„Ég er mest feginn að hafa keyrt yfir sprunguna en ekki labbað yfir hana“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 20. janúar 2024 21:01 Benedikt og barnabarn hans voru í bílnum þegar dekkið pompaði ofan í holuna. Dekkið á vinnubíl Benedikts G. Jónssonar, pípulagningameistara, pompaði niður í holu þegar jörð gaf sig í Grindavík í dag. Benedikt var fljótur að aka upp úr holunni og sakaði engan í atvikinu. Benedikt rekur fyrirtækið Benna pípara og er búinn að vera í Grindavík undanfarna daga eins og fjöldi annarra pípara við að yfirfara hús í bænum. Hann segir jörðina hafa gefið sig óvænt þegar hann ók inn á bílastæði í bænum. „Þetta var núna rétt um hádegið sem við fórum að húsi sem heitir Vigtin. Þetta er á milli slökkvistöðvarinnar og verkstæðisins Grindarinnar. Við vorum að fara þar inn til að ganga frá. Ég keyrði inn götuna og ætlaði reyndar að skilja bílinn eftir á götunni og labba upp að húsinu en ákvað að keyra inn planið af því ég vissi að það var búið að fylla upp í sprunguna sem kom 10. nóvember og menn höfðu verið að leggja bílum þarna áður,“ segir Benedikt. „Ég keyrði inn á planið og þá húrraði bíllinn niður. Ég keyrði hann upp úr strax og stoppaði þannig að sprungan var undir miðjum bílnum,“ segir hann. Það hafi farið um hann ónotatilfinning. „Afastrákurinn minn var með mér og ég rak hann út úr bílnum af því ég hélt að bíllinn færi niður. En það var nú ekki svo slæmt. Svo ákvað ég bara að taka sénsinn að leggja á stýrið og bakka út. Ég hugsaði að hann færi ekki mikið neðar,“ segir hann. Feginn að hafa ekki labbað yfir sprunguna Benedikt segir að í kjölfarið hafi svæðið verið girt af og menn komið til að mæla dýpt holunnar. „Ég sá ekki ofan í botn á þessari sprungu. Þetta er held ég aðalsprungan sem liggur þvert í gegnum bæinn,“ segir hann. Holan var mæld en Benedikt segir hana hafa verið ansi djúpa. Aðsent Þetta var ansi djúpt er það ekki? „Þetta var eins og skæna af sandi sem ég keyri yfir og svo stækkaði holrúmið niður eins og tregt á hvolfi,“ segir hann. „Ég er mest feginn að hafa keyrt yfir sprunguna en ekki labbað yfir hana,“ segir Benedikt. Hann tekur fram að allir sem eru þarna að störfum séu í öryggisbeltum og með hjálma. „Ekki það að það geri mikið ef maður fer lengst ofan í þetta,“ segir hann og bætir við „en það er hugsað til að auðvelda að ná manni upp.“ Svæðið sé þó ekki metið hættulegt. Þú ert ekki orðinn smeykur við að fara þarna um eftir þetta? „Ég get sagt þér að ég passa extra vel upp á hvert ég labba af því núna er ég búinn að sjá þetta sjálfur,“ segir Benedikt. Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Fleiri fréttir Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Sjá meira
Benedikt rekur fyrirtækið Benna pípara og er búinn að vera í Grindavík undanfarna daga eins og fjöldi annarra pípara við að yfirfara hús í bænum. Hann segir jörðina hafa gefið sig óvænt þegar hann ók inn á bílastæði í bænum. „Þetta var núna rétt um hádegið sem við fórum að húsi sem heitir Vigtin. Þetta er á milli slökkvistöðvarinnar og verkstæðisins Grindarinnar. Við vorum að fara þar inn til að ganga frá. Ég keyrði inn götuna og ætlaði reyndar að skilja bílinn eftir á götunni og labba upp að húsinu en ákvað að keyra inn planið af því ég vissi að það var búið að fylla upp í sprunguna sem kom 10. nóvember og menn höfðu verið að leggja bílum þarna áður,“ segir Benedikt. „Ég keyrði inn á planið og þá húrraði bíllinn niður. Ég keyrði hann upp úr strax og stoppaði þannig að sprungan var undir miðjum bílnum,“ segir hann. Það hafi farið um hann ónotatilfinning. „Afastrákurinn minn var með mér og ég rak hann út úr bílnum af því ég hélt að bíllinn færi niður. En það var nú ekki svo slæmt. Svo ákvað ég bara að taka sénsinn að leggja á stýrið og bakka út. Ég hugsaði að hann færi ekki mikið neðar,“ segir hann. Feginn að hafa ekki labbað yfir sprunguna Benedikt segir að í kjölfarið hafi svæðið verið girt af og menn komið til að mæla dýpt holunnar. „Ég sá ekki ofan í botn á þessari sprungu. Þetta er held ég aðalsprungan sem liggur þvert í gegnum bæinn,“ segir hann. Holan var mæld en Benedikt segir hana hafa verið ansi djúpa. Aðsent Þetta var ansi djúpt er það ekki? „Þetta var eins og skæna af sandi sem ég keyri yfir og svo stækkaði holrúmið niður eins og tregt á hvolfi,“ segir hann. „Ég er mest feginn að hafa keyrt yfir sprunguna en ekki labbað yfir hana,“ segir Benedikt. Hann tekur fram að allir sem eru þarna að störfum séu í öryggisbeltum og með hjálma. „Ekki það að það geri mikið ef maður fer lengst ofan í þetta,“ segir hann og bætir við „en það er hugsað til að auðvelda að ná manni upp.“ Svæðið sé þó ekki metið hættulegt. Þú ert ekki orðinn smeykur við að fara þarna um eftir þetta? „Ég get sagt þér að ég passa extra vel upp á hvert ég labba af því núna er ég búinn að sjá þetta sjálfur,“ segir Benedikt.
Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Fleiri fréttir Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Sjá meira