Tilkynningum um heimilisofbeldi til lögreglu fjölgað verulega Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. janúar 2024 14:49 Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri. Vísir/Vilhelm Ríkislögreglustjóri telur að aukin áherslu á rannsóknir heimilisofbeldismála og stuðning við brotaþola hafi leitt til mikillar fjölgunar tilkynninga um heimilisofbeldi. Þau eru nú tæplega helmingur allra ofbeldisbrota. Ríkislögreglustjóri hefur birt nýja samantekt um tilkynnt ofbeldisbrot til lögreglu, sem hefur fjölgað á síðustu árum. Fjölgunin er sögð meiri en vænta mætti vegna þróunar íbúafjölda. Nokkrir þættir skýri þessa aukningu. „Aukin áhersla lögreglu á rannsóknir heimilisofbeldismála og stuðning við brotaþola hefur leitt til fjölgunar tilkynninga um heimilisofbeldismál, og eru ofbeldisbrot sem tengjast heimilisofbeldi í dag á milli 40 og 50% allra ofbeldisbrota. Fyrir breytt verklag árið 2014 var sambærilegt hlutfall 10 til 20% af ofbeldisbrotum. Þá benda þolendakannanir lögreglu ekki til þess að fleiri verði fyrir ofbeldi nú en áður. Á sama tíma eru vísbendingar um að fleiri tilkynni ofbeldi sem þeir verða fyrir til lögreglu,“ segir í tilkynningu ríkislögreglustjóra. Hnífar koma æ oftar við sögu Fjölgun alvarlegra líkamsárása valdi áhyggjum þar sem fjölgunin skýrist einna helst af fjölgun mála þar sem vopn, þá helst stunguvopn, komi við sögu. Árið 2023 voru 2.132 ofbeldisbrot skráð hjá lögreglu. Þar af voru 1.585 minniháttar líkamsmeiðingar, 187 stórfelldar líkamsárásir og 169 meiriháttar líkamsárásir. Í meiriháttar eða stórfelldum líkamsárásarmálum voru um 90% grunaðra karlmenn og var meðalaldur þeirra aðeins lægri en meðalaldur grunaðra í öllum ofbeldisbrotum tilkynntum til lögreglu. Ekki liggur fyrir greining á brotaþolum í þessum málum. Helstu ástæður þess að mál eru skilgreind stórfelld er notkun á vopni, þá helst egg- eða stunguvopni. Sjaldgæfara er að skotvopn komi við sögu. Tilkynningum til lögreglu og barnaverndar hefur einnig fjölgað marktækt vegna mála þar sem grunur er um að barn beiti ofbeldi. Algengast er þó að börn komi við sögu í heimilisofbeldismálum, sem skýrist meðal annars af bættri meðferð og skráningu slíkra mála hjá lögreglu. Grunaðir í meiriháttar eða stórfelldum líkamsárásum undir 18 ára árið 2023 voru 18% af heildarfjölda og hefur hlutfallið ekki verið hærra frá 2016. Flestir grunaðir árið 2023 voru á aldrinum 26-35 ára, eða 30% af heildarfjölda grunaðra. Beina þurfi börnum af afbrotabraut „Lögreglan hefur bent á að afbrotavarnir eru lykilatriði til að takast á við alvarleg ofbeldisbrot. Beina þarf börnum og ungmennum strax frá afbrotum, og á sama tíma tryggja að lögreglan hafi þau verkfæri og mannafla sem þarf til að takast á við alvarleg ofbeldisbrot. Reynslan hér og erlendis sýnir að ekki er komið í veg fyrir ofbeldisbrot nema með samvinnu réttarvörslukerfisins við sveitarfélög, heilbrigðis- og menntakerfi auk annarra lykilaðila í hverju nærsamfélagi.“ Vakin er athygli á áhættumati greiningardeildar ríkislögreglustjóra vegna skipulagðrar brotastarfsemi. „Aukin athygli hefur verið sett á hlut ungmenna í afbrotum og tengingum við skipulagða brotastarfsemi. Unnið er að því að greina betur gögn lögreglu sem benda til þess að brotahópar hér á landi nýti sér ungmenni í ýmis verkefni tengd brotastarfsemi, til að mynda fíkniefnasölu og ofbeldisverknað. Þar er verið að huga að því hvort ungmenni sem eru í félagslega viðkvæmri stöðu, búa á viðkvæmum svæðum eða eru í nærumhverfi við brotamenn séu útsettari fyrir áhrifum skipulagðrar brotastarfsemi.“ Frumvörp í vinnslu Dómsmálaráðherra hafi veitt auknu fjármagni til lögreglu vegna skipulagðrar brotastarfsemi og samfélagslöggæslu til að tryggja skilvirkari löggæslu og öflugra viðbragð réttarvörslukerfisins. Þá hafi ráðherra lagt fram frumvarp um breytingu á vopnalögum, sem nú er endurflutt sem 349. mál á núverandi þingi og kynnt að frumvarp um breytingar á lögreglulögum nr. 90/1996 vegna afbrotavarna, vopnaburðar og eftirlits með lögreglu verði lagt fram á nýjan leik á Alþingi. „Unnið er að því að samhæfa forvarnir og fræðslu og þróa svæðisbundið samráð gegn afbrotum hjá lögregluembættunum, með sérstaka áherslu á börn og ungmenni. Þá hefur lögreglan bent á nauðsyn þess að samræma og bæta meðferð mála ósakhæfra og sakhæfra barna út frá alþjóðlegum ráðleggingum um barnvænt réttarvörslukerfi, m.a. við afgreiðslu Alþingis á nýrri framkvæmdaáætlun á sviði barnaverndar.“ Brýnt sé að þær refsiheimildir sem séu til staðar í lögum séu nýttar, með samræmdum hætti og hægt sé að fullnusta þá dóma sem falli gagnvart sakhæfum einstaklingum. Lögreglumál Heimilisofbeldi Barnavernd Fangelsismál Alþingi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Ríkislögreglustjóri hefur birt nýja samantekt um tilkynnt ofbeldisbrot til lögreglu, sem hefur fjölgað á síðustu árum. Fjölgunin er sögð meiri en vænta mætti vegna þróunar íbúafjölda. Nokkrir þættir skýri þessa aukningu. „Aukin áhersla lögreglu á rannsóknir heimilisofbeldismála og stuðning við brotaþola hefur leitt til fjölgunar tilkynninga um heimilisofbeldismál, og eru ofbeldisbrot sem tengjast heimilisofbeldi í dag á milli 40 og 50% allra ofbeldisbrota. Fyrir breytt verklag árið 2014 var sambærilegt hlutfall 10 til 20% af ofbeldisbrotum. Þá benda þolendakannanir lögreglu ekki til þess að fleiri verði fyrir ofbeldi nú en áður. Á sama tíma eru vísbendingar um að fleiri tilkynni ofbeldi sem þeir verða fyrir til lögreglu,“ segir í tilkynningu ríkislögreglustjóra. Hnífar koma æ oftar við sögu Fjölgun alvarlegra líkamsárása valdi áhyggjum þar sem fjölgunin skýrist einna helst af fjölgun mála þar sem vopn, þá helst stunguvopn, komi við sögu. Árið 2023 voru 2.132 ofbeldisbrot skráð hjá lögreglu. Þar af voru 1.585 minniháttar líkamsmeiðingar, 187 stórfelldar líkamsárásir og 169 meiriháttar líkamsárásir. Í meiriháttar eða stórfelldum líkamsárásarmálum voru um 90% grunaðra karlmenn og var meðalaldur þeirra aðeins lægri en meðalaldur grunaðra í öllum ofbeldisbrotum tilkynntum til lögreglu. Ekki liggur fyrir greining á brotaþolum í þessum málum. Helstu ástæður þess að mál eru skilgreind stórfelld er notkun á vopni, þá helst egg- eða stunguvopni. Sjaldgæfara er að skotvopn komi við sögu. Tilkynningum til lögreglu og barnaverndar hefur einnig fjölgað marktækt vegna mála þar sem grunur er um að barn beiti ofbeldi. Algengast er þó að börn komi við sögu í heimilisofbeldismálum, sem skýrist meðal annars af bættri meðferð og skráningu slíkra mála hjá lögreglu. Grunaðir í meiriháttar eða stórfelldum líkamsárásum undir 18 ára árið 2023 voru 18% af heildarfjölda og hefur hlutfallið ekki verið hærra frá 2016. Flestir grunaðir árið 2023 voru á aldrinum 26-35 ára, eða 30% af heildarfjölda grunaðra. Beina þurfi börnum af afbrotabraut „Lögreglan hefur bent á að afbrotavarnir eru lykilatriði til að takast á við alvarleg ofbeldisbrot. Beina þarf börnum og ungmennum strax frá afbrotum, og á sama tíma tryggja að lögreglan hafi þau verkfæri og mannafla sem þarf til að takast á við alvarleg ofbeldisbrot. Reynslan hér og erlendis sýnir að ekki er komið í veg fyrir ofbeldisbrot nema með samvinnu réttarvörslukerfisins við sveitarfélög, heilbrigðis- og menntakerfi auk annarra lykilaðila í hverju nærsamfélagi.“ Vakin er athygli á áhættumati greiningardeildar ríkislögreglustjóra vegna skipulagðrar brotastarfsemi. „Aukin athygli hefur verið sett á hlut ungmenna í afbrotum og tengingum við skipulagða brotastarfsemi. Unnið er að því að greina betur gögn lögreglu sem benda til þess að brotahópar hér á landi nýti sér ungmenni í ýmis verkefni tengd brotastarfsemi, til að mynda fíkniefnasölu og ofbeldisverknað. Þar er verið að huga að því hvort ungmenni sem eru í félagslega viðkvæmri stöðu, búa á viðkvæmum svæðum eða eru í nærumhverfi við brotamenn séu útsettari fyrir áhrifum skipulagðrar brotastarfsemi.“ Frumvörp í vinnslu Dómsmálaráðherra hafi veitt auknu fjármagni til lögreglu vegna skipulagðrar brotastarfsemi og samfélagslöggæslu til að tryggja skilvirkari löggæslu og öflugra viðbragð réttarvörslukerfisins. Þá hafi ráðherra lagt fram frumvarp um breytingu á vopnalögum, sem nú er endurflutt sem 349. mál á núverandi þingi og kynnt að frumvarp um breytingar á lögreglulögum nr. 90/1996 vegna afbrotavarna, vopnaburðar og eftirlits með lögreglu verði lagt fram á nýjan leik á Alþingi. „Unnið er að því að samhæfa forvarnir og fræðslu og þróa svæðisbundið samráð gegn afbrotum hjá lögregluembættunum, með sérstaka áherslu á börn og ungmenni. Þá hefur lögreglan bent á nauðsyn þess að samræma og bæta meðferð mála ósakhæfra og sakhæfra barna út frá alþjóðlegum ráðleggingum um barnvænt réttarvörslukerfi, m.a. við afgreiðslu Alþingis á nýrri framkvæmdaáætlun á sviði barnaverndar.“ Brýnt sé að þær refsiheimildir sem séu til staðar í lögum séu nýttar, með samræmdum hætti og hægt sé að fullnusta þá dóma sem falli gagnvart sakhæfum einstaklingum.
Lögreglumál Heimilisofbeldi Barnavernd Fangelsismál Alþingi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira