Verð á brauði frá Myllunni hækkaði mest Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. janúar 2024 16:04 Hermann Stefánsson er forstjóri Myllunnar-ORA. vísir Verð á brauði, kexi og kökum hækkaði á bilinu 0-7% frá októberlokum til janúarloka í verðkönnun verðlagseftirlits ASÍ. Verð hækkuðu ekki í Extra og Bónus, en hækkuðu um 7% í Iceland. Þar munaði mestu um Finn Crisp vörur, sem hækkuðu um fjórðung í Iceland á þessum þremur mánuðum. Verð voru athuguð með þriggja mánaða millibili, fyrst 26. október 2023 og svo 22. janúar 2024, í ellefu verslunum; Bónus, Extra, Fjarðarkaupum, Hagkaupum, Heimkaupum, Iceland, Kjörbúðinni, Krambúðinni, Krónunni, Nettó og 10-11. Verð á vörum frá Myllunni hækkuðu umfram aðrar innlendar brauðvörur í átta af ellefu verslunum. Í 10-11 og Extra breyttust verð á innlendum vörum ekki, en í Iceland hækkuðu vörur frá Myllunni minna en aðrar innlendar brauðvörur. Að neðan má sjá hækkun á verði á vörum Myllunnar í verslunum. Í seinni athuguninni þann 22. janúar var Bónus ódýrasta verslunin þegar kom að brauðvörum. Voru verð þar að meðaltali 1,2% frá lægsta verði. Næst kom Krónan (1,8%), en þriðja ódýrasta verslunin var Fjarðarkaup (9%). Dýrust var 10-11, með verð að meðaltali 86% hærri en lægsta verð. Cadbury Fingers kostuðu þar 569 krónur, eða rúmlega þrefalt meira en í Bónus, þar sem þeir voru ódýrastir. Í verðþróuninni voru vöruverð athuguð verslun fyrir verslun og borin saman ef vörurnar fundust báða dagana sem kannað var. Voru það allt frá 83 vörum í Krambúðinni uppí 354 vörur í Nettó. Vörurnar sem voru til skoðunar í verðsamanburðinum 22. janúar má sjá hér: Fyrirsögn fréttarinnar var breytt til að endurspegla að um verðhækkun söluaðila er að ræða en ekki hjá Myllunni sjálfri. Ingvar Örn Ingvarsson, talsmaður Myllunnar, segir sama söluverð á vörum Myllunnar til viðskiptavina nú og í júní í fyrra. Verðlag Verslun Matvöruverslun Tengdar fréttir Karamelluskyrið rýkur upp í verði Verð á mjólkurvörum hækkaði í mörgum verslunum milli fyrstu og annarrar viku ársins samkvæmt niðurstöðum verðlagseftirlits ASÍ. Heildsöluverð á mjólk hækkaði um 1,6 prósent þann 8. janúar sem er strax farið að skila sér í meiri kostnaði fyrir neytendur. Áhugafólk um karamelluskyr finnur sérstaklega fyrir hækkun. 17. janúar 2024 11:17 Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Fleiri fréttir ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Sjá meira
Verð voru athuguð með þriggja mánaða millibili, fyrst 26. október 2023 og svo 22. janúar 2024, í ellefu verslunum; Bónus, Extra, Fjarðarkaupum, Hagkaupum, Heimkaupum, Iceland, Kjörbúðinni, Krambúðinni, Krónunni, Nettó og 10-11. Verð á vörum frá Myllunni hækkuðu umfram aðrar innlendar brauðvörur í átta af ellefu verslunum. Í 10-11 og Extra breyttust verð á innlendum vörum ekki, en í Iceland hækkuðu vörur frá Myllunni minna en aðrar innlendar brauðvörur. Að neðan má sjá hækkun á verði á vörum Myllunnar í verslunum. Í seinni athuguninni þann 22. janúar var Bónus ódýrasta verslunin þegar kom að brauðvörum. Voru verð þar að meðaltali 1,2% frá lægsta verði. Næst kom Krónan (1,8%), en þriðja ódýrasta verslunin var Fjarðarkaup (9%). Dýrust var 10-11, með verð að meðaltali 86% hærri en lægsta verð. Cadbury Fingers kostuðu þar 569 krónur, eða rúmlega þrefalt meira en í Bónus, þar sem þeir voru ódýrastir. Í verðþróuninni voru vöruverð athuguð verslun fyrir verslun og borin saman ef vörurnar fundust báða dagana sem kannað var. Voru það allt frá 83 vörum í Krambúðinni uppí 354 vörur í Nettó. Vörurnar sem voru til skoðunar í verðsamanburðinum 22. janúar má sjá hér: Fyrirsögn fréttarinnar var breytt til að endurspegla að um verðhækkun söluaðila er að ræða en ekki hjá Myllunni sjálfri. Ingvar Örn Ingvarsson, talsmaður Myllunnar, segir sama söluverð á vörum Myllunnar til viðskiptavina nú og í júní í fyrra.
Verðlag Verslun Matvöruverslun Tengdar fréttir Karamelluskyrið rýkur upp í verði Verð á mjólkurvörum hækkaði í mörgum verslunum milli fyrstu og annarrar viku ársins samkvæmt niðurstöðum verðlagseftirlits ASÍ. Heildsöluverð á mjólk hækkaði um 1,6 prósent þann 8. janúar sem er strax farið að skila sér í meiri kostnaði fyrir neytendur. Áhugafólk um karamelluskyr finnur sérstaklega fyrir hækkun. 17. janúar 2024 11:17 Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Fleiri fréttir ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Sjá meira
Karamelluskyrið rýkur upp í verði Verð á mjólkurvörum hækkaði í mörgum verslunum milli fyrstu og annarrar viku ársins samkvæmt niðurstöðum verðlagseftirlits ASÍ. Heildsöluverð á mjólk hækkaði um 1,6 prósent þann 8. janúar sem er strax farið að skila sér í meiri kostnaði fyrir neytendur. Áhugafólk um karamelluskyr finnur sérstaklega fyrir hækkun. 17. janúar 2024 11:17