Mikill viðbúnaður eftir að flugeldur var sprengdur inni í Austurbæjarskóla Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 30. janúar 2024 15:12 Húsnæði Austurbæjarskóli á Skólavörðuholti. Vísir Mikill viðbúnaður var við Austurbæjarskóla í Reykjavík í dag, eftir að útkall barst um hugsanlegan eld í skólanum eftir að flugeldur var sprengur innadyra. Ekki reyndist um eld að ræða en slökkvilið reykræsti húsnæðið. Í tölvupósti sem Kristín Jóhannesdóttir, skólastjóri Austurbæjarskóla sendi á foreldra og forráðamenn fyrir stundu, segir: „Í dag gerðist sá alvarlegi atburður að sprengdur var flugeldur innandyra í unglingadeild. Enginn hlaut skaða af. Lögregla og slökkvilið höfuðborgarsvæðisins voru kölluð á staðinn, skólinn rýmdur og atvikið bókað. Enginn hefur tjáð sig um eða gengist við verknaðinum og er málið því í skoðun.“ Þá segir í tölvupóstinum að allar upplýsingar um málið séu vel þegnar auk þess sem óskað er eftir því að foreldrar ræði við börn sín um alvarleika málsins. Tilkynning um hugsanlegan eld Hvorki skólastjóri né aðstoðarskólastjóri vildu tjá sig um málið í samtali við fréttastofu, en Jón Kristinn Valsson, varðstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu segir að útkall hafi borist klukkan 13:15 í dag. Tilkynning barst upphaflega um hugsanlegan eld í skólanum og því var mikill viðbúnaður. Jón segir að um leið og fyrsti bíll mætti á staðinn hafi verið ljóst að ekki var um eld að ræða og því hafi verið dregið úr viðbragði. Einn bíll varð eftir og reykræsti húsnæðið en ekki var þörf á að rýma skólann. Þá segir Jón að allt líti út fyrir að flugeldur hafi verið sprengur inni í húsinu en það sé þó ekki staðfest. Skóla - og menntamál Reykjavík Grunnskólar Flugeldar Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira
Í tölvupósti sem Kristín Jóhannesdóttir, skólastjóri Austurbæjarskóla sendi á foreldra og forráðamenn fyrir stundu, segir: „Í dag gerðist sá alvarlegi atburður að sprengdur var flugeldur innandyra í unglingadeild. Enginn hlaut skaða af. Lögregla og slökkvilið höfuðborgarsvæðisins voru kölluð á staðinn, skólinn rýmdur og atvikið bókað. Enginn hefur tjáð sig um eða gengist við verknaðinum og er málið því í skoðun.“ Þá segir í tölvupóstinum að allar upplýsingar um málið séu vel þegnar auk þess sem óskað er eftir því að foreldrar ræði við börn sín um alvarleika málsins. Tilkynning um hugsanlegan eld Hvorki skólastjóri né aðstoðarskólastjóri vildu tjá sig um málið í samtali við fréttastofu, en Jón Kristinn Valsson, varðstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu segir að útkall hafi borist klukkan 13:15 í dag. Tilkynning barst upphaflega um hugsanlegan eld í skólanum og því var mikill viðbúnaður. Jón segir að um leið og fyrsti bíll mætti á staðinn hafi verið ljóst að ekki var um eld að ræða og því hafi verið dregið úr viðbragði. Einn bíll varð eftir og reykræsti húsnæðið en ekki var þörf á að rýma skólann. Þá segir Jón að allt líti út fyrir að flugeldur hafi verið sprengur inni í húsinu en það sé þó ekki staðfest.
Skóla - og menntamál Reykjavík Grunnskólar Flugeldar Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira