Íslendingur handtekinn fyrir að ljúga um árás á Tenerife Jón Þór Stefánsson skrifar 26. janúar 2024 13:33 Maðurinn, sem er 66 ára gamall, var handtekinn á hótelinu sínu á suðurhluta eyjunnar. Getty Íslenskur ferðamaður á Tenerife hefur verið handtekinn grunaður um ljúga til um árás sem hann sagðist hafa orðið fyrir og reyna svíkja út fé vegna þess. Um er að ræða karlmann sem er 66 ára gamall, en handtakan fór fram á hóteli mannsins á suðurhluta eyjunnar. Staðarblaðið Canarian Weekly fjallar um málið, en miðillinn segir að Íslendingurinn hafi tjáð lögreglu að hann hafi verið fórnarlamb ofbeldisfullrar árásar þar sem að greiðlukorti hans hafi verið stolið. Í kjölfarið hafi átta þúsund evrur verið teknar út af bankareikningi hans, en það jafngildir tæplega 1,2 milljónum króna. Fram kemur að lögregla hafi tekið mál mannsins til rannsóknar og kannað hvar úttektin á þessum átta þúsund evrum átt sér stað. Það var á næturklúbbi. Í kjölfarið ræddi lögregla við starfsfólk skemmtistaðarins og önnur vitni sem voru á staðnum þegar úttektirnar voru gerðar. Sú rannsókn er sögð hafa leitt í ljós að Íslendingurinn hafi varið nokkrum klukkustundum á klúbbnum þar sem hann hafi keypt ótilgreinda þjónustu og þar að auki verið gjafmildur við aðra gesti staðarins. Eftir frekari rannsókn fór lögregla á hótelið þar sem maðurinn dvaldi og handtók hann fyrir að ljúga til um árásina og segjast vera fórnarlamb saknæmar háttsemi. Fram kemur í frétt Canarian Weekly að maðurinn gæti átt yfir höfði sér sex til tólf mánaða fangelsisdóm, og þá mætti einnig búast við sektum vegna meintrar háttsemi sinnar. Veistu meira um málið? Vísir tekur við ábendingum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Íslendingar erlendis Spánn Lögreglumál Erlend sakamál Kanaríeyjar Mest lesið Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Staðarblaðið Canarian Weekly fjallar um málið, en miðillinn segir að Íslendingurinn hafi tjáð lögreglu að hann hafi verið fórnarlamb ofbeldisfullrar árásar þar sem að greiðlukorti hans hafi verið stolið. Í kjölfarið hafi átta þúsund evrur verið teknar út af bankareikningi hans, en það jafngildir tæplega 1,2 milljónum króna. Fram kemur að lögregla hafi tekið mál mannsins til rannsóknar og kannað hvar úttektin á þessum átta þúsund evrum átt sér stað. Það var á næturklúbbi. Í kjölfarið ræddi lögregla við starfsfólk skemmtistaðarins og önnur vitni sem voru á staðnum þegar úttektirnar voru gerðar. Sú rannsókn er sögð hafa leitt í ljós að Íslendingurinn hafi varið nokkrum klukkustundum á klúbbnum þar sem hann hafi keypt ótilgreinda þjónustu og þar að auki verið gjafmildur við aðra gesti staðarins. Eftir frekari rannsókn fór lögregla á hótelið þar sem maðurinn dvaldi og handtók hann fyrir að ljúga til um árásina og segjast vera fórnarlamb saknæmar háttsemi. Fram kemur í frétt Canarian Weekly að maðurinn gæti átt yfir höfði sér sex til tólf mánaða fangelsisdóm, og þá mætti einnig búast við sektum vegna meintrar háttsemi sinnar. Veistu meira um málið? Vísir tekur við ábendingum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Íslendingar erlendis Spánn Lögreglumál Erlend sakamál Kanaríeyjar Mest lesið Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira