Neitar Taylor Swift-hamstri og segir reikninginn hafa verið hakkaðan Magnús Jochum Pálsson skrifar 22. janúar 2024 22:12 Svo virðist sem einhver hafi hakkað sig inn á Twitter-aðgang Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar til að hæðast að prófessornum. Vísir/Vilhelm Hannes Hólmsteinn neitar því að hafa reynt að selja miða á tónleika Taylor Swift. Hins vegar hafi einhver óprúttinn aðili brotist inn á reikning hans á X (áður Twitter) sem skýri miðasöluna. DV greindu frá því að Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor emeritus í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, hafi tvisvar sinnum auglýst Taylor Swift miða til sölu á samfélagsmiðlinum X á undanförnum dögum. Fyrst hafi hann þann 14. janúar síðastliðinn auglýst tvo miða til sölu á tónleika Taylor Swift í kanadísku stórborginni Vancouver sem fara fram í desember á næsta ári. Hann hafi síðan í nótt aftur auglýst tvo miða á Taylor Swift til sölu. Svo virðist hins vegar sem Hannes sé ekki þessi yfirlýsti Taylor Swift-aðdáandi sem hann virðist vera á X-inu. Hi, I m looking to sell 2 Taylor Swift tickets to Hard Rock Stadium, Miami FloridaI m selling the tickets close to the face value, you can send me a DM if interested— Hannes H. Gissurarson (@hannesgi) January 22, 2024 Kannaðist ekki við söngkonuna frægu Hannes brást við fréttaflutningi DV af tónleikamiðahamstrinu á Facebook í kvöld þar sem hann spurði hvernig í ósköpunum DV dytti í hug að hann væri að selja miða á tónleika Taylor Swift. „En það er hins vegar rétt, að einhver hefur brotist inn á Twitter-reikning minn (í desember síðastliðnum) og skipt um aðgangsorð, svo að ég kemst ekki inn á hann,“ segir hann í færslunni. Hann segist hafa margreynt að fá „Twitter eða X“ til að lagfæra það en það hafi ekki gengið og hann skilji ekki seinaganginn. „Ég vissi raunar ekki, hver Taylor Swift var, fyrr en ég sá þetta,“ skrifaði hann í lok færslunnar. Ef X-aðgangur Hannesar er skoðaður nánar má þar sjá stuðningsyfirlýsingar við Joe Biden, Bandaríkjaforseta, og deilingar á færslum sem gagnrýna eða gera lítið úr Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Þekkjandi hægrisinnaðar skoðanir Hannesar virðist eitthvað skakkt þar. Svo virðist sem einhver hafi hakkað sig inn á aðgang Hannesar til að hæðast að honum og láta sem hann hafi skoðanir sem séu í raun þveröfugar við það sem honum finnst. Auk þess að gagnrýna Trump og hylla Biden þá hefur aðgangurinn endurbirt margar færslur um sjálfstæði Skotlands og hvað Brexit voru mikil mistök. Netglæpir Netöryggi Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Fleiri fréttir Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sjá meira
DV greindu frá því að Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor emeritus í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, hafi tvisvar sinnum auglýst Taylor Swift miða til sölu á samfélagsmiðlinum X á undanförnum dögum. Fyrst hafi hann þann 14. janúar síðastliðinn auglýst tvo miða til sölu á tónleika Taylor Swift í kanadísku stórborginni Vancouver sem fara fram í desember á næsta ári. Hann hafi síðan í nótt aftur auglýst tvo miða á Taylor Swift til sölu. Svo virðist hins vegar sem Hannes sé ekki þessi yfirlýsti Taylor Swift-aðdáandi sem hann virðist vera á X-inu. Hi, I m looking to sell 2 Taylor Swift tickets to Hard Rock Stadium, Miami FloridaI m selling the tickets close to the face value, you can send me a DM if interested— Hannes H. Gissurarson (@hannesgi) January 22, 2024 Kannaðist ekki við söngkonuna frægu Hannes brást við fréttaflutningi DV af tónleikamiðahamstrinu á Facebook í kvöld þar sem hann spurði hvernig í ósköpunum DV dytti í hug að hann væri að selja miða á tónleika Taylor Swift. „En það er hins vegar rétt, að einhver hefur brotist inn á Twitter-reikning minn (í desember síðastliðnum) og skipt um aðgangsorð, svo að ég kemst ekki inn á hann,“ segir hann í færslunni. Hann segist hafa margreynt að fá „Twitter eða X“ til að lagfæra það en það hafi ekki gengið og hann skilji ekki seinaganginn. „Ég vissi raunar ekki, hver Taylor Swift var, fyrr en ég sá þetta,“ skrifaði hann í lok færslunnar. Ef X-aðgangur Hannesar er skoðaður nánar má þar sjá stuðningsyfirlýsingar við Joe Biden, Bandaríkjaforseta, og deilingar á færslum sem gagnrýna eða gera lítið úr Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Þekkjandi hægrisinnaðar skoðanir Hannesar virðist eitthvað skakkt þar. Svo virðist sem einhver hafi hakkað sig inn á aðgang Hannesar til að hæðast að honum og láta sem hann hafi skoðanir sem séu í raun þveröfugar við það sem honum finnst. Auk þess að gagnrýna Trump og hylla Biden þá hefur aðgangurinn endurbirt margar færslur um sjálfstæði Skotlands og hvað Brexit voru mikil mistök.
Netglæpir Netöryggi Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Fleiri fréttir Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sjá meira