Halldór Karl: Aganefnd KKÍ tekur mál Ragnars mögulega fyrir í maí Andri Már Eggertsson skrifar 25. janúar 2024 22:20 Halldór Karl Þórsson, þjálfari Hamars, var svekktur eftir tap gegn Haukum Vísir/Hulda Margrét Halldór Karl Þórsson, þjálfari Hamars, var hundfúll eftir eins stigs tap gegn Haukum á heimavelli. Hamar hefur tapað öllum fimmtán leikjunum í Subway-deildinni. Halldór var einnig allt annað en sáttur út í vinnubrögð KKÍ. „Mér er drullusama um að við höfum verið að tapa fimmtánda leiknum í röð. Í kvöld töpuðum við með einu stigi og það var leiðinlegt að tapa þessum. Ég nenni ekki að horfa til baka og tala um síðustu leiki. Þetta var leiðinlegt og ég held að það sé auðvelt svar að segja að það hafi verið leiðinlegt að tapa,“ sagði Halldór Karl svekktur eftir leik. Halldór Karl var ánægður með fyrri hálfleik liðsins þar sem Hamar gerði síðustu tíu stigin og var fjórum stigum yfir í hálfleik. „Það var margt flott í fyrri hálfleik. Það var barátta í þessum leikmönnum sem ég er með. Við gerðum rosalega vel gegn þeim á hálfum velli. Haukar geta bara skorað á opnum velli og þannig leggur maður upp leikinn gegn þeim. Ef þú nærð að koma í veg fyrir að Kaninn hjá Haukum skori á opnum velli þá gerir hann ekki neitt.“ Lokamínúturnar voru æsispennandi en Halldór fann fyrir að hans menn voru þreyttir enda spilaði hann mest á fimm leikmönnum. „Við vorum að hlaupa á fimm mönnum en Haukar fóru dýpra á bekkinn og við fengum ekki mikið frá bekknum enda var það mín ákvörðun að spila á fáum leikmönnum.“ Halldór Karl nýtti tækifærið og hrósaði dómurunum fyrir vel dæmdan leik og sagði að þetta hafi verið besta dómgæsla sem hann hafi fengið í vetur. „Þetta var langbesta dómgæsla sem við höfum fengið í vetur og við höfum fengið allskonar dúdda hingað og þetta var virkilega vel dæmdur leikur. Þvílíkur munur að hafa fengið svona sendingu og við erum ekki eftir leik að pæla í einhverjum dómum. Ég er ótrúlega ánægður þegar að við fáum svona dómara sem koma með gæði inn í leikinn.“ Ummæli Ragnars Nathanaelsson um dómara í leik Keflavíkur og Hamars rataði inn á borð aganefndar KKÍ. Í kjölfarið neitaði Halldór Karl að tala við fjölmiðla en kom í viðtal eftir leik kvöldsins og var allt annað en sáttur með vinnubrögð KKÍ þar sem þetta hefur tekið alltof langan tíma. „Þessi mál eru einhvers staðar í bunka hjá KKÍ. Það er fáránlegt að við höfum ekki fengið að vita neitt um þetta. Við vorum ekki í fjölmiðlabanni heldur að vekja athygli bæði á að KKÍ hafi kært þetta og Stöð 2 Sport að hafa klikkað á þessu. Það skapaði umræðu að við höfum ekki mætt í viðtöl sem við vildum þar sem okkur finnst þetta ekki vera sanngjarnt.“ „KKÍ tekur þetta fyrir kannski í maí eða eitthvað. Það væri voðalega gott að fara að dæma í þessu þar sem það er langt síðan gögnin komu til þeirra.“ „Á miðvikudagskvöldum bíðum við eftir tölvupósti þegar að við höfum gert allan undirbúning fyrir leik um hvort Ragnar verði með liðinu. Hann er eini stóri leikmaðurinn okkar og þá verð ég bara að kalla liðið saman um kvöldið og segja þeim að gleyma öllu sem við höfum unnið í. Við verðum að fara að fá eitthvað út úr þessu strax,“ sagði Halldór Karl Þórsson að lokum. Subway-deild karla Hamar Mest lesið Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Formúla 1 Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Tap hjá Íslendingaliðunum Handbolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Gagnrýnir Kyrie Irving fyrir að reyna koma í veg fyrir endurkomu NBA-deildarinnar Körfubolti Baráttan um HM-gullskóinn: Kane leiðir með tveimur mörkum Fótbolti Rifjuðu upp þegar Gummi spurði strákana eftir tvær umferðir hvort KR gæti orðið meistari Íslenski boltinn Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Patrekur bætti Íslandsmet í Tókýó Sport Fleiri fréttir Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Vålerenga fór illa að ráði sínu Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Daníel lokaði markinu í Skógarseli Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Rændur á meðan hann var að spila fyrsta leikinn sinn í NFL Manchester United með lið í NBA Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Sjá meira
„Mér er drullusama um að við höfum verið að tapa fimmtánda leiknum í röð. Í kvöld töpuðum við með einu stigi og það var leiðinlegt að tapa þessum. Ég nenni ekki að horfa til baka og tala um síðustu leiki. Þetta var leiðinlegt og ég held að það sé auðvelt svar að segja að það hafi verið leiðinlegt að tapa,“ sagði Halldór Karl svekktur eftir leik. Halldór Karl var ánægður með fyrri hálfleik liðsins þar sem Hamar gerði síðustu tíu stigin og var fjórum stigum yfir í hálfleik. „Það var margt flott í fyrri hálfleik. Það var barátta í þessum leikmönnum sem ég er með. Við gerðum rosalega vel gegn þeim á hálfum velli. Haukar geta bara skorað á opnum velli og þannig leggur maður upp leikinn gegn þeim. Ef þú nærð að koma í veg fyrir að Kaninn hjá Haukum skori á opnum velli þá gerir hann ekki neitt.“ Lokamínúturnar voru æsispennandi en Halldór fann fyrir að hans menn voru þreyttir enda spilaði hann mest á fimm leikmönnum. „Við vorum að hlaupa á fimm mönnum en Haukar fóru dýpra á bekkinn og við fengum ekki mikið frá bekknum enda var það mín ákvörðun að spila á fáum leikmönnum.“ Halldór Karl nýtti tækifærið og hrósaði dómurunum fyrir vel dæmdan leik og sagði að þetta hafi verið besta dómgæsla sem hann hafi fengið í vetur. „Þetta var langbesta dómgæsla sem við höfum fengið í vetur og við höfum fengið allskonar dúdda hingað og þetta var virkilega vel dæmdur leikur. Þvílíkur munur að hafa fengið svona sendingu og við erum ekki eftir leik að pæla í einhverjum dómum. Ég er ótrúlega ánægður þegar að við fáum svona dómara sem koma með gæði inn í leikinn.“ Ummæli Ragnars Nathanaelsson um dómara í leik Keflavíkur og Hamars rataði inn á borð aganefndar KKÍ. Í kjölfarið neitaði Halldór Karl að tala við fjölmiðla en kom í viðtal eftir leik kvöldsins og var allt annað en sáttur með vinnubrögð KKÍ þar sem þetta hefur tekið alltof langan tíma. „Þessi mál eru einhvers staðar í bunka hjá KKÍ. Það er fáránlegt að við höfum ekki fengið að vita neitt um þetta. Við vorum ekki í fjölmiðlabanni heldur að vekja athygli bæði á að KKÍ hafi kært þetta og Stöð 2 Sport að hafa klikkað á þessu. Það skapaði umræðu að við höfum ekki mætt í viðtöl sem við vildum þar sem okkur finnst þetta ekki vera sanngjarnt.“ „KKÍ tekur þetta fyrir kannski í maí eða eitthvað. Það væri voðalega gott að fara að dæma í þessu þar sem það er langt síðan gögnin komu til þeirra.“ „Á miðvikudagskvöldum bíðum við eftir tölvupósti þegar að við höfum gert allan undirbúning fyrir leik um hvort Ragnar verði með liðinu. Hann er eini stóri leikmaðurinn okkar og þá verð ég bara að kalla liðið saman um kvöldið og segja þeim að gleyma öllu sem við höfum unnið í. Við verðum að fara að fá eitthvað út úr þessu strax,“ sagði Halldór Karl Þórsson að lokum.
Subway-deild karla Hamar Mest lesið Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Formúla 1 Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Tap hjá Íslendingaliðunum Handbolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Gagnrýnir Kyrie Irving fyrir að reyna koma í veg fyrir endurkomu NBA-deildarinnar Körfubolti Baráttan um HM-gullskóinn: Kane leiðir með tveimur mörkum Fótbolti Rifjuðu upp þegar Gummi spurði strákana eftir tvær umferðir hvort KR gæti orðið meistari Íslenski boltinn Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Patrekur bætti Íslandsmet í Tókýó Sport Fleiri fréttir Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Vålerenga fór illa að ráði sínu Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Daníel lokaði markinu í Skógarseli Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Rændur á meðan hann var að spila fyrsta leikinn sinn í NFL Manchester United með lið í NBA Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Sjá meira
Rifjuðu upp þegar Gummi spurði strákana eftir tvær umferðir hvort KR gæti orðið meistari Íslenski boltinn
Rifjuðu upp þegar Gummi spurði strákana eftir tvær umferðir hvort KR gæti orðið meistari Íslenski boltinn