Elstur til að verma efsta sæti heimslistans Ágúst Orri Arnarson skrifar 25. janúar 2024 07:00 Rohan Bopanna er 43 ára gamall og á að baki fimm meistaramótstitla. Hann þakkar jóga fyrir langlífið í tennis. Mark Brake/Getty Images Hinn 43 ára gamli Indverji, Rohan Bopanna, verður á mánudag sá elsti í sögunni til að sitja í efsta sæti heimslistans í tvíliðaleik í tennis. Þetta er í fyrsta sinn á 21 árs atvinnumannaferli sem Bopanna kemst í efsta sætið. Hann tekur við metinu af Mike Bryan, sem sat í efsta sæti heimslistans 41 árs gamall árið 2019. Rohan Bopanna, ásamt liðsfélaga sínum Matthew Ebden, komst í gær í undanúrslit opna ástralska meistaramótsins í tvíliðaleik. Þar munu þeir mæta Tomas Machah og Zhang Zhizhen. Bopanna mun verma efsta sæti heimslistans þegar hann verður uppfærður á mánudag, þeir Ebden eru jafnir að stigum en Ebden hefur spilað þremur mótum fleiri á tímabilinu. Congratulations India !!!!Indian tennis ace player @rohanbopanna made history as the new World No. 1 in doubles!At 43, he becomes the oldest first-time World No. 1 on the men's side.Bopanna had made his debut more than 20 years ago. pic.twitter.com/PZdmLMeqEI— Rishi Bagree (@rishibagree) January 24, 2024 Bopanna varð á síðasta ári sá elsti til að vinna ATP meistaramót þegar hann og Ebden hömpuðu sigri á Indian Wells mótinu í mars 2023. Þar áður hafði hann unnið meistaramót í Monte Carlo 2017, Madríd 2015 og París 2011 og 2012. Bopanna hefur verið atvinnumaður í tennis síðan árið 2003, í viðtali við BBC sagði hann ekkert brjósk eiga eftir í hnjánum en þökk sé jóga og sjúkraþjálfunar geti hann haldið áfram fram á háan aldur. Þau elstu til að sitja í efsta sætinu í einliðaleik eru Serena Williams, 35 ára og Roger Federer, 36 ára. Novak Djokovic er einnig 36 ára og situr í efsta sæti heimslistans, hann mun líklega slá met Federer síðar á þessu ári. Tennis Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Sjá meira
Hann tekur við metinu af Mike Bryan, sem sat í efsta sæti heimslistans 41 árs gamall árið 2019. Rohan Bopanna, ásamt liðsfélaga sínum Matthew Ebden, komst í gær í undanúrslit opna ástralska meistaramótsins í tvíliðaleik. Þar munu þeir mæta Tomas Machah og Zhang Zhizhen. Bopanna mun verma efsta sæti heimslistans þegar hann verður uppfærður á mánudag, þeir Ebden eru jafnir að stigum en Ebden hefur spilað þremur mótum fleiri á tímabilinu. Congratulations India !!!!Indian tennis ace player @rohanbopanna made history as the new World No. 1 in doubles!At 43, he becomes the oldest first-time World No. 1 on the men's side.Bopanna had made his debut more than 20 years ago. pic.twitter.com/PZdmLMeqEI— Rishi Bagree (@rishibagree) January 24, 2024 Bopanna varð á síðasta ári sá elsti til að vinna ATP meistaramót þegar hann og Ebden hömpuðu sigri á Indian Wells mótinu í mars 2023. Þar áður hafði hann unnið meistaramót í Monte Carlo 2017, Madríd 2015 og París 2011 og 2012. Bopanna hefur verið atvinnumaður í tennis síðan árið 2003, í viðtali við BBC sagði hann ekkert brjósk eiga eftir í hnjánum en þökk sé jóga og sjúkraþjálfunar geti hann haldið áfram fram á háan aldur. Þau elstu til að sitja í efsta sætinu í einliðaleik eru Serena Williams, 35 ára og Roger Federer, 36 ára. Novak Djokovic er einnig 36 ára og situr í efsta sæti heimslistans, hann mun líklega slá met Federer síðar á þessu ári.
Tennis Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Sjá meira