Prófuðu neðansjávardróna sem getur borið kjarnorkuvopn Samúel Karl Ólason skrifar 19. janúar 2024 12:37 Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu. AP/KCNA Yfirvöld í Norður-Kóreu segjast hafa gert tilraun með neðansjávardróna sem borið getur kjarnorkuvopn. Tilraunin er sögð hafa verið gerð í mótmælum við sameiginlegum heræfingum Bandaríkjanna, Japan og Suður-Kóreu sem fara fram í þessari viku. KCNA, ríkismiðill Norður-Kóreu, hefur eftir talsmanni hers ríkisins að heræfingarnar geti haft hörmulega afleiðingar, samkvæmt frétt Yonhap fréttaveitunnar frá Suður-Kóreu. Norður-Kóreumenn hafa lengi fordæmt allar sameiginlegar heræfingar Suður-Kóreu og Bandaríkjanna sem undirbúning fyrir innrás. Fréttaveitan vísar í yfirlýsingu frá yfirvöldum í Suður-Kóreu, þar sem tilraunin er fordæmd sem brot á ályktunum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og er hún sögð ógna friði á Kóreuskaganum og um heiminn allan. Dróninn ber nafnið Haeil-5-23 en tilvist hans var opinberuð í mars í fyrra. Þá var því haldið fram að hægt væri að sigla drónanum upp að ströndum annarra ríkja og valda þar geislavirkum flóðbylgjum. Haeil þýðir flóðbylgja. Frá heræfingu Suður-Kóreu, Bandaríkjanna og Japan í vikunni. Flugmóðurskipið USS Carl Vinson er hér í fylgd tundurspilla frá Japan og Suður-Kóreu.AP/Herforingjaráð Suður-Kóreu Hann á einnig að vera þróaður til að elta upp flota og granda þeim. Reuters segir að virkni vopnsins hafi ekki verið staðfest af öðrum en yfirvöldum í norður-Kóreu. Sjá einnig: Sjósettu kafbát sem borið getur kjarnorkuvopn Kjarnorkuvopn á Kóreuskaga Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hefur heitið því að fjölga kjarnorkuvopnum Norður-Kóreu á þessu ári og breytti nýverið lögum Norður-Kóreu svo hann gæti þeim samkvæmt beitt kjarnorkuvopnum „reyni einhver öfl að brjóta gegn hagsmunum ríkisins“. Samhliða þessum breytingum hefur hótunum um beitingu kjarnorkuvopna frá Norður-Kóreu fjölgað. Sjá einnig: Fengu gervihnattatækni í skiptum fyrir sprengikúlur Undanfarin ár hafa kannanir í Suður-Kóreu sýnt að sífellt fleiri íbúar þar eru hlynntir því að ríkið eignist eigin kjarnorkuvopn eða að Bandaríkjamenn flytji aftur kjarnorkuvopn þangað. Þau vopn voru fjarlægð á tíunda áratug síðustu aldar. Er það að miklu leyti vegna aukins áróðurs og hótana frá Norður-Kóreu og ótta fólks í Suður-Kóreu að bandarískur forseti myndi ekki beita kjarnorkuvopnum til að verja Suður-Kóreu gegn áras frá Norður-Kóreu, af ótta við að Norður-Kóreumenn myndu skjóta kjarnorkuvopnum að Bandaríkjunum. Norður-Kórea Suður-Kórea Bandaríkin Japan Hernaður Tengdar fréttir Telja að verið sé að leggja drög að því að dóttir Kim taki við völdum Öryggisyfirvöld í Suður-Kóreu telja líklegt að verið sé að undirbúa Kim Ju Ae, dóttur Kim Jong-un, til að taka við af föður sínum þegar hann fellur frá. Ekki sé þó útilokað að þessar fyrirætlanir muni breytast. 5. janúar 2024 08:32 Kvarta yfir „forsýningu“ á kjarnorkustyrjöld Langdrægri eldflaug, sem gæti drifið til allra Bandaríkjanna, var skotið á loft frá Norður-Kóreu í morgun. Var þetta annað tilraunaskotið frá einræðisríkinu á nokkrum klukkustundum. 18. desember 2023 11:59 Fullyrða að njósnagervitungl hafi myndað Hvíta húsið og Pentagon Yfirvöld í Norður-Kóreu fullyrða að gervitungl, sem þau skutu nýlega á loft, hafi náð mjög skýrum ljósmyndum bæði af Hvíta húsinu, bandaríska varnarmálaráðuneytinu og bandarískum flugmóðurskipum. Kim Jong-un leiðtogi landsins segist hafa skoðað myndirnar. 28. nóvember 2023 08:31 Kim heitir Pútín fullum stuðningi Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, heitir Vladimír Pútín, forseta Rússlands, „fullum og skilyrðislausum“ stuðningi. Leiðtogarnir einangruðu funduðu í rúma fjóra tíma í dag og eru þeir sagðir hafa rætt samvinnu á sviði hernaðar og efnahags. 13. september 2023 18:18 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
KCNA, ríkismiðill Norður-Kóreu, hefur eftir talsmanni hers ríkisins að heræfingarnar geti haft hörmulega afleiðingar, samkvæmt frétt Yonhap fréttaveitunnar frá Suður-Kóreu. Norður-Kóreumenn hafa lengi fordæmt allar sameiginlegar heræfingar Suður-Kóreu og Bandaríkjanna sem undirbúning fyrir innrás. Fréttaveitan vísar í yfirlýsingu frá yfirvöldum í Suður-Kóreu, þar sem tilraunin er fordæmd sem brot á ályktunum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og er hún sögð ógna friði á Kóreuskaganum og um heiminn allan. Dróninn ber nafnið Haeil-5-23 en tilvist hans var opinberuð í mars í fyrra. Þá var því haldið fram að hægt væri að sigla drónanum upp að ströndum annarra ríkja og valda þar geislavirkum flóðbylgjum. Haeil þýðir flóðbylgja. Frá heræfingu Suður-Kóreu, Bandaríkjanna og Japan í vikunni. Flugmóðurskipið USS Carl Vinson er hér í fylgd tundurspilla frá Japan og Suður-Kóreu.AP/Herforingjaráð Suður-Kóreu Hann á einnig að vera þróaður til að elta upp flota og granda þeim. Reuters segir að virkni vopnsins hafi ekki verið staðfest af öðrum en yfirvöldum í norður-Kóreu. Sjá einnig: Sjósettu kafbát sem borið getur kjarnorkuvopn Kjarnorkuvopn á Kóreuskaga Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hefur heitið því að fjölga kjarnorkuvopnum Norður-Kóreu á þessu ári og breytti nýverið lögum Norður-Kóreu svo hann gæti þeim samkvæmt beitt kjarnorkuvopnum „reyni einhver öfl að brjóta gegn hagsmunum ríkisins“. Samhliða þessum breytingum hefur hótunum um beitingu kjarnorkuvopna frá Norður-Kóreu fjölgað. Sjá einnig: Fengu gervihnattatækni í skiptum fyrir sprengikúlur Undanfarin ár hafa kannanir í Suður-Kóreu sýnt að sífellt fleiri íbúar þar eru hlynntir því að ríkið eignist eigin kjarnorkuvopn eða að Bandaríkjamenn flytji aftur kjarnorkuvopn þangað. Þau vopn voru fjarlægð á tíunda áratug síðustu aldar. Er það að miklu leyti vegna aukins áróðurs og hótana frá Norður-Kóreu og ótta fólks í Suður-Kóreu að bandarískur forseti myndi ekki beita kjarnorkuvopnum til að verja Suður-Kóreu gegn áras frá Norður-Kóreu, af ótta við að Norður-Kóreumenn myndu skjóta kjarnorkuvopnum að Bandaríkjunum.
Norður-Kórea Suður-Kórea Bandaríkin Japan Hernaður Tengdar fréttir Telja að verið sé að leggja drög að því að dóttir Kim taki við völdum Öryggisyfirvöld í Suður-Kóreu telja líklegt að verið sé að undirbúa Kim Ju Ae, dóttur Kim Jong-un, til að taka við af föður sínum þegar hann fellur frá. Ekki sé þó útilokað að þessar fyrirætlanir muni breytast. 5. janúar 2024 08:32 Kvarta yfir „forsýningu“ á kjarnorkustyrjöld Langdrægri eldflaug, sem gæti drifið til allra Bandaríkjanna, var skotið á loft frá Norður-Kóreu í morgun. Var þetta annað tilraunaskotið frá einræðisríkinu á nokkrum klukkustundum. 18. desember 2023 11:59 Fullyrða að njósnagervitungl hafi myndað Hvíta húsið og Pentagon Yfirvöld í Norður-Kóreu fullyrða að gervitungl, sem þau skutu nýlega á loft, hafi náð mjög skýrum ljósmyndum bæði af Hvíta húsinu, bandaríska varnarmálaráðuneytinu og bandarískum flugmóðurskipum. Kim Jong-un leiðtogi landsins segist hafa skoðað myndirnar. 28. nóvember 2023 08:31 Kim heitir Pútín fullum stuðningi Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, heitir Vladimír Pútín, forseta Rússlands, „fullum og skilyrðislausum“ stuðningi. Leiðtogarnir einangruðu funduðu í rúma fjóra tíma í dag og eru þeir sagðir hafa rætt samvinnu á sviði hernaðar og efnahags. 13. september 2023 18:18 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Telja að verið sé að leggja drög að því að dóttir Kim taki við völdum Öryggisyfirvöld í Suður-Kóreu telja líklegt að verið sé að undirbúa Kim Ju Ae, dóttur Kim Jong-un, til að taka við af föður sínum þegar hann fellur frá. Ekki sé þó útilokað að þessar fyrirætlanir muni breytast. 5. janúar 2024 08:32
Kvarta yfir „forsýningu“ á kjarnorkustyrjöld Langdrægri eldflaug, sem gæti drifið til allra Bandaríkjanna, var skotið á loft frá Norður-Kóreu í morgun. Var þetta annað tilraunaskotið frá einræðisríkinu á nokkrum klukkustundum. 18. desember 2023 11:59
Fullyrða að njósnagervitungl hafi myndað Hvíta húsið og Pentagon Yfirvöld í Norður-Kóreu fullyrða að gervitungl, sem þau skutu nýlega á loft, hafi náð mjög skýrum ljósmyndum bæði af Hvíta húsinu, bandaríska varnarmálaráðuneytinu og bandarískum flugmóðurskipum. Kim Jong-un leiðtogi landsins segist hafa skoðað myndirnar. 28. nóvember 2023 08:31
Kim heitir Pútín fullum stuðningi Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, heitir Vladimír Pútín, forseta Rússlands, „fullum og skilyrðislausum“ stuðningi. Leiðtogarnir einangruðu funduðu í rúma fjóra tíma í dag og eru þeir sagðir hafa rætt samvinnu á sviði hernaðar og efnahags. 13. september 2023 18:18
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent