Segist ekki vilja láta bendla sig við skemmtistaðakeppni Sverris Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 24. janúar 2024 18:53 Manuela vill ekki tengjast keppninni sem Sverrir heldur. Manuela Ósk Harðardóttir framkvæmdastjóri fegurðarsamkeppninnar Ungfrú Ísland segist ekki vilja láta bendla sig við fegurðarsamkeppnina Miss Bikini Iceland, sem er í eigu athafnamannsins Sverris Einars Eiríkssonar. Myndir af nýlegum titilhöfum Ungfrú Íslands voru notaðar til að auglýsa keppni Sverris. Hann segir á fjórða tug hafa sótt um þátttöku. „Það hefur tekið langan tíma að ná fram jákvæðari ímynd á fegurðarsamkeppnir, og sýna hversu mikið þær hafa breyst og hversu uppbyggilegar og valdeflandi þær geta verið fyrir konur. Ég er búin að vera ótrúlega passasöm á allt mitt og er þessi keppni ekki eitthvað sem ég vil láta bendla mig við. Þetta eru ótrúlega ólíkar keppnir og getur verið villandi fyrir fólk að sjá myndir frá okkur tengt þessu,“ segir Manuela í samtali við Vísi. Umrædd keppni verður haldin í mars á skemmtistöðunum Exit og B5. Ísdrottningin Ásdís Rán Gunnarsdóttir mun þjálfa keppendur, og sagði hún í samtali við Vísi á dögunum að markmiðið væri að endurvekja hina gömlu Ungfrú Hawaiian-Tropic keppni. Ásdís var framkvæmdastjóri þeirra keppni árið 2008. Myndirnar sem Sverrir notaði í auglýsinguna fyrir keppnina voru af þeim Elísu Gróu Steinþórsdóttur, Ungfrú Ísland 2021, Hrafnhildi Haraldsdóttur, Ungfrú Ísland 2022 og Lilju Sif Pétursdóttur, Ungfrú Ísland 2023, en myndirnar eru í eigu Arnórs Traustasonar ljósmyndara. „Þetta var tekið niður sem er aðalatriðið en þær eru samt búnir að vera inni í einhverjar klukkustundir, einhver skaði er skeður. Að bera fyrir sig mistök skil ég ekki. Mér fannst Sverrir gera mjög lítið úr þessu og bar þetta upp eins ég væri með óþarfa vesen,“ segir Manuela. Skjáskot/Manuela Ósk Á fjórða tug umsækjenda Sverrir segir í skriflegu svari til Vísis að um mistök hafi verið að ræða. Hann ætli sér að greiða eiganda myndanna fyrir óheimila birtingu. „Fyrir mistök fóru á samfélagsmiðla tvær færslur með rangri mynd þegar verið að greina frá Miss Bikini Iceland keppninni. Ranga myndin var uppkast frá því verið var að leggja drög að kynningu á Miss Bikini Iceland. Færslurnar voru að sjálfsögðu teknar úr birtingu um leið og mistökin uppgötvuðust. Ekki var á nokkurn hátt ásetningur um að nota myndir frá keppninni Ungfrú ísland sem ég ber mjög mikla virðingu fyrir og hef stutt í gegnum tíðina, meðal annars með samstarfi við Þrastalund. Ég greiði eiganda myndanna eðlilegt verð fyrir óheimila birtingu þeirra þessa stuttu stund sem hún varði, en árétta að þetta voru mistök sem hafa verið leiðrétt,“ segir Sverrir. Viðbrögðin við keppninni hafi verið mjög góð. „Nú þegar höfum við fengið á fjórða tug umsókna um þátttöku í keppninni. Um þær og tilhögun keppninnar verður upplýst nánar þegar nær dregur,“ segir Sverrir. Ungfrú Ísland Mest lesið Ace Frehley látinn af slysförum Lífið Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur Tíska og hönnun „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Lífið Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Lífið Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Lífið Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ Lífið Slappur smassborgari Gagnrýni Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Lífið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Fleiri fréttir Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Sjá meira
„Það hefur tekið langan tíma að ná fram jákvæðari ímynd á fegurðarsamkeppnir, og sýna hversu mikið þær hafa breyst og hversu uppbyggilegar og valdeflandi þær geta verið fyrir konur. Ég er búin að vera ótrúlega passasöm á allt mitt og er þessi keppni ekki eitthvað sem ég vil láta bendla mig við. Þetta eru ótrúlega ólíkar keppnir og getur verið villandi fyrir fólk að sjá myndir frá okkur tengt þessu,“ segir Manuela í samtali við Vísi. Umrædd keppni verður haldin í mars á skemmtistöðunum Exit og B5. Ísdrottningin Ásdís Rán Gunnarsdóttir mun þjálfa keppendur, og sagði hún í samtali við Vísi á dögunum að markmiðið væri að endurvekja hina gömlu Ungfrú Hawaiian-Tropic keppni. Ásdís var framkvæmdastjóri þeirra keppni árið 2008. Myndirnar sem Sverrir notaði í auglýsinguna fyrir keppnina voru af þeim Elísu Gróu Steinþórsdóttur, Ungfrú Ísland 2021, Hrafnhildi Haraldsdóttur, Ungfrú Ísland 2022 og Lilju Sif Pétursdóttur, Ungfrú Ísland 2023, en myndirnar eru í eigu Arnórs Traustasonar ljósmyndara. „Þetta var tekið niður sem er aðalatriðið en þær eru samt búnir að vera inni í einhverjar klukkustundir, einhver skaði er skeður. Að bera fyrir sig mistök skil ég ekki. Mér fannst Sverrir gera mjög lítið úr þessu og bar þetta upp eins ég væri með óþarfa vesen,“ segir Manuela. Skjáskot/Manuela Ósk Á fjórða tug umsækjenda Sverrir segir í skriflegu svari til Vísis að um mistök hafi verið að ræða. Hann ætli sér að greiða eiganda myndanna fyrir óheimila birtingu. „Fyrir mistök fóru á samfélagsmiðla tvær færslur með rangri mynd þegar verið að greina frá Miss Bikini Iceland keppninni. Ranga myndin var uppkast frá því verið var að leggja drög að kynningu á Miss Bikini Iceland. Færslurnar voru að sjálfsögðu teknar úr birtingu um leið og mistökin uppgötvuðust. Ekki var á nokkurn hátt ásetningur um að nota myndir frá keppninni Ungfrú ísland sem ég ber mjög mikla virðingu fyrir og hef stutt í gegnum tíðina, meðal annars með samstarfi við Þrastalund. Ég greiði eiganda myndanna eðlilegt verð fyrir óheimila birtingu þeirra þessa stuttu stund sem hún varði, en árétta að þetta voru mistök sem hafa verið leiðrétt,“ segir Sverrir. Viðbrögðin við keppninni hafi verið mjög góð. „Nú þegar höfum við fengið á fjórða tug umsókna um þátttöku í keppninni. Um þær og tilhögun keppninnar verður upplýst nánar þegar nær dregur,“ segir Sverrir.
Ungfrú Ísland Mest lesið Ace Frehley látinn af slysförum Lífið Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur Tíska og hönnun „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Lífið Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Lífið Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Lífið Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ Lífið Slappur smassborgari Gagnrýni Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Lífið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Fleiri fréttir Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Sjá meira