Skoða að nota skattalega hvata til að auka framboð á húsnæði Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 26. janúar 2024 20:01 Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar-og viðskiptaráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Vísir/Hjalti Verið er að undirbúa fjölda aðgerða til að auka framboð á húsnæði fyrir Grindvíkinga að sögn ráðherra í ríkisstjórninni. Þær miði að því að halda niðri verðbólgu. Forsætisráðherra segir ekki búið að ákveða hvort förgunargjald í altjóni verði afnumið en áhersla sé lögð á jafnræði íbúa. Flest mál á ríkisstjórnarfundi í morgun sneru að Grindavík. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir fjölda aðgerða í mótun sem miði að því að koma Grindvíkingum í skjól. „Við ætlum að leysa Grindvíka undan skuldbindingum sínum í íbúðarhúsnæði í Grindavík. Við erum enn að skoða mögulegar leiðir en það er enn óbreytt áætlun að því leiti að við væntum þess að frumvarp sem taki á málinu verði kynnt í byrjun febrúar og ég hef trú á því að það gangi eftir,“ segir Katrín. Enn sé ekki búið að ákveða, hvort förgunargjald sem húseiganda ber að greiða þegar altjón verður á húsnæði, verði afnumið. „Það liggur ekki fyrir endanlega niðurstaða varðandi það en grundvöllur okkar tillagna er að tryggja jafnræði meðal íbúa í Grindavík,“ segir Katrín. Fjöldi frumvarpa og aðgerða í vinnslu Nú þegar eru sjö frumvörp sem snerta Grindavík komin fram og fleiri eru í bígerð. Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar-og viðskiptaráðherra er meðal þeirra sem undirbýr nokkur slík. Hún segir afar mikilvægt að auka framboð á húsnæði svo verðbólga fari ekki á skrið. „Við erum með átta aðgerðir sem eiga að auka framboð á íbúðum hér á höfuðborgarsvæðinu. Við erum með nokkur frumvörp í smíðum, eitt miðar að því að endurskilgreina þær íbúðir sem hafa verið skráðar sem íbúðahúsnæði en eru svo í raun og veru notaðar í atvinnuskyni. Í öðru lagi erum við að fara að auka eftirlit með þessum markaði og koma fram með skattalega hvata svo fleiri íbúðir komi í umferð og sölu,“ segir Lilja. Unnið að lausn fyrir ferðaþjónustuna Þá sé unnið að lausnum fyrir ferðaþjónustuna á svæðinu. Bláa lónið sé meðal fyrirtækja sem þurfi að grípa vegna ástandsins. „Bláa lónið er mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn þannig að lokun þar getur haft áhrif á fjölda þeirra sem heimsækja landið. . Auðvitað erum við alltaf að hugsa um öryggi fólks en líka að reyna að vinna með þessa áhættu á ábyrgan hátt,“ segir Lilja að lokum. Grindavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Eldgos og jarðhræringar Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Fleiri fréttir Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sjá meira
Flest mál á ríkisstjórnarfundi í morgun sneru að Grindavík. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir fjölda aðgerða í mótun sem miði að því að koma Grindvíkingum í skjól. „Við ætlum að leysa Grindvíka undan skuldbindingum sínum í íbúðarhúsnæði í Grindavík. Við erum enn að skoða mögulegar leiðir en það er enn óbreytt áætlun að því leiti að við væntum þess að frumvarp sem taki á málinu verði kynnt í byrjun febrúar og ég hef trú á því að það gangi eftir,“ segir Katrín. Enn sé ekki búið að ákveða, hvort förgunargjald sem húseiganda ber að greiða þegar altjón verður á húsnæði, verði afnumið. „Það liggur ekki fyrir endanlega niðurstaða varðandi það en grundvöllur okkar tillagna er að tryggja jafnræði meðal íbúa í Grindavík,“ segir Katrín. Fjöldi frumvarpa og aðgerða í vinnslu Nú þegar eru sjö frumvörp sem snerta Grindavík komin fram og fleiri eru í bígerð. Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar-og viðskiptaráðherra er meðal þeirra sem undirbýr nokkur slík. Hún segir afar mikilvægt að auka framboð á húsnæði svo verðbólga fari ekki á skrið. „Við erum með átta aðgerðir sem eiga að auka framboð á íbúðum hér á höfuðborgarsvæðinu. Við erum með nokkur frumvörp í smíðum, eitt miðar að því að endurskilgreina þær íbúðir sem hafa verið skráðar sem íbúðahúsnæði en eru svo í raun og veru notaðar í atvinnuskyni. Í öðru lagi erum við að fara að auka eftirlit með þessum markaði og koma fram með skattalega hvata svo fleiri íbúðir komi í umferð og sölu,“ segir Lilja. Unnið að lausn fyrir ferðaþjónustuna Þá sé unnið að lausnum fyrir ferðaþjónustuna á svæðinu. Bláa lónið sé meðal fyrirtækja sem þurfi að grípa vegna ástandsins. „Bláa lónið er mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn þannig að lokun þar getur haft áhrif á fjölda þeirra sem heimsækja landið. . Auðvitað erum við alltaf að hugsa um öryggi fólks en líka að reyna að vinna með þessa áhættu á ábyrgan hátt,“ segir Lilja að lokum.
Grindavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Eldgos og jarðhræringar Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Fleiri fréttir Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sjá meira