Joshua Jefferson: „Við erum með fullt af gaukum hérna sem vilja vinna“ Árni Jóhannsson skrifar 18. janúar 2024 21:30 Joshua Jefferson var frábær á löngum köflum í kvöld Vísir / Hulda Margrét Valsmenn áttu mjög góðan dag gegn lánlausum Keflvíkingum í kvöld þegar liðin mættust í 14. umferð Subway deildar karla í körfubolta að Hlíðarenda. Leikar enduðu 105-82 og stóran þátt í því hve vel gekk hjá Val átti Joshua Jefferson. Kappinn skoraði 31 stig og setti upp sýningu í þriðja leikhluta. „Við framkvæmdum áætlunina sem þjálfararnir okkar lögðu mikla vinnu í fyrir leikinn“, sagði Joshua þegar hann var spurður ða því hvað hafi gengið vel hjá Valsm0nnum í kvöld. „Við stoppuðum það sem þeir eru góðir í þannig að ég verð að hrósa þjálfurunum og svo verð ég að hrósa liðsfélögunum líka fyrir framkvæmdina á leikskipulaginu.“ Joshua skoraði 31 stig í kvöld en þar af komu 17 stig í þriðja leikhluta og 13 síðustu stig Valsmanna í leikhlutanum komu frá honum. Kappinn hitti úr fimm af átta þriggja stiga skotum og áttu Keflvíkingar engin svör við því sem Joshua spurði þá. Gestirnir náðu að mynda glóð nokkrum sinnum í leikhlutanum en Joshua slökkti hann alltaf um leið. Hvað var Joshua Jefferson með í huga þegar á öllu þessu gekk í þriðja leikhluta. „Ég var bara að reyna að vera árásargjarn. Ég var að lesa leikinn, velja mín móment og ekki vera eigingjarn. Ég átti samt ekki að vera hræddur við að taka opnu skotin. Ég varð að taka þau.“ Valur er ansi líklegt til afreka þennan veturinn og var Joshua spurður út í hvernig honum litist á blikuna eftir svona sigur. „Ég er mjög spenntur fyrir þessu liði. Við erum með fullt af gaukum hérna sem vilja vinna og það er öllum sama hver skín á hverri stundu. Við viljum bara vinna. Það hefur verið hugarfarið hérna síðan ég kom. Meistaratitlar og að vinna leiki og við erum með þannig hóp hérna.“ Að lokum var Joshua spurður að því hvað Finnur Freyr væri að segja honum og hvað væri hlutverk hans í þessu liði. „Ég á bara að vera duglegur, vera leiðtogi og ekki vera hræddur. Þjálfarinn vill vinna líka eins og allir. Við þrýstum á hvern annan að vera bestir og það er það eina sem skiptir máli.“ Subway-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Keflavík 105-82 | Valur vann toppslaginn Valsmenn kjöldrógu Keflvíkinga þannig að leikurinn sem átti að vera stórleikur umferðarinnar varð hvorki fugl né fiskur. Lokatölur 105-82 á Hlíðarenda en umfjöllun og viðtöl koma innan skamms. 18. janúar 2024 18:30 Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Körfubolti Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Fleiri fréttir Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Sjá meira
„Við framkvæmdum áætlunina sem þjálfararnir okkar lögðu mikla vinnu í fyrir leikinn“, sagði Joshua þegar hann var spurður ða því hvað hafi gengið vel hjá Valsm0nnum í kvöld. „Við stoppuðum það sem þeir eru góðir í þannig að ég verð að hrósa þjálfurunum og svo verð ég að hrósa liðsfélögunum líka fyrir framkvæmdina á leikskipulaginu.“ Joshua skoraði 31 stig í kvöld en þar af komu 17 stig í þriðja leikhluta og 13 síðustu stig Valsmanna í leikhlutanum komu frá honum. Kappinn hitti úr fimm af átta þriggja stiga skotum og áttu Keflvíkingar engin svör við því sem Joshua spurði þá. Gestirnir náðu að mynda glóð nokkrum sinnum í leikhlutanum en Joshua slökkti hann alltaf um leið. Hvað var Joshua Jefferson með í huga þegar á öllu þessu gekk í þriðja leikhluta. „Ég var bara að reyna að vera árásargjarn. Ég var að lesa leikinn, velja mín móment og ekki vera eigingjarn. Ég átti samt ekki að vera hræddur við að taka opnu skotin. Ég varð að taka þau.“ Valur er ansi líklegt til afreka þennan veturinn og var Joshua spurður út í hvernig honum litist á blikuna eftir svona sigur. „Ég er mjög spenntur fyrir þessu liði. Við erum með fullt af gaukum hérna sem vilja vinna og það er öllum sama hver skín á hverri stundu. Við viljum bara vinna. Það hefur verið hugarfarið hérna síðan ég kom. Meistaratitlar og að vinna leiki og við erum með þannig hóp hérna.“ Að lokum var Joshua spurður að því hvað Finnur Freyr væri að segja honum og hvað væri hlutverk hans í þessu liði. „Ég á bara að vera duglegur, vera leiðtogi og ekki vera hræddur. Þjálfarinn vill vinna líka eins og allir. Við þrýstum á hvern annan að vera bestir og það er það eina sem skiptir máli.“
Subway-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Keflavík 105-82 | Valur vann toppslaginn Valsmenn kjöldrógu Keflvíkinga þannig að leikurinn sem átti að vera stórleikur umferðarinnar varð hvorki fugl né fiskur. Lokatölur 105-82 á Hlíðarenda en umfjöllun og viðtöl koma innan skamms. 18. janúar 2024 18:30 Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Körfubolti Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Fleiri fréttir Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Sjá meira
Leik lokið: Valur - Keflavík 105-82 | Valur vann toppslaginn Valsmenn kjöldrógu Keflvíkinga þannig að leikurinn sem átti að vera stórleikur umferðarinnar varð hvorki fugl né fiskur. Lokatölur 105-82 á Hlíðarenda en umfjöllun og viðtöl koma innan skamms. 18. janúar 2024 18:30