Skoða að nota skattalega hvata til að auka framboð á húsnæði Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 26. janúar 2024 20:01 Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar-og viðskiptaráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Vísir/Hjalti Verið er að undirbúa fjölda aðgerða til að auka framboð á húsnæði fyrir Grindvíkinga að sögn ráðherra í ríkisstjórninni. Þær miði að því að halda niðri verðbólgu. Forsætisráðherra segir ekki búið að ákveða hvort förgunargjald í altjóni verði afnumið en áhersla sé lögð á jafnræði íbúa. Flest mál á ríkisstjórnarfundi í morgun sneru að Grindavík. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir fjölda aðgerða í mótun sem miði að því að koma Grindvíkingum í skjól. „Við ætlum að leysa Grindvíka undan skuldbindingum sínum í íbúðarhúsnæði í Grindavík. Við erum enn að skoða mögulegar leiðir en það er enn óbreytt áætlun að því leiti að við væntum þess að frumvarp sem taki á málinu verði kynnt í byrjun febrúar og ég hef trú á því að það gangi eftir,“ segir Katrín. Enn sé ekki búið að ákveða, hvort förgunargjald sem húseiganda ber að greiða þegar altjón verður á húsnæði, verði afnumið. „Það liggur ekki fyrir endanlega niðurstaða varðandi það en grundvöllur okkar tillagna er að tryggja jafnræði meðal íbúa í Grindavík,“ segir Katrín. Fjöldi frumvarpa og aðgerða í vinnslu Nú þegar eru sjö frumvörp sem snerta Grindavík komin fram og fleiri eru í bígerð. Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar-og viðskiptaráðherra er meðal þeirra sem undirbýr nokkur slík. Hún segir afar mikilvægt að auka framboð á húsnæði svo verðbólga fari ekki á skrið. „Við erum með átta aðgerðir sem eiga að auka framboð á íbúðum hér á höfuðborgarsvæðinu. Við erum með nokkur frumvörp í smíðum, eitt miðar að því að endurskilgreina þær íbúðir sem hafa verið skráðar sem íbúðahúsnæði en eru svo í raun og veru notaðar í atvinnuskyni. Í öðru lagi erum við að fara að auka eftirlit með þessum markaði og koma fram með skattalega hvata svo fleiri íbúðir komi í umferð og sölu,“ segir Lilja. Unnið að lausn fyrir ferðaþjónustuna Þá sé unnið að lausnum fyrir ferðaþjónustuna á svæðinu. Bláa lónið sé meðal fyrirtækja sem þurfi að grípa vegna ástandsins. „Bláa lónið er mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn þannig að lokun þar getur haft áhrif á fjölda þeirra sem heimsækja landið. . Auðvitað erum við alltaf að hugsa um öryggi fólks en líka að reyna að vinna með þessa áhættu á ábyrgan hátt,“ segir Lilja að lokum. Grindavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Ursula von der Leyen kemur til Íslands Innlent Fleiri fréttir Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjá meira
Flest mál á ríkisstjórnarfundi í morgun sneru að Grindavík. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir fjölda aðgerða í mótun sem miði að því að koma Grindvíkingum í skjól. „Við ætlum að leysa Grindvíka undan skuldbindingum sínum í íbúðarhúsnæði í Grindavík. Við erum enn að skoða mögulegar leiðir en það er enn óbreytt áætlun að því leiti að við væntum þess að frumvarp sem taki á málinu verði kynnt í byrjun febrúar og ég hef trú á því að það gangi eftir,“ segir Katrín. Enn sé ekki búið að ákveða, hvort förgunargjald sem húseiganda ber að greiða þegar altjón verður á húsnæði, verði afnumið. „Það liggur ekki fyrir endanlega niðurstaða varðandi það en grundvöllur okkar tillagna er að tryggja jafnræði meðal íbúa í Grindavík,“ segir Katrín. Fjöldi frumvarpa og aðgerða í vinnslu Nú þegar eru sjö frumvörp sem snerta Grindavík komin fram og fleiri eru í bígerð. Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar-og viðskiptaráðherra er meðal þeirra sem undirbýr nokkur slík. Hún segir afar mikilvægt að auka framboð á húsnæði svo verðbólga fari ekki á skrið. „Við erum með átta aðgerðir sem eiga að auka framboð á íbúðum hér á höfuðborgarsvæðinu. Við erum með nokkur frumvörp í smíðum, eitt miðar að því að endurskilgreina þær íbúðir sem hafa verið skráðar sem íbúðahúsnæði en eru svo í raun og veru notaðar í atvinnuskyni. Í öðru lagi erum við að fara að auka eftirlit með þessum markaði og koma fram með skattalega hvata svo fleiri íbúðir komi í umferð og sölu,“ segir Lilja. Unnið að lausn fyrir ferðaþjónustuna Þá sé unnið að lausnum fyrir ferðaþjónustuna á svæðinu. Bláa lónið sé meðal fyrirtækja sem þurfi að grípa vegna ástandsins. „Bláa lónið er mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn þannig að lokun þar getur haft áhrif á fjölda þeirra sem heimsækja landið. . Auðvitað erum við alltaf að hugsa um öryggi fólks en líka að reyna að vinna með þessa áhættu á ábyrgan hátt,“ segir Lilja að lokum.
Grindavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Ursula von der Leyen kemur til Íslands Innlent Fleiri fréttir Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjá meira