Biðlar til fólks að sýna samfélagslega ábyrgð Rafn Ágúst Ragnarsson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 26. janúar 2024 21:13 Pétur Rúðrík Guðmundsson er í hópi þeirra Grindvíkinga sem standa fyrir undirskriftasöfnuninni. Stöð 2 Hópur Grindvíkinga hefur hafið undirskriftasöfnun á Ísland.is þar sem þess er krafist að Grindvíkingar fái að halda borgaralegan fund með bæjarstjórninni um þær aðgerðir sem eru í smíðum fyrir Grindvíkinga. Kristín Linda Jónsdóttir er í þessum hópi og hún segir sjálfsagt að efnt sé til slíks fundar þar sem bæjarbúar geti átt í beinum samskiptum við kjörna fulltrúa sína. „Staðan er sú að allar eigur okkar og framtíðarlífsgæði eru undir. Þess vegna finnst okkur sjálfsagt að við fáum tækifæri til þess sem allra flest að koma og eiga í milliliðalausu samtali við fólkið sem var kjörið í bæjarstjórnina okkar,“ segir Kristín. Grindvíkingurinn Pétur Rúðrik Guðmundsson segir aðkallandi að hlustað sé á vilja bæjarbúa. „Það er svo mikilvægt þar sem þau eru að tala fyrir okkar hönd að þau heyri hvað okkur langar til að sé gert í þessum viðræðum. Það er aðallega að við fáum að segja okkar og þau heyri í okkur,“ segir Pétur. Er verið að tala um að bæjarbúar taki þátt í að smíða lausnir? „Algjörlega. Okkur finnst eðlilegt að verði búinn til einhvers konar grasrótarhópur sem væri til samráðs og ráðgjafar ef bæjarstjórnir óskar eftir því. Margar hendur vinna létt verk,“ segir Kristín. Pétur segir Grindvíkinga hafa verið að finna fyrir hækkandi leiguverði. Hann hvetur fólk til að sýna Grindvíkingum sanngirni. „Það hefur verið svolítið mikið vandamál að finna leiguhúsnæði. Það hefur verið að hækka, við höfum séð það. Það væri flott ef fólk myndi horfa í samfélagslega ábyrgð með það og horfa til þess að hafa leiguna í góðu verði fyrir okkur. Það væri vel þegið,“ segir hann. Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Sjá meira
Kristín Linda Jónsdóttir er í þessum hópi og hún segir sjálfsagt að efnt sé til slíks fundar þar sem bæjarbúar geti átt í beinum samskiptum við kjörna fulltrúa sína. „Staðan er sú að allar eigur okkar og framtíðarlífsgæði eru undir. Þess vegna finnst okkur sjálfsagt að við fáum tækifæri til þess sem allra flest að koma og eiga í milliliðalausu samtali við fólkið sem var kjörið í bæjarstjórnina okkar,“ segir Kristín. Grindvíkingurinn Pétur Rúðrik Guðmundsson segir aðkallandi að hlustað sé á vilja bæjarbúa. „Það er svo mikilvægt þar sem þau eru að tala fyrir okkar hönd að þau heyri hvað okkur langar til að sé gert í þessum viðræðum. Það er aðallega að við fáum að segja okkar og þau heyri í okkur,“ segir Pétur. Er verið að tala um að bæjarbúar taki þátt í að smíða lausnir? „Algjörlega. Okkur finnst eðlilegt að verði búinn til einhvers konar grasrótarhópur sem væri til samráðs og ráðgjafar ef bæjarstjórnir óskar eftir því. Margar hendur vinna létt verk,“ segir Kristín. Pétur segir Grindvíkinga hafa verið að finna fyrir hækkandi leiguverði. Hann hvetur fólk til að sýna Grindvíkingum sanngirni. „Það hefur verið svolítið mikið vandamál að finna leiguhúsnæði. Það hefur verið að hækka, við höfum séð það. Það væri flott ef fólk myndi horfa í samfélagslega ábyrgð með það og horfa til þess að hafa leiguna í góðu verði fyrir okkur. Það væri vel þegið,“ segir hann.
Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Sjá meira