Íslendingur handtekinn fyrir að ljúga um árás á Tenerife Jón Þór Stefánsson skrifar 26. janúar 2024 13:33 Maðurinn, sem er 66 ára gamall, var handtekinn á hótelinu sínu á suðurhluta eyjunnar. Getty Íslenskur ferðamaður á Tenerife hefur verið handtekinn grunaður um ljúga til um árás sem hann sagðist hafa orðið fyrir og reyna svíkja út fé vegna þess. Um er að ræða karlmann sem er 66 ára gamall, en handtakan fór fram á hóteli mannsins á suðurhluta eyjunnar. Staðarblaðið Canarian Weekly fjallar um málið, en miðillinn segir að Íslendingurinn hafi tjáð lögreglu að hann hafi verið fórnarlamb ofbeldisfullrar árásar þar sem að greiðlukorti hans hafi verið stolið. Í kjölfarið hafi átta þúsund evrur verið teknar út af bankareikningi hans, en það jafngildir tæplega 1,2 milljónum króna. Fram kemur að lögregla hafi tekið mál mannsins til rannsóknar og kannað hvar úttektin á þessum átta þúsund evrum átt sér stað. Það var á næturklúbbi. Í kjölfarið ræddi lögregla við starfsfólk skemmtistaðarins og önnur vitni sem voru á staðnum þegar úttektirnar voru gerðar. Sú rannsókn er sögð hafa leitt í ljós að Íslendingurinn hafi varið nokkrum klukkustundum á klúbbnum þar sem hann hafi keypt ótilgreinda þjónustu og þar að auki verið gjafmildur við aðra gesti staðarins. Eftir frekari rannsókn fór lögregla á hótelið þar sem maðurinn dvaldi og handtók hann fyrir að ljúga til um árásina og segjast vera fórnarlamb saknæmar háttsemi. Fram kemur í frétt Canarian Weekly að maðurinn gæti átt yfir höfði sér sex til tólf mánaða fangelsisdóm, og þá mætti einnig búast við sektum vegna meintrar háttsemi sinnar. Veistu meira um málið? Vísir tekur við ábendingum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Íslendingar erlendis Spánn Lögreglumál Erlend sakamál Kanaríeyjar Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Fleiri fréttir Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Sjá meira
Staðarblaðið Canarian Weekly fjallar um málið, en miðillinn segir að Íslendingurinn hafi tjáð lögreglu að hann hafi verið fórnarlamb ofbeldisfullrar árásar þar sem að greiðlukorti hans hafi verið stolið. Í kjölfarið hafi átta þúsund evrur verið teknar út af bankareikningi hans, en það jafngildir tæplega 1,2 milljónum króna. Fram kemur að lögregla hafi tekið mál mannsins til rannsóknar og kannað hvar úttektin á þessum átta þúsund evrum átt sér stað. Það var á næturklúbbi. Í kjölfarið ræddi lögregla við starfsfólk skemmtistaðarins og önnur vitni sem voru á staðnum þegar úttektirnar voru gerðar. Sú rannsókn er sögð hafa leitt í ljós að Íslendingurinn hafi varið nokkrum klukkustundum á klúbbnum þar sem hann hafi keypt ótilgreinda þjónustu og þar að auki verið gjafmildur við aðra gesti staðarins. Eftir frekari rannsókn fór lögregla á hótelið þar sem maðurinn dvaldi og handtók hann fyrir að ljúga til um árásina og segjast vera fórnarlamb saknæmar háttsemi. Fram kemur í frétt Canarian Weekly að maðurinn gæti átt yfir höfði sér sex til tólf mánaða fangelsisdóm, og þá mætti einnig búast við sektum vegna meintrar háttsemi sinnar. Veistu meira um málið? Vísir tekur við ábendingum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Íslendingar erlendis Spánn Lögreglumál Erlend sakamál Kanaríeyjar Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Fleiri fréttir Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Sjá meira