Ákærður fyrir að gabba lögreglu: „Höfuð ykkar og hjörtu barna ykkar munu springa“ Árni Sæberg skrifar 24. janúar 2024 20:47 Sprengjuhótuninni var meðal annars beint að ráðhúsi Reykjanesbæjar. Vísir/Þorgils Erlendur karlmaður hefur verið ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni og að gabba lögreglu, með því að senda falska sprengjuhótun á stofnanir Reykjanesbæjar. Meðal stofnanna voru nokkrir leikskólar og ráðhús bæjarins var rýmt vegna hótananna. Maðurinn var handtekinn þann 3. mars síðastliðinn við komuna til landsins á Keflavíkurflugvelli. Vísir greindi frá því á sínum tíma að maðurinn væri grunaður um að standa að baki sprengjuhótun sem send var á nokkrar stofnanir og vinnustaði í Reykjanesbæ í vikunni áður. Ráðhús Reykjanesbæjar var rýmt vegna hótunarinnar auk þess sem hún beindist gegn nokkrum leikskólum. Yfirlögregluþjónn sagði manninn eiga langan sakaferil að baki. Hann væri af af erlendu bergi brotinn en hafi verið búsettur hér á landi um tíma. Sagðist meina það sem hann sagði Ákæra var gefin út á hendur manninum í lok nóvember síðastliðins. Í ákærunni, sem Vísir hefur undir höndum, segir að maðurinn sé ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni og að gabba lögreglu, og að reyna að gabba lögreglu, með því hafa sent tvo tölvupóst að kvöldi 23. febrúar árið 2023. Þeir hljóða svo: „Eins og ríkið veit mun sprengjan springa í dag. Segið lögreglunni að sprengjan sé með gildrum í fimm kílómetra radíus. Vitið til, ef þið komið nálægt mér mun ég bjóða ykkur upp á allt það sem ég hef sankað að mér í lengri tíma. Kveðja, maðurinn sem meinar það sem hann segir.“ „Staðurinn er morandi í sprengjum, höfuð ykkar og hjörtu barna ykkar munu springa.“ Fundu enga sprengju Seinni tölvupósturinn leiddi til þess að ráðhús Reykjanesbæjar var rýmt morguninn eftir, þegar tölvupósturinn var opnaður og lesinn, og þess að lögregla framkvæmdi sprengjuleit í ráðhúsinu án árangurs. Þess er krafist að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Við broti gegn valdstjórninni liggur allt að sex ára fangelsi, en átta ára ef það beinist gegn opinberum starfsmanni sem að lögum hefur heimild til líkamlegrar valdbeitingar. Lögreglumál Reykjanesbær Tengdar fréttir Sendu sprengjuhótun meðal annars á leikskóla Tölvupóstur með sprengjuhótun var sendur á nokkrar stofnanir og vinnustaði í Reykjanesbæ í morgun, þar á meðal nokkra leikskóla. Ráðhúsið í Reykjanesbæ var rýmt vegna hótunarinnar. Lögregla segir ekkert að óttast en en málið sé litið alvarlegum augum. 24. febrúar 2023 13:21 Lögreglan telur sprengjuhótun í ráðhúsi Reykjanesbæjar ótrúverðuga Tilkynning barst með tölvupósti á almennt netfang Reykjanesbæjar í morgun um að búið væri að koma þar fyrir sprengjum. Lögregla segir hótunina ekki trúverðuga. 24. febrúar 2023 11:22 Mest lesið „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna Innlent Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Innlent Fyrstu trén felld á morgun Innlent Girnist Gasa og vill íbúana burt Erlent Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Innlent Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Innlent „Við í Framsókn erum að setja allt í loft upp“ Innlent Framkvæmdir á Bessastöðum kostuðu 120 milljónir Innlent Foreldrar Bryndísar Klöru í Kompás Innlent Fleiri fréttir „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Fyrstu trén felld á morgun Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Segir fullan einhug um öll mál hjá samhentri ríkisstjórn Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna „Við í Framsókn erum að setja allt í loft upp“ „Ég er bara pínu leiður“ Stefnuræða forsætisráðherra „Manni finnst að manni sé kippt út úr baráttunni“ Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Óvissa í Ráðhúsinu og dýrustu auglýsingar í heimi Vilja að bankinn „láti af mismunun“ og telja rök hans ekki halda vatni Hamar fannst í bíl hjónanna sem Alfreð ók Fundinum lokið án árangurs Framkvæmdir á Bessastöðum kostuðu 120 milljónir Ráðuneytið biður umboðsmann Alþingis afsökunar Hálfs árs dómur yfir skólastjóra fyrir umboðssvik Foreldrar Bryndísar Klöru í Kompás Fékk að borða hjá hjónunum þegar hann var svangur Ungir nágrannar heyrðu óvenjuleg hljóð frá heimili hjónanna Miðflokkurinn gagnrýnir að Daði Már flytji tölu Tryggja varnir Sjúkratrygginga eftir stórfelld fjársvik verkefnastjóra Sprungin dekk og ónýtar felgur Óvíst hversu langan tíma myndun meirihluta tekur Kennarar klæðast svörtu í dag Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Kennarar íhuga næstu skref og óvissa um borgarstjórnarmeirihluta Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Aðkoman vægast sagt ekki fögur Sjá meira
Maðurinn var handtekinn þann 3. mars síðastliðinn við komuna til landsins á Keflavíkurflugvelli. Vísir greindi frá því á sínum tíma að maðurinn væri grunaður um að standa að baki sprengjuhótun sem send var á nokkrar stofnanir og vinnustaði í Reykjanesbæ í vikunni áður. Ráðhús Reykjanesbæjar var rýmt vegna hótunarinnar auk þess sem hún beindist gegn nokkrum leikskólum. Yfirlögregluþjónn sagði manninn eiga langan sakaferil að baki. Hann væri af af erlendu bergi brotinn en hafi verið búsettur hér á landi um tíma. Sagðist meina það sem hann sagði Ákæra var gefin út á hendur manninum í lok nóvember síðastliðins. Í ákærunni, sem Vísir hefur undir höndum, segir að maðurinn sé ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni og að gabba lögreglu, og að reyna að gabba lögreglu, með því hafa sent tvo tölvupóst að kvöldi 23. febrúar árið 2023. Þeir hljóða svo: „Eins og ríkið veit mun sprengjan springa í dag. Segið lögreglunni að sprengjan sé með gildrum í fimm kílómetra radíus. Vitið til, ef þið komið nálægt mér mun ég bjóða ykkur upp á allt það sem ég hef sankað að mér í lengri tíma. Kveðja, maðurinn sem meinar það sem hann segir.“ „Staðurinn er morandi í sprengjum, höfuð ykkar og hjörtu barna ykkar munu springa.“ Fundu enga sprengju Seinni tölvupósturinn leiddi til þess að ráðhús Reykjanesbæjar var rýmt morguninn eftir, þegar tölvupósturinn var opnaður og lesinn, og þess að lögregla framkvæmdi sprengjuleit í ráðhúsinu án árangurs. Þess er krafist að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Við broti gegn valdstjórninni liggur allt að sex ára fangelsi, en átta ára ef það beinist gegn opinberum starfsmanni sem að lögum hefur heimild til líkamlegrar valdbeitingar.
Lögreglumál Reykjanesbær Tengdar fréttir Sendu sprengjuhótun meðal annars á leikskóla Tölvupóstur með sprengjuhótun var sendur á nokkrar stofnanir og vinnustaði í Reykjanesbæ í morgun, þar á meðal nokkra leikskóla. Ráðhúsið í Reykjanesbæ var rýmt vegna hótunarinnar. Lögregla segir ekkert að óttast en en málið sé litið alvarlegum augum. 24. febrúar 2023 13:21 Lögreglan telur sprengjuhótun í ráðhúsi Reykjanesbæjar ótrúverðuga Tilkynning barst með tölvupósti á almennt netfang Reykjanesbæjar í morgun um að búið væri að koma þar fyrir sprengjum. Lögregla segir hótunina ekki trúverðuga. 24. febrúar 2023 11:22 Mest lesið „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna Innlent Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Innlent Fyrstu trén felld á morgun Innlent Girnist Gasa og vill íbúana burt Erlent Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Innlent Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Innlent „Við í Framsókn erum að setja allt í loft upp“ Innlent Framkvæmdir á Bessastöðum kostuðu 120 milljónir Innlent Foreldrar Bryndísar Klöru í Kompás Innlent Fleiri fréttir „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Fyrstu trén felld á morgun Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Segir fullan einhug um öll mál hjá samhentri ríkisstjórn Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna „Við í Framsókn erum að setja allt í loft upp“ „Ég er bara pínu leiður“ Stefnuræða forsætisráðherra „Manni finnst að manni sé kippt út úr baráttunni“ Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Óvissa í Ráðhúsinu og dýrustu auglýsingar í heimi Vilja að bankinn „láti af mismunun“ og telja rök hans ekki halda vatni Hamar fannst í bíl hjónanna sem Alfreð ók Fundinum lokið án árangurs Framkvæmdir á Bessastöðum kostuðu 120 milljónir Ráðuneytið biður umboðsmann Alþingis afsökunar Hálfs árs dómur yfir skólastjóra fyrir umboðssvik Foreldrar Bryndísar Klöru í Kompás Fékk að borða hjá hjónunum þegar hann var svangur Ungir nágrannar heyrðu óvenjuleg hljóð frá heimili hjónanna Miðflokkurinn gagnrýnir að Daði Már flytji tölu Tryggja varnir Sjúkratrygginga eftir stórfelld fjársvik verkefnastjóra Sprungin dekk og ónýtar felgur Óvíst hversu langan tíma myndun meirihluta tekur Kennarar klæðast svörtu í dag Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Kennarar íhuga næstu skref og óvissa um borgarstjórnarmeirihluta Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Aðkoman vægast sagt ekki fögur Sjá meira
Sendu sprengjuhótun meðal annars á leikskóla Tölvupóstur með sprengjuhótun var sendur á nokkrar stofnanir og vinnustaði í Reykjanesbæ í morgun, þar á meðal nokkra leikskóla. Ráðhúsið í Reykjanesbæ var rýmt vegna hótunarinnar. Lögregla segir ekkert að óttast en en málið sé litið alvarlegum augum. 24. febrúar 2023 13:21
Lögreglan telur sprengjuhótun í ráðhúsi Reykjanesbæjar ótrúverðuga Tilkynning barst með tölvupósti á almennt netfang Reykjanesbæjar í morgun um að búið væri að koma þar fyrir sprengjum. Lögregla segir hótunina ekki trúverðuga. 24. febrúar 2023 11:22