Tjaldið tekið niður Jón Þór Stefánsson skrifar 24. janúar 2024 14:00 Tjaldið hefur staðið við Alþingishúsið í tæpan mánuð. Vísir/Einar Tjaldbúðir palestínskra mótmælenda verða að öllu óbreyttu teknar niður af Austurvelli í dag eftir tæplega mánaðarviðveru. Yfirvöld hafa beðið mótmælendurna um að fjarlægja búðirnar, og segjast þeir ætla að verða við því. „Mótmælabúðir okkar hafa verið friðsælar með öllu og fylgt öllum lagalegum viðmiðum. Lögreglan og fulltrúar borgarinnar hafa lýst því að mótmæli okkar hafi verið til fyrirmyndar og án nokkurra vandræða,“ segir í yfirlýsingu sem mótmælendurnir sendu á fréttastofu. Þar er fullyrt að Reykjavíkurborg, sem hefur hingað til veitt leyfi fyrir mótmælunum, hafi beðið mótmælendurna um að fjarlægja það eina tjald sem eftir var fyrir framan Alþingishúsið. „Ef borgin leyfir okkur ekki að hafa tjald yfir höfðinu, á meðan við gerum allt sem í okkar valdi stendur til að koma fjölskyldum okkar frá Gasasvæðinu og koma í vef fyrir frekari brottflutning Palestínumanna, munum við dvelja hér áfram án tjalds. Ábyrgð okkar fer ekki með tjaldinu.“ Mótmælendurnir gefa til kynna að ákvörðun borgarinnar sé tekin vegna þrýstings frá stjórnmálamönnum. Umræða um tjaldbúðirnar hefur farið hátt undanfarna daga, þá sérstaklega í kjölfar Facebook-færslu Bjarna Benediktssonar utanríkisráðherra sem sagði að dvöl palestínumannanna í tjaldinu hefði ekkert með mótmæli að gera. „Það er hörmung að sjá tjaldbúðir við Austurvöll sem nú hafa staðið þar síðan 27. desember síðastliðinn. Það er óboðlegt með öllu að Reykjavíkurborg hafi gefið leyfi fyrir tjaldbúðunum á þessum helga stað milli styttunnar af Jóni Sigurðssyni og Alþingis,“ skrifaði Bjarni á Facebook í síðustu viku, en í kjölfar hennar hefur hann birt tvær færslur til viðbótar sem tengjast mótmælunum eða málefni flóttafólks. Í samtali við fréttastofu í dag greindi einn mótmælandi frá því í dag að þeir ætluðu sér ekki að taka niður palestínska fána sem hafa verið flaggað á Austurvelli. Bjarni hefur minnst á fánanna, en hann hefur sagt óásættanlegt að öðrum þjóðfána en íslenska fánanum hafi verið flaggað við Alþingi Íslendinga dögum saman. Í yfirlýsingu sinni gagnrýna mótmælendurnir framferði Bjarna í málinu. Því er haldið fram að Bjarni og Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hafi bæði hafnað að funda með mótmælendum. „Þess í stað hafa þau niðurlægt okkur á opinberum vettvangi og tjáð, bæði í sjónvarpsviðtölum og á samfélagsmiðlum, að við séum óvelkomin á Íslandi.“ Í síðustu viku voru mótmælendunum settar meiri skorður enn áður hafði verið. Þeim var gert að vera bara með eitt tjald og þau máttu ekki gista í því. Fréttin hefur verið uppfærð. Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Alþingi Reykjavík Tengdar fréttir Myndir: Kröftug mótmæli þegar þing kom saman Mikill fjöldi mótmælenda var samankominn á Austurvelli síðdegis í dag, þegar Alþingi koma saman eftir jólafrí. Krafan var sú sama og undanfarna mánuði; að stjórnvöld beiti sér fyrir tafarlausu vopnahléi fyrir botni Miðjarðarhafs. 22. janúar 2024 15:15 Kærir mótmælendur fyrir hatursorðræðu Lögð hefur verið fram kæra á hendur palestínskum mótmælendum á Austurvelli fyrir hatursorðræðu og hótanir í garð gyðinga á samfélagsmiðlum. 20. janúar 2024 19:40 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Sjá meira
„Mótmælabúðir okkar hafa verið friðsælar með öllu og fylgt öllum lagalegum viðmiðum. Lögreglan og fulltrúar borgarinnar hafa lýst því að mótmæli okkar hafi verið til fyrirmyndar og án nokkurra vandræða,“ segir í yfirlýsingu sem mótmælendurnir sendu á fréttastofu. Þar er fullyrt að Reykjavíkurborg, sem hefur hingað til veitt leyfi fyrir mótmælunum, hafi beðið mótmælendurna um að fjarlægja það eina tjald sem eftir var fyrir framan Alþingishúsið. „Ef borgin leyfir okkur ekki að hafa tjald yfir höfðinu, á meðan við gerum allt sem í okkar valdi stendur til að koma fjölskyldum okkar frá Gasasvæðinu og koma í vef fyrir frekari brottflutning Palestínumanna, munum við dvelja hér áfram án tjalds. Ábyrgð okkar fer ekki með tjaldinu.“ Mótmælendurnir gefa til kynna að ákvörðun borgarinnar sé tekin vegna þrýstings frá stjórnmálamönnum. Umræða um tjaldbúðirnar hefur farið hátt undanfarna daga, þá sérstaklega í kjölfar Facebook-færslu Bjarna Benediktssonar utanríkisráðherra sem sagði að dvöl palestínumannanna í tjaldinu hefði ekkert með mótmæli að gera. „Það er hörmung að sjá tjaldbúðir við Austurvöll sem nú hafa staðið þar síðan 27. desember síðastliðinn. Það er óboðlegt með öllu að Reykjavíkurborg hafi gefið leyfi fyrir tjaldbúðunum á þessum helga stað milli styttunnar af Jóni Sigurðssyni og Alþingis,“ skrifaði Bjarni á Facebook í síðustu viku, en í kjölfar hennar hefur hann birt tvær færslur til viðbótar sem tengjast mótmælunum eða málefni flóttafólks. Í samtali við fréttastofu í dag greindi einn mótmælandi frá því í dag að þeir ætluðu sér ekki að taka niður palestínska fána sem hafa verið flaggað á Austurvelli. Bjarni hefur minnst á fánanna, en hann hefur sagt óásættanlegt að öðrum þjóðfána en íslenska fánanum hafi verið flaggað við Alþingi Íslendinga dögum saman. Í yfirlýsingu sinni gagnrýna mótmælendurnir framferði Bjarna í málinu. Því er haldið fram að Bjarni og Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hafi bæði hafnað að funda með mótmælendum. „Þess í stað hafa þau niðurlægt okkur á opinberum vettvangi og tjáð, bæði í sjónvarpsviðtölum og á samfélagsmiðlum, að við séum óvelkomin á Íslandi.“ Í síðustu viku voru mótmælendunum settar meiri skorður enn áður hafði verið. Þeim var gert að vera bara með eitt tjald og þau máttu ekki gista í því. Fréttin hefur verið uppfærð.
Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Alþingi Reykjavík Tengdar fréttir Myndir: Kröftug mótmæli þegar þing kom saman Mikill fjöldi mótmælenda var samankominn á Austurvelli síðdegis í dag, þegar Alþingi koma saman eftir jólafrí. Krafan var sú sama og undanfarna mánuði; að stjórnvöld beiti sér fyrir tafarlausu vopnahléi fyrir botni Miðjarðarhafs. 22. janúar 2024 15:15 Kærir mótmælendur fyrir hatursorðræðu Lögð hefur verið fram kæra á hendur palestínskum mótmælendum á Austurvelli fyrir hatursorðræðu og hótanir í garð gyðinga á samfélagsmiðlum. 20. janúar 2024 19:40 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Sjá meira
Myndir: Kröftug mótmæli þegar þing kom saman Mikill fjöldi mótmælenda var samankominn á Austurvelli síðdegis í dag, þegar Alþingi koma saman eftir jólafrí. Krafan var sú sama og undanfarna mánuði; að stjórnvöld beiti sér fyrir tafarlausu vopnahléi fyrir botni Miðjarðarhafs. 22. janúar 2024 15:15
Kærir mótmælendur fyrir hatursorðræðu Lögð hefur verið fram kæra á hendur palestínskum mótmælendum á Austurvelli fyrir hatursorðræðu og hótanir í garð gyðinga á samfélagsmiðlum. 20. janúar 2024 19:40