Brynja Rós endaði með 3560 stig eða meira en hundrað stigum meira en sú sem var í öðru sætinu. Ashleigh McArdle (3403 stig) og Allison Dempsey (3024 stig) voru með henni á verðlaunapallinum.

Brynja fékk 887 stig fyrir 60 metra grindahlaupið (9,11 sek), 712 stig fyrir langstökkið (5,54 metrar), 487 stig fyrir kúluvarpið (9,35 metrar), 724 stig fyrir hástökkið (1,59 metrar) og 750 stig fyrir 800 metra hlaupið (2:25.49 mín.)
Brynja náði bestum árangri í þremur greinum af fimm eða í langstökkinu, hástökkinu og í 800 metra hlaupinu. Hún varð síðan önnur í grindahlaupinu og fjórða í kúluvarpinu.
Samkvæmt afrekaskrá FRÍ þá hafði Brynja náð best áður 3373 stigum í fimmtarþraut innanhúss en það var í fyrra á Meistaramót Íslands í fjölþrautum. Þetta er því hennar besti árangur í keppni.