„Þú notar ekki sömu krónurnar tvisvar“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 23. janúar 2024 12:27 Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, fjármálaráðherra. Vísir/Ívar Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, fjármála-og efnahagsráðherra, segir ljóst að aðgerðir til handa Grindvíkingum hafi áhrif á stöðu ríkisfjármála og þar með mögulegt útspil stjórnvalda í kjaraviðræðum. „Í fyrsta lagi er auðvitað gríðarlega mikilvægt að aðilar vinnumarkaðarins nái saman um kaup og kjör. Við vitum að aðkoma stjórnvalda verður einhver,“ segir Þórdís Kolbrún í samtali við fréttastofu. Tilefnið eru ummæli Bjarna Benediktssonar, um að aðgerðir vegna Grindavíkur geti orðið til þess að mögulega verði ekki hægt að verða við öllum kröfum verkalýðshreyfingarinnar. Verkalýðshreyfingin hefur sagt myndarlega aðkomu ríkisins nauðsynlega í yfirstandandi kjaraviðræðum. „Við vitum líka og það sjá það auðvitað öll að þegar að svona aðgerðir eru boðaðar þar sem eitt prósent þjóðarinnar verður fyrir hamförum og er í gríðarlegri óvissu og 99 prósentin ætla að bera það með þeim að þá hefur það áhrif á heildarmengið, af því að þetta er bara einn sjóður og þú notar ekki sömu krónurnar tvisvar,“ segir Þórdís Kolbrún. „Þannig að í mínum huga blasir við að þær aðgerðir hafa áhrif á ríkisfjármálin almennt. Þannig að þegar það eru hugmyndir uppi um gríðarlega mikla fjármuni úr ríkissjóði næstu ár, upp á tugi milljarða að þá er það úr sama sjóði.“ Sjá má viðtalið í heild sinni í spilaranum að neðan. Aðila vinnumarkaðarins að reikna Þórdís Kolbrún segir það ekki breyta því að aðilar vinnumarkaðarins verði að ná saman um kjarasamninga. Það sé í höndum þeirra nú. „En ég held að við skiljum það öll og ég held að allir sjái það að að sjálfsögðu hefur þetta áhrif,“ segir Þórdís. Spurð um mögulegar upphæðir vegna framlag ríkisins vegna kjarasamninga segist Þórdís líta svo á að nú séu aðilar vinnumarkaðarins að reikna. Eruð þið búin að reikna ykkar dæmi þegar kemur að þessu? „Ja, þau hafa ekki ennþá náð saman sín á milli, þannig að það þarf nú að gerast í þeirri röð. Við höfum auðvitað verið að vinna í töluverðan tíma, bæði átt fundi og samtöl við þau en síðan verið með mikla vinnu og marga fundi hérna um þetta allt saman. Síðan erum við komin með nýja stöðu núna, þannig að það mun hafa áhrif. Forgangsatriðið er að það er á ábyrgð aðila vinnumarkaðarins að finna út úr sínum málum sín á milli og þau eru að reikna.“ Aðgerðirnar muni reyna á verðbólgumarkmið Þórdís segir frumvörp vegna aðgerða til handa Grindvíkinga eiga að liggja fyrir snemma í febrúar. Allt kapp sé lagt á að þau verði tilbúin á þeim tíma en Þórdís tekur fram að mikilvægt sé að vinna þau vel. „Og að við róum fyrir hverja vík í þessu vegna þess að það skiptir gríðarlegu máli að við takmörkum neikvæð áhrif á ríkisfjármálin, peningastefnu, yfirlýst markmið okkar allra um að ná tökum á verðbólgu, þetta setur strik í þann reikning, þannig að það skiptir máli að gera þetta vel. En við ætlum að halda okkur við þetta tímamark og það reynir auðvitað bara á alla sem koma að málinu.“ Þórdís segir það hafa verið rætt að nýta fjármagn sem á að fara í varnargarða einnig í aðgerðir til handa Grindvíkingum í framtíðinni. Mikilvægt sé að líta á heildarsamhengið. Verður þetta framtíðin, verður tekin af landsmönnum einhver áframhaldandi prósenta sem var brennimerkt varnargörðum? „Við erum komin með svona grófar línur um það hvernig þetta gæti litið út. Það hangir auðvitað á öðrum þáttum líka, bæði á útfærslunni, á aðkomu fjármálastofnana og lífeyrissjóða og öðrum þáttum, Þannig að þetta er einfaldlega allt undir. En við þurfum bæði að forgangsraða en við þurfum líka að útfæra þetta með ábyrgum hætti.“ Spurningar vegna vinnu við varnargarða Er eitthvað verið að skoða að hætta vinnu við varnargarðana og setja fjármagn sem hefði farið í það í þennan aðgerðarpakka? „Þetta er nefnilega eitthvað líka sem við verðum að botna. Ef við erum að líta svo á að þarna sé virði sem annaðhvort ríkið er með einhverjum hætti að fara að taka yfir þá væntanlega skiptir máli að reyna að verja þær eignir. Sömuleiðis ef við erum að tala um að atvinnulífið geti verið þarna áfram starfandi, sérstaklega hafnartengd starfsemi þar sem hefur verið gríðarleg verðmætasköpun, sem skiptir ekki bara máli fyrir Grindvíkinga, heldur samfélagið allt og þjóðarbúið, að þá auðvitað þarf að hugsa hvað er unnið með því ef slíku er haldið áfram.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Sjá meira
„Í fyrsta lagi er auðvitað gríðarlega mikilvægt að aðilar vinnumarkaðarins nái saman um kaup og kjör. Við vitum að aðkoma stjórnvalda verður einhver,“ segir Þórdís Kolbrún í samtali við fréttastofu. Tilefnið eru ummæli Bjarna Benediktssonar, um að aðgerðir vegna Grindavíkur geti orðið til þess að mögulega verði ekki hægt að verða við öllum kröfum verkalýðshreyfingarinnar. Verkalýðshreyfingin hefur sagt myndarlega aðkomu ríkisins nauðsynlega í yfirstandandi kjaraviðræðum. „Við vitum líka og það sjá það auðvitað öll að þegar að svona aðgerðir eru boðaðar þar sem eitt prósent þjóðarinnar verður fyrir hamförum og er í gríðarlegri óvissu og 99 prósentin ætla að bera það með þeim að þá hefur það áhrif á heildarmengið, af því að þetta er bara einn sjóður og þú notar ekki sömu krónurnar tvisvar,“ segir Þórdís Kolbrún. „Þannig að í mínum huga blasir við að þær aðgerðir hafa áhrif á ríkisfjármálin almennt. Þannig að þegar það eru hugmyndir uppi um gríðarlega mikla fjármuni úr ríkissjóði næstu ár, upp á tugi milljarða að þá er það úr sama sjóði.“ Sjá má viðtalið í heild sinni í spilaranum að neðan. Aðila vinnumarkaðarins að reikna Þórdís Kolbrún segir það ekki breyta því að aðilar vinnumarkaðarins verði að ná saman um kjarasamninga. Það sé í höndum þeirra nú. „En ég held að við skiljum það öll og ég held að allir sjái það að að sjálfsögðu hefur þetta áhrif,“ segir Þórdís. Spurð um mögulegar upphæðir vegna framlag ríkisins vegna kjarasamninga segist Þórdís líta svo á að nú séu aðilar vinnumarkaðarins að reikna. Eruð þið búin að reikna ykkar dæmi þegar kemur að þessu? „Ja, þau hafa ekki ennþá náð saman sín á milli, þannig að það þarf nú að gerast í þeirri röð. Við höfum auðvitað verið að vinna í töluverðan tíma, bæði átt fundi og samtöl við þau en síðan verið með mikla vinnu og marga fundi hérna um þetta allt saman. Síðan erum við komin með nýja stöðu núna, þannig að það mun hafa áhrif. Forgangsatriðið er að það er á ábyrgð aðila vinnumarkaðarins að finna út úr sínum málum sín á milli og þau eru að reikna.“ Aðgerðirnar muni reyna á verðbólgumarkmið Þórdís segir frumvörp vegna aðgerða til handa Grindvíkinga eiga að liggja fyrir snemma í febrúar. Allt kapp sé lagt á að þau verði tilbúin á þeim tíma en Þórdís tekur fram að mikilvægt sé að vinna þau vel. „Og að við róum fyrir hverja vík í þessu vegna þess að það skiptir gríðarlegu máli að við takmörkum neikvæð áhrif á ríkisfjármálin, peningastefnu, yfirlýst markmið okkar allra um að ná tökum á verðbólgu, þetta setur strik í þann reikning, þannig að það skiptir máli að gera þetta vel. En við ætlum að halda okkur við þetta tímamark og það reynir auðvitað bara á alla sem koma að málinu.“ Þórdís segir það hafa verið rætt að nýta fjármagn sem á að fara í varnargarða einnig í aðgerðir til handa Grindvíkingum í framtíðinni. Mikilvægt sé að líta á heildarsamhengið. Verður þetta framtíðin, verður tekin af landsmönnum einhver áframhaldandi prósenta sem var brennimerkt varnargörðum? „Við erum komin með svona grófar línur um það hvernig þetta gæti litið út. Það hangir auðvitað á öðrum þáttum líka, bæði á útfærslunni, á aðkomu fjármálastofnana og lífeyrissjóða og öðrum þáttum, Þannig að þetta er einfaldlega allt undir. En við þurfum bæði að forgangsraða en við þurfum líka að útfæra þetta með ábyrgum hætti.“ Spurningar vegna vinnu við varnargarða Er eitthvað verið að skoða að hætta vinnu við varnargarðana og setja fjármagn sem hefði farið í það í þennan aðgerðarpakka? „Þetta er nefnilega eitthvað líka sem við verðum að botna. Ef við erum að líta svo á að þarna sé virði sem annaðhvort ríkið er með einhverjum hætti að fara að taka yfir þá væntanlega skiptir máli að reyna að verja þær eignir. Sömuleiðis ef við erum að tala um að atvinnulífið geti verið þarna áfram starfandi, sérstaklega hafnartengd starfsemi þar sem hefur verið gríðarleg verðmætasköpun, sem skiptir ekki bara máli fyrir Grindvíkinga, heldur samfélagið allt og þjóðarbúið, að þá auðvitað þarf að hugsa hvað er unnið með því ef slíku er haldið áfram.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Sjá meira