Enski boltinn

Chicharito fékk sæta kveðju frá Sir Alex

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Javier Hernandez fagnar einu af mörkum sínum fyrir Manchester United ásamt Wayne Rooney.
Javier Hernandez fagnar einu af mörkum sínum fyrir Manchester United ásamt Wayne Rooney. Getty/Clive Mason

Mexíkóinn Javier Hernandez er búinn að loka hringnum á löngum ferli sínum.

Hernandez sem er þekktastur undir gælunafninu Chicharito, samdi á dögunum við æskuklúbbinn sinn Chivas í Mexíkó.

Chicharito er 35 ára framherji sem hefur spilað í Evrópu og Bandaríkjunum undanfarin fjórtán ár. Hann lék síðast með bandaríska liðinu LA Galaxy en var síðast hjá Sevilla í Evrópuboltanum.

Þekktastur er hann þó fyrir tíma sinn hjá Manchester United sem síðan lánaði hann líka í eitt tímabil til Real Madrid.

Sir Alex Ferguson var knattspyrnustjórinn sem uppgötvaði mexíkóska framherjann og kom með hann til Evrópu.

Hjá United skoraði Chicharito 37 mörk í 103 leikjum í ensku úrvalsdeildinni og alls 59 mörk í öllum keppnum. Hann varð tvisvar sinnum ensku meistari með félaginu.

Ferguson var ánægður með að sjá strákinn loka hringnum á ferli sínum og sendi honum sæta kveðju sem má sjá hér fyrir neðan. Ef Instagram færslan birtist ekki er gott ráð að endurhlaða fréttina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×