„Það er svo mikil pressa í nútíma samfélagi“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 19. janúar 2024 12:08 Beta Ey sló í gegn með bandinu Systur í Söngvakeppninni árið 2022. Vísir/Villi Tónlistarkonan Elísabet Eyþórsdóttir, betur þekkt sem Beta Ey, segist þakklát fyrir að samfélagsmiðlar hafi ekki verið hluti af lífi hennar sem óöruggur unglingur. Hún segir tilkomu miðlanna ýta undir óraunhæfar kröfur og samanburð meðal ungmenna. „Ég skammaðist mín lengi fyrir þessa mynd sem kom í Morgunblaðinu árið 2000 þegar ég var að fara fermast. Í dag er ég leið yfir því að hafa skammast mín fyrir myndina og er þakklát fyrir þá sjálfstyrkingu sem hjálpaði mér að elska þrettán ára gömlu Betu. Þrettán ára gömlu Betu sem var þarna að breytast úr því að vera lífsglaður, áhyggjulaus og frekar athyglissjúkur krakki í mjög sjálfsmeðvitaðan og óöruggan ungling, og var allt í einu orðin frekar stressuð yfir því að vera ekki samþykkt,“ segir í pistli Betu á Facebook. Beta segir óraunhæfar kröfur og samanburð á samfélagsmiðlum ýta undir lágt sjálfsmat hjá ungmennum. „Sérstaklega þar sem það er svo mikið af efni á samfélagsmiðlum sem getur ruglað í hugmyndum unglinga um það hvernig „hin fullkomna manneskja“ á að vera. Ég veit að það er ekki hægt að loka á samfélagsmiðla en það er hægt að minna á að það er ekki alltaf farið með rétt mál á samfélagsmiðlum og að follows og likes hafa ekkert með okkar virði að gera. Enginn getur verið fullkominn og í ófullkomleikanum býr fegurðin,“ segir hún. Beta hvetur fólk til að aðstoða ungmenni við að hafa trú á sjálfu sér og sjá fegurðina í fjölbreytileikanum. „Fögnum því að við erum öll mismunandi, með mismunandi styrkleika, útlit, áhugamál, langanir og þrár. Hjálpum unglingunum okkar að taka pláss í staðinn fyrir að lifa í skömm. Hjálpum þeim að læra að tjá tilfinningar sínar! Hjálpum þeim að elska sitt eigið sjálf, treysta á eigið innsæi og finna sína eigin styrkleika. Hjálpum þeim að forðast samanburð og hjálpum þeim að sjá fegurðina í því að við erum öll mismunandi en á sama tíma öll jafn mikilvæg. Hjálpum þeim að dreyma stórt og hjálpum þeim að treysta því að þeim séu allir vegir færir.“ Tónlist Samfélagsmiðlar Heilsa Tengdar fréttir „Fyrst við gátum lifað af Eurovision saman getum við lifað allt af“ Tónlistarkonurnar Elísabet Eyþórsdóttir, jafnan þekkt sem Beta Ey, og ZÖE urðu góðar vinkonur á Eurovision þegar Beta fór út með hljómsveitinni Systur en ZÖE var í bakröddum. Þær hafa nú sameinað krafta sína með verkefninu Dreemfeeder Productions sem snýr að tónlist fyrir sjónvarpsefni og fleira. Blaðamaður ræddi við þær. 18. september 2023 10:47 Mest lesið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Lífið Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Lífið Fleiri fréttir Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Sjá meira
„Ég skammaðist mín lengi fyrir þessa mynd sem kom í Morgunblaðinu árið 2000 þegar ég var að fara fermast. Í dag er ég leið yfir því að hafa skammast mín fyrir myndina og er þakklát fyrir þá sjálfstyrkingu sem hjálpaði mér að elska þrettán ára gömlu Betu. Þrettán ára gömlu Betu sem var þarna að breytast úr því að vera lífsglaður, áhyggjulaus og frekar athyglissjúkur krakki í mjög sjálfsmeðvitaðan og óöruggan ungling, og var allt í einu orðin frekar stressuð yfir því að vera ekki samþykkt,“ segir í pistli Betu á Facebook. Beta segir óraunhæfar kröfur og samanburð á samfélagsmiðlum ýta undir lágt sjálfsmat hjá ungmennum. „Sérstaklega þar sem það er svo mikið af efni á samfélagsmiðlum sem getur ruglað í hugmyndum unglinga um það hvernig „hin fullkomna manneskja“ á að vera. Ég veit að það er ekki hægt að loka á samfélagsmiðla en það er hægt að minna á að það er ekki alltaf farið með rétt mál á samfélagsmiðlum og að follows og likes hafa ekkert með okkar virði að gera. Enginn getur verið fullkominn og í ófullkomleikanum býr fegurðin,“ segir hún. Beta hvetur fólk til að aðstoða ungmenni við að hafa trú á sjálfu sér og sjá fegurðina í fjölbreytileikanum. „Fögnum því að við erum öll mismunandi, með mismunandi styrkleika, útlit, áhugamál, langanir og þrár. Hjálpum unglingunum okkar að taka pláss í staðinn fyrir að lifa í skömm. Hjálpum þeim að læra að tjá tilfinningar sínar! Hjálpum þeim að elska sitt eigið sjálf, treysta á eigið innsæi og finna sína eigin styrkleika. Hjálpum þeim að forðast samanburð og hjálpum þeim að sjá fegurðina í því að við erum öll mismunandi en á sama tíma öll jafn mikilvæg. Hjálpum þeim að dreyma stórt og hjálpum þeim að treysta því að þeim séu allir vegir færir.“
Tónlist Samfélagsmiðlar Heilsa Tengdar fréttir „Fyrst við gátum lifað af Eurovision saman getum við lifað allt af“ Tónlistarkonurnar Elísabet Eyþórsdóttir, jafnan þekkt sem Beta Ey, og ZÖE urðu góðar vinkonur á Eurovision þegar Beta fór út með hljómsveitinni Systur en ZÖE var í bakröddum. Þær hafa nú sameinað krafta sína með verkefninu Dreemfeeder Productions sem snýr að tónlist fyrir sjónvarpsefni og fleira. Blaðamaður ræddi við þær. 18. september 2023 10:47 Mest lesið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Lífið Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Lífið Fleiri fréttir Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Sjá meira
„Fyrst við gátum lifað af Eurovision saman getum við lifað allt af“ Tónlistarkonurnar Elísabet Eyþórsdóttir, jafnan þekkt sem Beta Ey, og ZÖE urðu góðar vinkonur á Eurovision þegar Beta fór út með hljómsveitinni Systur en ZÖE var í bakröddum. Þær hafa nú sameinað krafta sína með verkefninu Dreemfeeder Productions sem snýr að tónlist fyrir sjónvarpsefni og fleira. Blaðamaður ræddi við þær. 18. september 2023 10:47