Dæmdur til dauða fyrir fjöldamorð í anime myndveri Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. janúar 2024 10:58 Aoba kveikti í anddyri myndversins og öskraði „dettið niður dauð“. Getty/Carl Court Japanskur karlmaður hefur verið dæmdur til dauða fyrir að hafa myrt 36 þegar hann kveikti í anime myndveri í borginni Kyoto árið 2019. Árásin er ein sú blóðugasta á síðustu árum í Japan og vakti mikla athygli og hrylling í Kyoto, þar sem glæpatíðni er lág. Maðurinn, sem heitir Shiji Aoba og er nú 45 ára gamall, réðst inn í Kyoto Animation, eða KyoAni, og hellti miklu magni bensíns niður í inngangi skrifstofanna sem hann kveikti síðan í. Fram kemur í umfjöllun Guardian að eftirlifendur hafi heyrt Aoba kalla „dettið niður dauð“ á meðan hann kveikti í. Eins og áður segir fórust 36 í árásinni og 32 til viðbótar slösuðust illa. Flest fórnarlambanna voru ung að árum en Aoba sjálfur fékk slæm brunasár, sem tók tæpt ár að meðhöndla. Stúdíóið hefur framleitt fjölda vinsælla anime-sería.Getty/Carl Court Aoba var ákærður í fimm liðum, meðal annars fyrir morð, tilraun til manndráps og fyrir íkveikju. Aoba hefur haldið fram sakleysi sínu og hafa lögmenn hans fullyrt að hann hafi verið í geðrofi þegar hann framdi glæpinn og þar með ekki sakhæfur. Dómarinn í málinu, sem kvað upp dóm á þriðjudag, sagði Aoba ekki hafa glímt við neitt á þeim tíma sem glæpurinn var framinn sem hafi takmarkað getu hans til að dæma milli réttra og rangra athafna. Aoba er sagður hafa framið árásina fullviss um að stúdíóið, sem er þekkt fyrir teiknimyndaþættina Violet Evergarden til að mynda, hafi stolið hugmyndum úr bók sem hann skrifaði. KyoAni hefur hafnað þessum ásökunum. Japan er eitt fárra ríkja í heiminum sem enn beitir dauðarefsingu. Þeir sem fá þann dóm eru iðulega sakfelldir fyrir fleira en eitt morð. Dauðadæmdir menn sitja iðulega í árafjöld í fangelsi áður en þeir eru teknir af lífi og oftast fá þeir aðeins nokkurra klukkustunda fyrirvara. Síðast var maður tekinn af lífi í Japan árið 2022 en hann var hengdur. Í desember síðastliðnum sátu 107 í fangelsi með dauðadóm á bakinu Bíó og sjónvarp Japan Erlend sakamál Tengdar fréttir Rúmlega þrjátíu nú taldir af eftir íkveikju í myndveri Rúmlega fertugur karlmaður sem talinn er hafa kveikt í myndverinu er sagður hafa hrópað „deyið“ þegar hann úðaði bensíni á bygginguna. 18. júlí 2019 14:15 Kveikt í japönsku myndveri Hið minnsta 23 eru látin og tugir slasaðir eftir íkveikju í japönsku teiknimyndamyndveri í Kyoto í Japan í nótt. 18. júlí 2019 06:45 Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Fleiri fréttir Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar Sjá meira
Árásin er ein sú blóðugasta á síðustu árum í Japan og vakti mikla athygli og hrylling í Kyoto, þar sem glæpatíðni er lág. Maðurinn, sem heitir Shiji Aoba og er nú 45 ára gamall, réðst inn í Kyoto Animation, eða KyoAni, og hellti miklu magni bensíns niður í inngangi skrifstofanna sem hann kveikti síðan í. Fram kemur í umfjöllun Guardian að eftirlifendur hafi heyrt Aoba kalla „dettið niður dauð“ á meðan hann kveikti í. Eins og áður segir fórust 36 í árásinni og 32 til viðbótar slösuðust illa. Flest fórnarlambanna voru ung að árum en Aoba sjálfur fékk slæm brunasár, sem tók tæpt ár að meðhöndla. Stúdíóið hefur framleitt fjölda vinsælla anime-sería.Getty/Carl Court Aoba var ákærður í fimm liðum, meðal annars fyrir morð, tilraun til manndráps og fyrir íkveikju. Aoba hefur haldið fram sakleysi sínu og hafa lögmenn hans fullyrt að hann hafi verið í geðrofi þegar hann framdi glæpinn og þar með ekki sakhæfur. Dómarinn í málinu, sem kvað upp dóm á þriðjudag, sagði Aoba ekki hafa glímt við neitt á þeim tíma sem glæpurinn var framinn sem hafi takmarkað getu hans til að dæma milli réttra og rangra athafna. Aoba er sagður hafa framið árásina fullviss um að stúdíóið, sem er þekkt fyrir teiknimyndaþættina Violet Evergarden til að mynda, hafi stolið hugmyndum úr bók sem hann skrifaði. KyoAni hefur hafnað þessum ásökunum. Japan er eitt fárra ríkja í heiminum sem enn beitir dauðarefsingu. Þeir sem fá þann dóm eru iðulega sakfelldir fyrir fleira en eitt morð. Dauðadæmdir menn sitja iðulega í árafjöld í fangelsi áður en þeir eru teknir af lífi og oftast fá þeir aðeins nokkurra klukkustunda fyrirvara. Síðast var maður tekinn af lífi í Japan árið 2022 en hann var hengdur. Í desember síðastliðnum sátu 107 í fangelsi með dauðadóm á bakinu
Bíó og sjónvarp Japan Erlend sakamál Tengdar fréttir Rúmlega þrjátíu nú taldir af eftir íkveikju í myndveri Rúmlega fertugur karlmaður sem talinn er hafa kveikt í myndverinu er sagður hafa hrópað „deyið“ þegar hann úðaði bensíni á bygginguna. 18. júlí 2019 14:15 Kveikt í japönsku myndveri Hið minnsta 23 eru látin og tugir slasaðir eftir íkveikju í japönsku teiknimyndamyndveri í Kyoto í Japan í nótt. 18. júlí 2019 06:45 Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Fleiri fréttir Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar Sjá meira
Rúmlega þrjátíu nú taldir af eftir íkveikju í myndveri Rúmlega fertugur karlmaður sem talinn er hafa kveikt í myndverinu er sagður hafa hrópað „deyið“ þegar hann úðaði bensíni á bygginguna. 18. júlí 2019 14:15
Kveikt í japönsku myndveri Hið minnsta 23 eru látin og tugir slasaðir eftir íkveikju í japönsku teiknimyndamyndveri í Kyoto í Japan í nótt. 18. júlí 2019 06:45