Mahomes, Kelce og auðvitað Taylor Swift líka í Super Bowl í ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. janúar 2024 06:31 Travis Kelce of Taylor Swift fagna saman sigri Kansas City Chiefs í leikslok. Getty/Patrick Smith Kansas City Chiefs og San Francisco 49ers mætast í Super Bowl í ár en þetta varð ljóst eftir úrslitaleiki deildanna í úrslitakeppni NFL í nótt. Chiefs vann 17-10 sigur á Baltimore Ravens á útivelli þar sem öll stigin í leiknum, nema eitt vallarmark frá Ravens, komu í fyrri hálfleiknum. Þetta verður í fjórða sinn á fimm árum þar sem Patrick Mahomes og félagar fara alla leið í leikinn um Ofurskálina. Það var mun meiri dramatík í hinum leiknum þar sem San Francisco 49ers gróf stig upp úr stórri holu og vann 34-31 endurkomusigur á Detriot Lions. 49ers vs. Chiefs in Las Vegas! #SBLVIII pic.twitter.com/ARHIwQBaia— NFL (@NFL) January 29, 2024 Lions liðið hefur komið mjög á óvart í vetur og var komið í 24-7 fyrir hálfleik. 49ers menn sýndu mikla seiglu með að koma til baka en miklu munaði um sautján stig liðsins á mögnuðum átta mínútna kafla. Detoit hefur aldrei spilað í Super Bowl og var svo ótrúlega nálægt því. Liðið tók tvisvar áhættuna á því að reyna við fjórðu tilraun í stað þess að reyna við vallarmark og það reyndist á endanum dýrkeypt. 49ers var á heimavelli og sigurstranglegra fyrir fram en útlitið var svo sannarlega svart um tíma. Liðið er aftur á móti stórhættulegt þegar það kemst á ferðina. 49ers fær nú tækifæri til að hefna fyrir tap á móti Chiefs í Super Bowl fyrir fimm árum. Mr. Irrelevant is Super Bowl bound pic.twitter.com/7EQbjqrGe2— NFL (@NFL) January 29, 2024 Baltimore Ravens var með besta árangurinn í deildinni og allt bendir til þess að leikstjórnandinn Lamar Jackson verði kosinn mikilvægasti leikmaður tímabilsins. Enn á ný ganga hlutirnir hins vegar ekki upp hjá liðinu í úrslitakeppninni. Chiefs liðið, sem varð meistari í fyrra, hefur ekki verið sannfærandi í vetur en er að koma upp á hárréttum tíma. Travis Kelce skoraði fyrra snertimark Chiefs og greip alls ellefu bolta frá Patrick Mahomes í leiknum. Með því setti Kelce met yfir flesta gripnar sendingar í sögu úrslitakeppni NFL. Kelce fagnaði í leikslok með kærustu sinni, tónlistastjörnunni Taylor Swift, og fóru myndavélarnar varla af þeim í sigurhátíðinni. Swift hefur verið mjög dugleg að mæta á leiki liðsins og þó að hún hafi ekki viljað skemmta í hálfleik á Super Bowl þá má búast við henni i stúkunni á Super Bowl í leiknum í Las Vegas eftir tæpar tvær vikur. Travis and Taylor pic.twitter.com/9FlGKczWd4— NFL (@NFL) January 28, 2024 NFL Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Körfubolti Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf Fleiri fréttir Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Sjá meira
Chiefs vann 17-10 sigur á Baltimore Ravens á útivelli þar sem öll stigin í leiknum, nema eitt vallarmark frá Ravens, komu í fyrri hálfleiknum. Þetta verður í fjórða sinn á fimm árum þar sem Patrick Mahomes og félagar fara alla leið í leikinn um Ofurskálina. Það var mun meiri dramatík í hinum leiknum þar sem San Francisco 49ers gróf stig upp úr stórri holu og vann 34-31 endurkomusigur á Detriot Lions. 49ers vs. Chiefs in Las Vegas! #SBLVIII pic.twitter.com/ARHIwQBaia— NFL (@NFL) January 29, 2024 Lions liðið hefur komið mjög á óvart í vetur og var komið í 24-7 fyrir hálfleik. 49ers menn sýndu mikla seiglu með að koma til baka en miklu munaði um sautján stig liðsins á mögnuðum átta mínútna kafla. Detoit hefur aldrei spilað í Super Bowl og var svo ótrúlega nálægt því. Liðið tók tvisvar áhættuna á því að reyna við fjórðu tilraun í stað þess að reyna við vallarmark og það reyndist á endanum dýrkeypt. 49ers var á heimavelli og sigurstranglegra fyrir fram en útlitið var svo sannarlega svart um tíma. Liðið er aftur á móti stórhættulegt þegar það kemst á ferðina. 49ers fær nú tækifæri til að hefna fyrir tap á móti Chiefs í Super Bowl fyrir fimm árum. Mr. Irrelevant is Super Bowl bound pic.twitter.com/7EQbjqrGe2— NFL (@NFL) January 29, 2024 Baltimore Ravens var með besta árangurinn í deildinni og allt bendir til þess að leikstjórnandinn Lamar Jackson verði kosinn mikilvægasti leikmaður tímabilsins. Enn á ný ganga hlutirnir hins vegar ekki upp hjá liðinu í úrslitakeppninni. Chiefs liðið, sem varð meistari í fyrra, hefur ekki verið sannfærandi í vetur en er að koma upp á hárréttum tíma. Travis Kelce skoraði fyrra snertimark Chiefs og greip alls ellefu bolta frá Patrick Mahomes í leiknum. Með því setti Kelce met yfir flesta gripnar sendingar í sögu úrslitakeppni NFL. Kelce fagnaði í leikslok með kærustu sinni, tónlistastjörnunni Taylor Swift, og fóru myndavélarnar varla af þeim í sigurhátíðinni. Swift hefur verið mjög dugleg að mæta á leiki liðsins og þó að hún hafi ekki viljað skemmta í hálfleik á Super Bowl þá má búast við henni i stúkunni á Super Bowl í leiknum í Las Vegas eftir tæpar tvær vikur. Travis and Taylor pic.twitter.com/9FlGKczWd4— NFL (@NFL) January 28, 2024
NFL Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Körfubolti Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf Fleiri fréttir Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Sjá meira