„Fagna þessum sigri og bölva Gísla Marteini á sumardekkjunum“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. janúar 2024 22:14 Viðar Örn bölvaði umferðinni í Reykjavík eftir leik Þórs og Hattar í Þorlákshöfn í kvöld. Vísir/Bára Dröfn Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, var eðlilega kátur í leikslok eftir þriggja stiga útisigur liðsins gegn Þór Þorlákshöfn í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. „Mér líður bara ofboðslega vel. Við þurftu að hafa mikið fyrir þessu bæði á leiðinni og inni á vellinum þannig að þetta var bara geggjaður sigur,“ sagði Viðar, en seinka þurfti leiknum sökum þess að Hattarmenn og dómarar leiksins voru fastir í veðri og umferð á leiðinni í Þorlákshöfn. Sigur Hattar í kvöld var kannski ekki stór og Þórsarar voru aldrei langt undan, en þrátt fyrir það virtust gestirnir frá Egilsstöðum hafa nokkuð góða stjórn á leiknum frá upphafi til enda. „Ég var bara ánægður með það hvernig við framkvæmdum þetta. Við gerðum bara vel, stóðum saman og áttum mjög góð áhlaup. Við áttum frábæran fyrri hálfleik sóknarlega og svo þegar komu áhlaup á okkur og þeir hertu aðeins á sér varnarlega fannst mér við aðeins bogna, en samheldnin og liðsheildin kreisti þennan frábæra sigur fram.“ Eins og áður segir setti veður og umferð strik í reikninginn og leikur kvöldsins byrjaði seint. Ofan á það voru Hattarmenn aðeins með níu menn á skýrslu, sem gerir sigur þeirra enn sterkari. „Það eru meiðsli og veikindi hjá okkur. Við þurftum að koma hérna suður í gærkvöldi og taka aukanótt á hóteli og kannski er það bara gott fyrir okkur. Svo vorum við tvo klukkutíma frá hótelinu okkar og hingað þannig það voru allskonar áskoranir. Leiknum seinkað um 45 mínútur sem getur alveg raskað einbeitingunni, en það gerir það þá fyrir bæði lið. Mér fannst við bara gera þetta ofboðslega vel.“ Að lokum vildi Viðar ekki fara að hugsa strax um næsta leik, sem er gegn Hamri að viku liðinni. „Ég er bara hrikalega ánægður með þennan sigur og við þurfum að nýta þetta til að byggja upp sjálfstraust og vinna okkur í rétta átt. Ég mun fagna þessum sigri og bölva Gísla Marteini á sumardekkjunum spólandi einhversstaðar í Reykjavík þannig að það taki allt svona langan tíma. Ég held að hann ætti að halda bara fyrir nefið á sér þegar það er svifryk.“ „Þetta fór alveg ofboðslega í taugarnar á mér en strákarnir héldu haus. En við byrjum ekki að hugsa um Hamar fyrr en á mánudag eða þriðjudag. Við reynum bara að einbeita okkur að okkur. Ég þarf að vera í Reykjavík alla helgina þannig ég held að ég þurfi að dusta það af mér og ná geðheilsu áður en ég fer að einbeita mér að næsta leik,“ sagði Viðar að lokum. Subway-deild karla Höttur Þór Þorlákshöfn Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Þ. - Höttur 89-92 | Hattarmenn héldu út í Þorlákshöfn Höttur vann sterkan þriggja stiga sigur er liðið heimsótti Þór Þorlákshöfn í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 89-92. 25. janúar 2024 21:49 Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Leik lokið: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Sjá meira
„Mér líður bara ofboðslega vel. Við þurftu að hafa mikið fyrir þessu bæði á leiðinni og inni á vellinum þannig að þetta var bara geggjaður sigur,“ sagði Viðar, en seinka þurfti leiknum sökum þess að Hattarmenn og dómarar leiksins voru fastir í veðri og umferð á leiðinni í Þorlákshöfn. Sigur Hattar í kvöld var kannski ekki stór og Þórsarar voru aldrei langt undan, en þrátt fyrir það virtust gestirnir frá Egilsstöðum hafa nokkuð góða stjórn á leiknum frá upphafi til enda. „Ég var bara ánægður með það hvernig við framkvæmdum þetta. Við gerðum bara vel, stóðum saman og áttum mjög góð áhlaup. Við áttum frábæran fyrri hálfleik sóknarlega og svo þegar komu áhlaup á okkur og þeir hertu aðeins á sér varnarlega fannst mér við aðeins bogna, en samheldnin og liðsheildin kreisti þennan frábæra sigur fram.“ Eins og áður segir setti veður og umferð strik í reikninginn og leikur kvöldsins byrjaði seint. Ofan á það voru Hattarmenn aðeins með níu menn á skýrslu, sem gerir sigur þeirra enn sterkari. „Það eru meiðsli og veikindi hjá okkur. Við þurftum að koma hérna suður í gærkvöldi og taka aukanótt á hóteli og kannski er það bara gott fyrir okkur. Svo vorum við tvo klukkutíma frá hótelinu okkar og hingað þannig það voru allskonar áskoranir. Leiknum seinkað um 45 mínútur sem getur alveg raskað einbeitingunni, en það gerir það þá fyrir bæði lið. Mér fannst við bara gera þetta ofboðslega vel.“ Að lokum vildi Viðar ekki fara að hugsa strax um næsta leik, sem er gegn Hamri að viku liðinni. „Ég er bara hrikalega ánægður með þennan sigur og við þurfum að nýta þetta til að byggja upp sjálfstraust og vinna okkur í rétta átt. Ég mun fagna þessum sigri og bölva Gísla Marteini á sumardekkjunum spólandi einhversstaðar í Reykjavík þannig að það taki allt svona langan tíma. Ég held að hann ætti að halda bara fyrir nefið á sér þegar það er svifryk.“ „Þetta fór alveg ofboðslega í taugarnar á mér en strákarnir héldu haus. En við byrjum ekki að hugsa um Hamar fyrr en á mánudag eða þriðjudag. Við reynum bara að einbeita okkur að okkur. Ég þarf að vera í Reykjavík alla helgina þannig ég held að ég þurfi að dusta það af mér og ná geðheilsu áður en ég fer að einbeita mér að næsta leik,“ sagði Viðar að lokum.
Subway-deild karla Höttur Þór Þorlákshöfn Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Þ. - Höttur 89-92 | Hattarmenn héldu út í Þorlákshöfn Höttur vann sterkan þriggja stiga sigur er liðið heimsótti Þór Þorlákshöfn í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 89-92. 25. janúar 2024 21:49 Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Leik lokið: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Sjá meira
Leik lokið: Þór Þ. - Höttur 89-92 | Hattarmenn héldu út í Þorlákshöfn Höttur vann sterkan þriggja stiga sigur er liðið heimsótti Þór Þorlákshöfn í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 89-92. 25. janúar 2024 21:49