Ákvörðun RÚV „skrípaleikur“ og „fáránleg“ Bjarki Sigurðsson og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 24. janúar 2024 21:30 Viðmælendur dagsins voru á sama máli hvað varðar þátttöku Íslands í Eurovision í ár. Vísir Íslendingar vilja margir hverjir að Ísland taki ekki þátt í Eurovision vegna þátttöku Ísraels í keppninni. Palestínumaður mun taka þátt í undankeppninni hér á landi í næsta mánuði. Í gær tilkynntu stjórnendur hjá Ríkisútvarpinu að þátttaka Íslands í Eurovision í Malmö í maí myndi skýrast almennilega að Söngvakeppni sjónvarpsins lokinni. Alla jafna er sú keppni undankeppni Íslands fyrir Eurovision en með þessu hefur RÚV rofið þau beinu tengsl. Söngvakeppnin fer fram óháð þátttöku Íslands í Eurovision. Ekki voru allir sáttir við þessa ákvörðun RÚV. Einhverjir vilja meina að þarna sé Ríkisútvarpið að leggja ábyrgðina á herðar keppandans sem endar á að vinna Söngvakeppnina. Ákvörðunin verður hans. En þá er spurningin, ætti Ísland að taka þátt og breytir þessi ákvörðun RÚV einhverju? Fréttamaður spurði nokkra vegfarendur í dag og fékk eftirfarandi svör. „Nei, mér finnst það ekki,“ segir Haukur Logi. „Ekki meðan Ísraelar eru þátttökuþjóð. Þá er ég alfarið á móti því. “ Finnst þér það breyta einhverju að Eurovision og Söngvakeppnin séu aðskildar? „Nei, mér finnst það bara vera skrípaleikur að gera þetta á þann hátt sem þeir ætla að gera þetta.“ Ingibjörg segir ásandið ljótt. Vísir Ingibjörgu Lilju Jónsdóttur finnst heldur ekki að Ísland eigi að taka þátt í keppninni. Hvers vegna? „Bara, sýna samstöðu í heiminum. Þetta er svolítið ljótt ástand. Og bara sýna samstöðu og vera saman í þessu. Það eru ekki allir sammála,“ segir Ingibjörg. Peningunum betur varið „Mér finnst allt í lagi að halda Söngvakeppnina hérna heima, bara fyrir okkur. En mér finnst að við ættum að draga okkur til hliðar,“ segir Elín Sigurvinsdóttir. Gabriela Maria Skibinska tekur í svipaðan streng. „Mér finnst þetta bara fáránlegt. Mér finnst eins og RÚV sé að láta aðilann sem vinnur taka ákvörðun og blame-a hann. Og ef hann ákveður að taka þátt þá er hann vondi gaurinn og ef hann tekur ekki þátt er hann líka vondi gaurinn. En RÚV þarf ekki að taka afstöðu til málanna.“ Gunnar segir peningunum betur varið í eitthvað annað. Vísir Gunnar Ingi Jones telur heldur ekki að Ísland ætti að taka þátt í Eurovision. „Eiginlega ekki sko. Mér líður eins og peningarnir gætu farið á betri stað þetta árið,“ segir hann. Óvæntar vendingar urðu í dag þegar greint var frá því að Palestínumaðurinn Bashar Murad myndi taka þátt í Söngvarkeppninni hér á landi. Hvort það muni breyta afstöðu fólks til þátttöku Íslands skýrist væntanlega á næstu dögum. Eurovision Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Stjórnarmaður segir ábyrgðinni varpað yfir á listafólkið án aðkomu stjórnar Stjórnarmaður í Ríkisútvarpinu segir að stjórnendur stofnunarinnar hafi varpað allri ábyrgð á þátttöku Íslendinga í Eurovision yfir á listafólkið sem tekur þátt í Söngvakeppninni. Það hafi verið gert alfarið á aðkomu stjórnar hlutafélagsins opinbera. 23. janúar 2024 22:00 „Þetta er hálft skref í rétta átt“ Daníel Ágúst Haraldsson, sem var einn fjölda tónlistarmanna sem mótmæltu fyrirhugaðri þátttöku Íslendinga í Eurovision, segist fagna því að yfirmenn Ríkisútvarpsins hafi frestað endanlegri þátttöku fram yfir Söngvakeppni sjónvarpsins. Hann hefði þó viljað sjá skrefið stigið til fulls. 23. janúar 2024 18:25 Ákveða sig eftir Söngvakeppnina Ríkisútvarpið ætlar ekki að taka neina ákvörðun um þátttöku sína í Eurovision í Svíþjóð fyrr en að lokinni Söngvakeppni sjónvarpsins. Að óbreyttu verður Ísland meðal þátttökuþjóða í Malmö í maí. 23. janúar 2024 17:10 Mest lesið Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Í gær tilkynntu stjórnendur hjá Ríkisútvarpinu að þátttaka Íslands í Eurovision í Malmö í maí myndi skýrast almennilega að Söngvakeppni sjónvarpsins lokinni. Alla jafna er sú keppni undankeppni Íslands fyrir Eurovision en með þessu hefur RÚV rofið þau beinu tengsl. Söngvakeppnin fer fram óháð þátttöku Íslands í Eurovision. Ekki voru allir sáttir við þessa ákvörðun RÚV. Einhverjir vilja meina að þarna sé Ríkisútvarpið að leggja ábyrgðina á herðar keppandans sem endar á að vinna Söngvakeppnina. Ákvörðunin verður hans. En þá er spurningin, ætti Ísland að taka þátt og breytir þessi ákvörðun RÚV einhverju? Fréttamaður spurði nokkra vegfarendur í dag og fékk eftirfarandi svör. „Nei, mér finnst það ekki,“ segir Haukur Logi. „Ekki meðan Ísraelar eru þátttökuþjóð. Þá er ég alfarið á móti því. “ Finnst þér það breyta einhverju að Eurovision og Söngvakeppnin séu aðskildar? „Nei, mér finnst það bara vera skrípaleikur að gera þetta á þann hátt sem þeir ætla að gera þetta.“ Ingibjörg segir ásandið ljótt. Vísir Ingibjörgu Lilju Jónsdóttur finnst heldur ekki að Ísland eigi að taka þátt í keppninni. Hvers vegna? „Bara, sýna samstöðu í heiminum. Þetta er svolítið ljótt ástand. Og bara sýna samstöðu og vera saman í þessu. Það eru ekki allir sammála,“ segir Ingibjörg. Peningunum betur varið „Mér finnst allt í lagi að halda Söngvakeppnina hérna heima, bara fyrir okkur. En mér finnst að við ættum að draga okkur til hliðar,“ segir Elín Sigurvinsdóttir. Gabriela Maria Skibinska tekur í svipaðan streng. „Mér finnst þetta bara fáránlegt. Mér finnst eins og RÚV sé að láta aðilann sem vinnur taka ákvörðun og blame-a hann. Og ef hann ákveður að taka þátt þá er hann vondi gaurinn og ef hann tekur ekki þátt er hann líka vondi gaurinn. En RÚV þarf ekki að taka afstöðu til málanna.“ Gunnar segir peningunum betur varið í eitthvað annað. Vísir Gunnar Ingi Jones telur heldur ekki að Ísland ætti að taka þátt í Eurovision. „Eiginlega ekki sko. Mér líður eins og peningarnir gætu farið á betri stað þetta árið,“ segir hann. Óvæntar vendingar urðu í dag þegar greint var frá því að Palestínumaðurinn Bashar Murad myndi taka þátt í Söngvarkeppninni hér á landi. Hvort það muni breyta afstöðu fólks til þátttöku Íslands skýrist væntanlega á næstu dögum.
Eurovision Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Stjórnarmaður segir ábyrgðinni varpað yfir á listafólkið án aðkomu stjórnar Stjórnarmaður í Ríkisútvarpinu segir að stjórnendur stofnunarinnar hafi varpað allri ábyrgð á þátttöku Íslendinga í Eurovision yfir á listafólkið sem tekur þátt í Söngvakeppninni. Það hafi verið gert alfarið á aðkomu stjórnar hlutafélagsins opinbera. 23. janúar 2024 22:00 „Þetta er hálft skref í rétta átt“ Daníel Ágúst Haraldsson, sem var einn fjölda tónlistarmanna sem mótmæltu fyrirhugaðri þátttöku Íslendinga í Eurovision, segist fagna því að yfirmenn Ríkisútvarpsins hafi frestað endanlegri þátttöku fram yfir Söngvakeppni sjónvarpsins. Hann hefði þó viljað sjá skrefið stigið til fulls. 23. janúar 2024 18:25 Ákveða sig eftir Söngvakeppnina Ríkisútvarpið ætlar ekki að taka neina ákvörðun um þátttöku sína í Eurovision í Svíþjóð fyrr en að lokinni Söngvakeppni sjónvarpsins. Að óbreyttu verður Ísland meðal þátttökuþjóða í Malmö í maí. 23. janúar 2024 17:10 Mest lesið Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Stjórnarmaður segir ábyrgðinni varpað yfir á listafólkið án aðkomu stjórnar Stjórnarmaður í Ríkisútvarpinu segir að stjórnendur stofnunarinnar hafi varpað allri ábyrgð á þátttöku Íslendinga í Eurovision yfir á listafólkið sem tekur þátt í Söngvakeppninni. Það hafi verið gert alfarið á aðkomu stjórnar hlutafélagsins opinbera. 23. janúar 2024 22:00
„Þetta er hálft skref í rétta átt“ Daníel Ágúst Haraldsson, sem var einn fjölda tónlistarmanna sem mótmæltu fyrirhugaðri þátttöku Íslendinga í Eurovision, segist fagna því að yfirmenn Ríkisútvarpsins hafi frestað endanlegri þátttöku fram yfir Söngvakeppni sjónvarpsins. Hann hefði þó viljað sjá skrefið stigið til fulls. 23. janúar 2024 18:25
Ákveða sig eftir Söngvakeppnina Ríkisútvarpið ætlar ekki að taka neina ákvörðun um þátttöku sína í Eurovision í Svíþjóð fyrr en að lokinni Söngvakeppni sjónvarpsins. Að óbreyttu verður Ísland meðal þátttökuþjóða í Malmö í maí. 23. janúar 2024 17:10