Fjölnotaíþróttahús byggt í Borgarnesi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 20. janúar 2024 14:03 Stefán Broddi Guðjónsson, sveitarstjóri Borgarbyggðar, sem hefur meira en nóg að gera að skipuleggja ný verkefni á nýju ári í sveitarfélaginu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Heilmiklar framkvæmdir fara fram í Borgarbyggð á nýju ári en þar ber helst að nefna byggingu nýs fjölnotaíþróttahúss í Borgarnesi og endurbyggingu á grunnskólanum á Kleppjárnsreykjum. Kostnaðurinn við þessi tvö verkefni er um þriðja milljarð króna. Það er engin lognmolla í Borgarbyggð um þessar mundir, miklar framkvæmdir víða í gangi, bæði á vegum sveitarfélagsins og einkaaðila og þá eru fjölbreytt plön í pípunum um meiri framkvæmdir á næstu árum. Íbúar sveitarfélagsins eru um 4.300. En hver eru stærstu verkefnin nú á árinu 2024? Stefán Broddi Guðjónsson er sveitarstjóri Borgarbyggðar. „Það er verið að endurbyggja Grunnskóla Borgarfjarðar á Kleppjárnsreykjum og það er mjög stór framkvæmd og jafnframt er á áætlun hjá okkur að hefja framkvæmdir við fjölnotaíþróttahús, eða knatthús og það er á svæðinu þar sem íþróttavöllurinn er og verður þar yst eða eins og kallað er á æfingasvæðinu,“ segir Stefán. Stefán Broddi segir að bæði þessi verkefni taki í fjárhagslega en hann er þó ekkert að kvarta enda fjárhagsstaða sveitarfélagsins góð. „Eigum við ekki að segja að þessi tvö verkefni eru eitthvað á þriðja milljarða, samtals.“ En hvenær má reikna með því að fjölnotaíþrótthúsið verði tekið í notkun, knatthöllin? „Ég vona að hún verði tekin í notkun 2025, við vonum það. En það skiptir máli að við tímasetjum rétt því það er líka fram undan landsmót, Unglingalandsmót hér í Borgarnesi í sumar. Þannig að við stefnum á að hefja framkvæmdir eftir það landsmót,“ segir Stefán. Borgarbyggð er vaxandi sveitarfélag þar sem íbúum fjölgar og fjölgar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Stefán Broddi segir að einkaaðilar séu með mjög fjölbreytt og spennandi verkefni víða í sveitarfélaginu eins og byggingu nýrra íbúða í Borgarnesi og á Hvanneyri. Stærsta verkefnið sé þó Brákarey í Borgarnesi, hvernig skipulaginu verði háttað þar. „Ég vonast til að við getum kynnt deiliskipulag fljótlega en það er gríðarlega stór framkvæmd má segja og býður upp á mikil tækifæri fyrir okkur", segir Stefán sveitarstjóri. Heilmikið er byggt í sveitarfélaginu eins og þessi hús í Borgarnesi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Borgarbyggð Íþróttir barna Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Sjá meira
Það er engin lognmolla í Borgarbyggð um þessar mundir, miklar framkvæmdir víða í gangi, bæði á vegum sveitarfélagsins og einkaaðila og þá eru fjölbreytt plön í pípunum um meiri framkvæmdir á næstu árum. Íbúar sveitarfélagsins eru um 4.300. En hver eru stærstu verkefnin nú á árinu 2024? Stefán Broddi Guðjónsson er sveitarstjóri Borgarbyggðar. „Það er verið að endurbyggja Grunnskóla Borgarfjarðar á Kleppjárnsreykjum og það er mjög stór framkvæmd og jafnframt er á áætlun hjá okkur að hefja framkvæmdir við fjölnotaíþróttahús, eða knatthús og það er á svæðinu þar sem íþróttavöllurinn er og verður þar yst eða eins og kallað er á æfingasvæðinu,“ segir Stefán. Stefán Broddi segir að bæði þessi verkefni taki í fjárhagslega en hann er þó ekkert að kvarta enda fjárhagsstaða sveitarfélagsins góð. „Eigum við ekki að segja að þessi tvö verkefni eru eitthvað á þriðja milljarða, samtals.“ En hvenær má reikna með því að fjölnotaíþrótthúsið verði tekið í notkun, knatthöllin? „Ég vona að hún verði tekin í notkun 2025, við vonum það. En það skiptir máli að við tímasetjum rétt því það er líka fram undan landsmót, Unglingalandsmót hér í Borgarnesi í sumar. Þannig að við stefnum á að hefja framkvæmdir eftir það landsmót,“ segir Stefán. Borgarbyggð er vaxandi sveitarfélag þar sem íbúum fjölgar og fjölgar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Stefán Broddi segir að einkaaðilar séu með mjög fjölbreytt og spennandi verkefni víða í sveitarfélaginu eins og byggingu nýrra íbúða í Borgarnesi og á Hvanneyri. Stærsta verkefnið sé þó Brákarey í Borgarnesi, hvernig skipulaginu verði háttað þar. „Ég vonast til að við getum kynnt deiliskipulag fljótlega en það er gríðarlega stór framkvæmd má segja og býður upp á mikil tækifæri fyrir okkur", segir Stefán sveitarstjóri. Heilmikið er byggt í sveitarfélaginu eins og þessi hús í Borgarnesi.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Borgarbyggð Íþróttir barna Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Sjá meira