Þjóðverjar snýttu Ungverjum eftir slaka byrjun Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. janúar 2024 21:30 Julian Koster var frábær í kvöld. Sanjin Strukic/Getty Images Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar í Þýskalandi unnu Ungverjaland með sjö marka mun í milliriðli Evrópumóts karla í handbolta, lokatölur 35-28. Sigur Þýskalands hefur því miður ekki jákvæð áhrif á Ólympíudrauma Íslands. Ungverjar byrjuðu leikinn nokkuð vel og voru yfir lengi vel í fyrri hálfleik en á endanum voru það Þjóðverjar sem voru einu marki yfir þegar liðin gengu til búningsherbergja. Í síðari hálfleik var aðeins eitt lið á vellinum og fór það svo að Þýskaland vann gríðarlega öruggan sigur, lokatölur 35-28. Julian Koster skoraði 8 mörk í liði Þýskalands á meðan Gabor Ancsin og Miklos Rosta skoruðu 6 mörk hvor í liði Ungverjalands. Julian Köster is on fire 7 goals already #ehfeuro2024 #heretoplay #GERHUN @DHB_Teams pic.twitter.com/Ij68mtoxWu— EHF EURO (@EHFEURO) January 22, 2024 Sigurinn gerir það að verkum að Þýskaland er við það að komast í undanúrslit Evrópumótsins. Lærisveinar Alfreðs mæta Króatíu í lokaumferð milliriðilsins og tryggja sér sæti í undanúrslitum með sigri. Hvað varðar Ólympíuvonir Íslands þá gerir sigur Þýskalands það að verkum að Ísland, Ungverjaland og Austurríki gætu öll endað með fjögur stig, fari svo að Ísland vinni Austurríki í lokaumferðinni. Fari svo að þjóðirnar endi allar með fjögur stig verður farið í innbyrðis viðureignir liðanna og þar er Ísland í vondum málum eftir stórt tap gegn Ungverjalandi fyrr í mótinu. Taki Ungverjar stig gegn Frakklandi þá dugir Íslandi að vinna Austurríki. Ef Ungverjar tapa fyrir Frakklandi þá þarf Ísland 5 marka sigur gegn Austurríki. Jæja, við þurfum að vinna Austurríki með 5+ til að komast upp fyrir þá í innbyrðisstöðu okkar, Austurríkis og Ungverjalands (þá öll með 4 stig). Stórtap gegn Ungverjum að skemma smá. Til vara nægir að vinna Austurríki ef Ungverjar taka stig gegn Frökkum.— Einar Örn Jónsson (@RanieNro) January 22, 2024 Staðan í riðlinum er sem stendur svona: 1. Frakkland - 8 stig (+17 í markatölu) 2. Þýskaland - 5 stig (+6) 3. Austurríki - 4 stig (-4) 4. Ungverjaland - 4 stig (+3) 5. Ísland - 2 stig (-12) 6. Króatía - 1 stig (-10) Fréttin hefur verið uppfærð. Handbolti EM 2024 í handbolta Tengdar fréttir Frakkar réttu Íslendingum hjálparhönd Frakkland lagði Austurríki með fimm marka mun í milliriðli EM karla í handbolta í dag, lokatölur 33-28. Sigurinn tryggir Frökkum sæti í undanúrslitum EM og heldur Ólympíudraumi okkar Íslendinga á lífi. 22. janúar 2024 18:55 Mest lesið Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Sjá meira
Ungverjar byrjuðu leikinn nokkuð vel og voru yfir lengi vel í fyrri hálfleik en á endanum voru það Þjóðverjar sem voru einu marki yfir þegar liðin gengu til búningsherbergja. Í síðari hálfleik var aðeins eitt lið á vellinum og fór það svo að Þýskaland vann gríðarlega öruggan sigur, lokatölur 35-28. Julian Koster skoraði 8 mörk í liði Þýskalands á meðan Gabor Ancsin og Miklos Rosta skoruðu 6 mörk hvor í liði Ungverjalands. Julian Köster is on fire 7 goals already #ehfeuro2024 #heretoplay #GERHUN @DHB_Teams pic.twitter.com/Ij68mtoxWu— EHF EURO (@EHFEURO) January 22, 2024 Sigurinn gerir það að verkum að Þýskaland er við það að komast í undanúrslit Evrópumótsins. Lærisveinar Alfreðs mæta Króatíu í lokaumferð milliriðilsins og tryggja sér sæti í undanúrslitum með sigri. Hvað varðar Ólympíuvonir Íslands þá gerir sigur Þýskalands það að verkum að Ísland, Ungverjaland og Austurríki gætu öll endað með fjögur stig, fari svo að Ísland vinni Austurríki í lokaumferðinni. Fari svo að þjóðirnar endi allar með fjögur stig verður farið í innbyrðis viðureignir liðanna og þar er Ísland í vondum málum eftir stórt tap gegn Ungverjalandi fyrr í mótinu. Taki Ungverjar stig gegn Frakklandi þá dugir Íslandi að vinna Austurríki. Ef Ungverjar tapa fyrir Frakklandi þá þarf Ísland 5 marka sigur gegn Austurríki. Jæja, við þurfum að vinna Austurríki með 5+ til að komast upp fyrir þá í innbyrðisstöðu okkar, Austurríkis og Ungverjalands (þá öll með 4 stig). Stórtap gegn Ungverjum að skemma smá. Til vara nægir að vinna Austurríki ef Ungverjar taka stig gegn Frökkum.— Einar Örn Jónsson (@RanieNro) January 22, 2024 Staðan í riðlinum er sem stendur svona: 1. Frakkland - 8 stig (+17 í markatölu) 2. Þýskaland - 5 stig (+6) 3. Austurríki - 4 stig (-4) 4. Ungverjaland - 4 stig (+3) 5. Ísland - 2 stig (-12) 6. Króatía - 1 stig (-10) Fréttin hefur verið uppfærð.
Handbolti EM 2024 í handbolta Tengdar fréttir Frakkar réttu Íslendingum hjálparhönd Frakkland lagði Austurríki með fimm marka mun í milliriðli EM karla í handbolta í dag, lokatölur 33-28. Sigurinn tryggir Frökkum sæti í undanúrslitum EM og heldur Ólympíudraumi okkar Íslendinga á lífi. 22. janúar 2024 18:55 Mest lesið Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Sjá meira
Frakkar réttu Íslendingum hjálparhönd Frakkland lagði Austurríki með fimm marka mun í milliriðli EM karla í handbolta í dag, lokatölur 33-28. Sigurinn tryggir Frökkum sæti í undanúrslitum EM og heldur Ólympíudraumi okkar Íslendinga á lífi. 22. janúar 2024 18:55