Neituðu að fara út í kuldann Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 19. janúar 2024 13:18 Ragnar Erling Hermannsson hefur verið virkur í að vekja athygli á stöðu heimilislausra. Vísir/Steingrímur Dúi Hópur heimilislausra manna fór í setuverkfalli í gistiskýlinu á Granda í morgun. Þeir mótmæltu því að skýlinu sé lokað klukkan tíu í frosthörku þegar flestir liggi í flensu. Formaður Velferðarráðs hjá Reykjavíkurborg segir aðstöðu í skýlinu ekki fullnægjandi á daginn. Neyðaropnun hafi verið virkjuð og boðið upp á úrræði og þjónustu í Samhjálp yfir daginn. Með setuverkfallinu mótmælti hópurinn því að þurfa að fara út í kuldann en gistiskýlinu er lokað klukkan tíu á morgnanna. Ragnar Erling Hermannsson er einn þeirra tíu sem sátu í anddyri skýlisins á Granda. „Við gerum þetta vegna þess að hérna eru miklar flensur og pestir ofan á morfínveikina og annað. Þegar menn þurfa að fara út úr húsi þá ná þeir ekki heilsu. Það er bara málið,“ segir Ragnar í samtali við fréttastofu. Í færslu á Facebook segir Ragnar að hópnum hafi verið vísað út úr gistiskýlinu á Granda eftir nokkurra klukkutíma setu. Þar segist hann kominn í bann í gistiskýlinu eftir athæfið. Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi er formaður velferðarráðs borgarinnar.Aðsend Þjónusta í Samhjálp Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar segir að síðasta haust hafi ákvörðun verið tekin um að virkja neyðaropnun í desember, janúar og febrúar. „Og sömdum við Samhjálp sem rekur kaffistofuna um að hafa opið og bjóða upp á dægradvöl yfir daginn. Höfum líka lagt á það áherslu að ef einhver þarf stuðning eða aðstoð við að komast á staðinn þá sé þeim hjálpað á staðinn.“ Þar sé fjölbreyttari aðstoð þó úrræðið sé ekki ásættanlegt til lengri tíma. Ragnar segir aðstöðuna í Samhjálp ekki duga þegar menn séu með flensu. Vilja fjölga búsetukostum Heiða segir aðstöðuna í gistiskýlinu eingöngu til gistingar. Það sé ekki heimili eða aðstaða á daginn. Reykjavíkurborg leggi áherslu á að fjölga búsetukostum. „Þar sem þú færð eigið húsnæði til lengri tíma og getur litið á það sem þitt heimili. Það er auðvitað stærsta og mesta áherslan okkar sem tekin er í samráði við heimilislaust fólk,“ sagði Heiða. Borgin hafi prufað að hafa opið í gistiskýlum yfir daginn síðasta vetur sem hafi ekki komið nægilega vel út. Aðstaðan sé ekki fullnægjandi. „Til lengri tíma litið þá þurfum við að hafa eitthvað dagúrræði og virkniúrræði. Jafnvel væri frábært ef einhver væri til í að bjóða fólki vinnu jafnvel þó það eigi hvergi heima.“ Uppfært klukkan 14:43: Unnar Már Ástþórsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæði segir ekki rétt hjá Ragnari að lögregla hafi vísað hópnum út, eins og haft var eftir Ragnari í upphaflegri útgáfu fréttarinnar. Unnar Már segir að lögreglan hafi mætt á svæðið en málið leyst á staðnum. Málefni heimilislausra Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sjá meira
Með setuverkfallinu mótmælti hópurinn því að þurfa að fara út í kuldann en gistiskýlinu er lokað klukkan tíu á morgnanna. Ragnar Erling Hermannsson er einn þeirra tíu sem sátu í anddyri skýlisins á Granda. „Við gerum þetta vegna þess að hérna eru miklar flensur og pestir ofan á morfínveikina og annað. Þegar menn þurfa að fara út úr húsi þá ná þeir ekki heilsu. Það er bara málið,“ segir Ragnar í samtali við fréttastofu. Í færslu á Facebook segir Ragnar að hópnum hafi verið vísað út úr gistiskýlinu á Granda eftir nokkurra klukkutíma setu. Þar segist hann kominn í bann í gistiskýlinu eftir athæfið. Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi er formaður velferðarráðs borgarinnar.Aðsend Þjónusta í Samhjálp Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar segir að síðasta haust hafi ákvörðun verið tekin um að virkja neyðaropnun í desember, janúar og febrúar. „Og sömdum við Samhjálp sem rekur kaffistofuna um að hafa opið og bjóða upp á dægradvöl yfir daginn. Höfum líka lagt á það áherslu að ef einhver þarf stuðning eða aðstoð við að komast á staðinn þá sé þeim hjálpað á staðinn.“ Þar sé fjölbreyttari aðstoð þó úrræðið sé ekki ásættanlegt til lengri tíma. Ragnar segir aðstöðuna í Samhjálp ekki duga þegar menn séu með flensu. Vilja fjölga búsetukostum Heiða segir aðstöðuna í gistiskýlinu eingöngu til gistingar. Það sé ekki heimili eða aðstaða á daginn. Reykjavíkurborg leggi áherslu á að fjölga búsetukostum. „Þar sem þú færð eigið húsnæði til lengri tíma og getur litið á það sem þitt heimili. Það er auðvitað stærsta og mesta áherslan okkar sem tekin er í samráði við heimilislaust fólk,“ sagði Heiða. Borgin hafi prufað að hafa opið í gistiskýlum yfir daginn síðasta vetur sem hafi ekki komið nægilega vel út. Aðstaðan sé ekki fullnægjandi. „Til lengri tíma litið þá þurfum við að hafa eitthvað dagúrræði og virkniúrræði. Jafnvel væri frábært ef einhver væri til í að bjóða fólki vinnu jafnvel þó það eigi hvergi heima.“ Uppfært klukkan 14:43: Unnar Már Ástþórsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæði segir ekki rétt hjá Ragnari að lögregla hafi vísað hópnum út, eins og haft var eftir Ragnari í upphaflegri útgáfu fréttarinnar. Unnar Már segir að lögreglan hafi mætt á svæðið en málið leyst á staðnum.
Málefni heimilislausra Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sjá meira