski er fólki þar bara betur gefið en hér, ég veit það ekki.“ Subway-deild kvenna Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - Stjarnan 80-72 | Verðskuldaður sigur Grindvíkinga Grindavík vann góðan átta stiga sigur er liðið tók á móti Stjörnunni í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld, 80-72. 30. janúar 2024 21:54 Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Sjá meira
„Ég er bara jákvæður eftir þennan leik. Við byrjuðum þetta svolítið slappt og svo þessi 10-0 kafli í fjórða leikhluta gerði holuna mjög stóra. Mér fannst við spila vel á löngum köflum og höfðum mikla orku. Þannig að það var margt gott hjá okkur í dag.“ Arnar fékk tæknivillu í fyrri hálfleik eftir að hafa átt í samskiptum við dómara leiksins. Spurður nánar hvað gerðist er Arnar stuttorður. „Ég ætla ekki að ræða dómgæslu eða samskipti mín við dómara í fjölmiðlum. Ég er búinn að segja þetta í sex ár og þið getið alveg hætt að spyrja um þetta.“ Deildarkeppninni er nú formlega lokið hjá báðum liðum og við tekur tvískipting á deildinni í A og B hluta áður en við förum í úrslitakeppnina. Arnar segist lítast vel á þetta nýja fyrirkomulag þó svo að hann segist hafa ákveðnar áhyggjur af fjölda leikja. „Þetta nýja fyrirkomulag leggst rosalega vel í mig. Ég held að það ætti að skoða að fara með það í einfalda umferð í tvískiptingunni og hafa þetta þá 22 leiki. Mér finnst við eiga að spila jafn marga leiki og karlarnir. Það þarf að manna sjálfboðaliða og allt það og það er alveg deginum ljósara að það virðist vera þynnra á þeim bænum í kringum kvennaliðin. Eins og við sjáum hér í Kópavoginum þar sem það er nýbúið að leggja liðið niður. Stjarnan gerði þetta líka fyrir ekki svo löngu síðan. Þannig að ég held að það sé skref í rétta átt að hafa þetta eins og í karladeildinni þannig að það sé ekki meira álag á fólkinu sem vinnur í kringum kvennaleikina. Svo verðum við líka með 8-liða úrslitakeppni þannig að það eru fleiri leikir kvennameginn og þar með meiri kostnaður eins og dómarakostnaður og annað slíkt þannig að ég held að það megi alveg hafa þetta á sama stað og hjá körlunum.“ Margir hafa haft áhyggjur að kerfið sé of flókið fyrir hinn almenna áhugamann spurður út í það gefur svarar Arnar brosandi. „Þetta virkar í löndunum í kringum okkur. Kannski er fólki þar bara betur gefið en hér, ég veit það ekki.“
Subway-deild kvenna Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - Stjarnan 80-72 | Verðskuldaður sigur Grindvíkinga Grindavík vann góðan átta stiga sigur er liðið tók á móti Stjörnunni í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld, 80-72. 30. janúar 2024 21:54 Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Sjá meira
Leik lokið: Grindavík - Stjarnan 80-72 | Verðskuldaður sigur Grindvíkinga Grindavík vann góðan átta stiga sigur er liðið tók á móti Stjörnunni í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld, 80-72. 30. janúar 2024 21:54