Real Madrid ýtti Man. City úr toppsætinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. janúar 2024 12:31 Toni Kroos og félagar í Real Madrid enduðu í efsta sæti tekjulistans. EPA-EFE/SERGIO PEREZ Real Madrid var það félag sem bjó til mestan pening í fótboltaheiminum á keppnistímabilinu 2022-23. Starfsmenn Deloitte hafa að venju tekið saman heildartekjur fótboltafélaga heimsins og það var breyting á toppsætinu í ár. Þetta er í 27. árið í röð sem fyrirtækið tekur saman listann. Real ýtti Manchester City úr toppsætinu milli ára. Talið er að stærstu félög heimsins hafi haft samtals 10,5 milljarða evra í tekjur á síðasta keppnistímabili sem er hækkun um fjórtán prósent. Deloitte Money League: Real Madrid overtake treble winners Manchester City to top table https://t.co/nvK7xqsHVZ— BBC News (UK) (@BBCNews) January 25, 2024 Spænska félagið hækkaði tekjur sínar um 118 milljónir evra milli ára og var því með 831 milljón evra í heildartekjur. 831 milljón evra er meira en 123 milljarðar í íslenskum krónum og því engin smá upphæð. Real Madrid hefur ekki verið á toppnum á þessum lista í fimm ár en endurheimtir nú efsta sætið. Það munaði ekki miklu á efstu félögunum því Manchester City (826 milljónr evra) var fimm milljónum evra á eftir. Á eftir þeim komu síðan Paris Saint-Germain (802 milljónir evra), Barcelona (800 milljónir) og Manchester United (746 milljónir). Ensku félögin Liverpool, Arsenal, Chelsea og Tottenham eru öll inn á topp tíu listanum en það vekur líka athygli að bæði Newcastle og West Ham United eru fyrir ofan ítölsku meistarana í Napoli. Liverpool hrundi reyndar mest niður á listanum með tekjuhæstu félögunum því Liverpool datt úr þriðja sætinu niður í það sjöunda. Ástæðan er slæmt gengi, bæði í deildinni sem og í Evrópukeppninni. Turnover rankings in the 2022/2023 season by Deloitte. Serie A increasingly marginal: Juventus, which remains the richest in Italy, makes half as much as Real Madrid. [Tuttosport] #SerieA pic.twitter.com/m5C4igXIJG— Italian Football News (@footitalia1) January 25, 2024 Enski boltinn Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Fótbolti Enska augnablikið: AGUERO!! Enski boltinn Fleiri fréttir Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Sjá meira
Starfsmenn Deloitte hafa að venju tekið saman heildartekjur fótboltafélaga heimsins og það var breyting á toppsætinu í ár. Þetta er í 27. árið í röð sem fyrirtækið tekur saman listann. Real ýtti Manchester City úr toppsætinu milli ára. Talið er að stærstu félög heimsins hafi haft samtals 10,5 milljarða evra í tekjur á síðasta keppnistímabili sem er hækkun um fjórtán prósent. Deloitte Money League: Real Madrid overtake treble winners Manchester City to top table https://t.co/nvK7xqsHVZ— BBC News (UK) (@BBCNews) January 25, 2024 Spænska félagið hækkaði tekjur sínar um 118 milljónir evra milli ára og var því með 831 milljón evra í heildartekjur. 831 milljón evra er meira en 123 milljarðar í íslenskum krónum og því engin smá upphæð. Real Madrid hefur ekki verið á toppnum á þessum lista í fimm ár en endurheimtir nú efsta sætið. Það munaði ekki miklu á efstu félögunum því Manchester City (826 milljónr evra) var fimm milljónum evra á eftir. Á eftir þeim komu síðan Paris Saint-Germain (802 milljónir evra), Barcelona (800 milljónir) og Manchester United (746 milljónir). Ensku félögin Liverpool, Arsenal, Chelsea og Tottenham eru öll inn á topp tíu listanum en það vekur líka athygli að bæði Newcastle og West Ham United eru fyrir ofan ítölsku meistarana í Napoli. Liverpool hrundi reyndar mest niður á listanum með tekjuhæstu félögunum því Liverpool datt úr þriðja sætinu niður í það sjöunda. Ástæðan er slæmt gengi, bæði í deildinni sem og í Evrópukeppninni. Turnover rankings in the 2022/2023 season by Deloitte. Serie A increasingly marginal: Juventus, which remains the richest in Italy, makes half as much as Real Madrid. [Tuttosport] #SerieA pic.twitter.com/m5C4igXIJG— Italian Football News (@footitalia1) January 25, 2024
Enski boltinn Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Fótbolti Enska augnablikið: AGUERO!! Enski boltinn Fleiri fréttir Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Sjá meira