Vísindamenn hafa áður varað við því að H5N1 vírusinn, sem kenndur er við fuglaflensu, geti valdið mörgæsum óafturkræfum skaða. Þess er getið í frétt Guardian um málið að nú sé fengitími mörgæsa, tími þar sem þær safnist saman í stórum hópum.
Því hafi vísindamenn miklar áhyggjur af því að veiran geti dreifst hratt á meðal fuglanna. Kóngamörgæsir eru næst stærsta tegund mörgæsa í heiminum.
Tilfellið af fuglaflensunni greindist á eyju sem kennd er við Suður Georgíu. Þar óttast vísindamenn jafnframt að ein smámörgæs hafi einnig drepist úr flensunni.
Fram kemur í umfjöllun Guardian að staðfest tilvik fuglaflensu í smámörgæs hafi greinst á Falklandseyjum, í 1500 kílómetra fjarlægð úr vesturátt frá Suðurskautslandinu þar sem vísindamenn telja nú að tilfelli sé komið upp.
Þá hefur flensan dregið töluverðan fjölda sæljóna til dauða. Talið er að í hið minnsta fimmhundruð þúsund sjávarfugla hafi drepist úr flensunni í Suður-Ameríku einni.