Í Instagram færslu Varlega segir að slíkar töflur séu seldar eins og Oxycontin en innihaldi í raun eitthvað annað og hættulegra efni.
Kristinn Ingvarsson, annar stofnenda Varlega, segir hægara sagt en gert fyrir meðalmanninn að sjá muninn á Oxycontin-töflu og mengaðri Oxycontin-töflu. „Það sem við erum að sjá núna er að þetta eru heimapressaðar pillur sem eru látnar líta alveg eins út og Oxy,“ segir Kristinn.
Hann segir innbyrðingu Oxycontin menguðu af fentanýli geta leitt til ofskömmtunar. Sem betur fer séu engin staðfest ofskömmtunartilfelli síðan þeim barst ábending um að mögulega væru menguð efni í umferð.
„Það er best að vera fyrirbyggjandi og skima fyrir skaðlega efninu, sem er í þessu tilfelli fentanýl,“ segir Kristinn, aðspurður hvernig skal bregðast við vakni grunur um að menguð Oxy-tafla hafi verið innbyrt.
Þá segir hann bestu neyðarvörnina í slíku tilfelli vera nefúðinn Nalaxon sem á að innbyrða við ofskömmtun ópíóða. Kristinn vekur athygli á að nefúðann auk fentanýlprófa er hægt að nálgast ókeypis hjá Frú Ragnheiði.