Ölvaður og undir áhrifum fíkniefna þegar hann lést Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 18. janúar 2024 14:46 Slysið varð á gatnamótum Grettisgötu og Barónsstíg í nóvember 2022. Vísir/Mariam Meginorsök banaslyss á gatnamótum Grettisgötu og Barónsstíg í miðborg Reykjavíkur þann 19. nóvember 2022 þar sem ökumaður rafhlaupahjóls lést í árekstri við rútu var sú að viðkomandi var ofurölvi og auk þess undir miklum áhrifum fíkniefna. Þetta er meðal þess sem fram kemur í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa um slysið. Aðrar orsakir eru raktar til þess að rafhlaupahjólinu var ekið gegn einstefnu á akbraut inn á gatnamót, auk þess sem hemlar hjólsins voru í slæmu ástandi og hjólbarðar sléttir. Ekki mögulegt að áætla hraða hjólsins Slysið var tilkynnt til lögreglu klukkan 20:02 þetta kvöld. Var farþegum rútunnar veitt áfallahjálp í kjölfarið en engin slys urðu á farþegum. Fram kemur í skýrslunni að rútan hafi verið komin inn á gatnamótin þegar árekstur varð og ökumaður rafhlaupahjólsins lenti á aftari aftur hjólbörðum hennar. Hann lést samstundis. Yfirlitsmynd af akstursstefnu rútunnar og rafhlaupahjólsins. Ákomustaður á rútunni var á aftara afturhjóli. RNSA Þá segir einnig að ekki hafi verið mögulegt að áætla hraða rafhlaupahjólsins þegar slysið varð. Rútunni var samkvæmt ökurita sennilega ekið á um 24 kílómetra hraða þegar slysið varð. Maðurinn sem lést var á rafhlaupahjóli af gerðinni MI Electric Scooter Pro 2. Samkvæmt upplýsingum framleiðenda er mögulegur hámrkshraði þess 25 kílómetrar á klukkustund og eigin þyngd 14,2 kíló. Standari brotnaði af hjólinu í slysinu og voru nýleg slitför á hliðinni á standpalli. Hjólbarðar voru slitnir og mynstu þeirra á slitflötum afmáð. Hemlabúnaður veitti litla hemlun Í tæknirannsókn kom í ljós að hemlabúnaður á afturhjóli veitti mjög litla hemlun. Slík hjól hafa þrjár hraðastillingar og reyndist hjólið við athugun á slysstað vera stillt á hröðustu stillingu, svokallaða Sport stillingu. Mældist hraði þess mestur 34 kílómetrar á klukkustund þegar því var haldið á lofti án mótstöðu. Í tæknirannsókn var hámarkshraði prófaður með sérhæfðum hraðamælingabúnaði og reyndist hann vera 28,2 kílómetrar á klukkustund. Rafhlaupahjólið á slysstað.RNSA Reyndist ökumaðurinn hafa verið ofurölvi og óhæfur til að stjórna rafhlaupahjólinu vegna áfengisáhrifa. Styrkur áfengis í blóði samræmdist verulegri ölvun með áhrifum á samhæfingu, hugsun og dómgreind. Maðurinn var einnig undir miklum áhrifum fíkniefnis. Þá var hjólinu ekið á akbraut, sem var óheimilt, á móti einstefnu inn á gatnamót þar sem þverakbraut hafði forgang. Náði ökumaður hjólsins ekki að stöðva það, þar sem hemlar þess voru í slæmu ástandi og hjólbarðar sléttir. Samgönguslys Reykjavík Banaslys á Barónsstíg Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa um slysið. Aðrar orsakir eru raktar til þess að rafhlaupahjólinu var ekið gegn einstefnu á akbraut inn á gatnamót, auk þess sem hemlar hjólsins voru í slæmu ástandi og hjólbarðar sléttir. Ekki mögulegt að áætla hraða hjólsins Slysið var tilkynnt til lögreglu klukkan 20:02 þetta kvöld. Var farþegum rútunnar veitt áfallahjálp í kjölfarið en engin slys urðu á farþegum. Fram kemur í skýrslunni að rútan hafi verið komin inn á gatnamótin þegar árekstur varð og ökumaður rafhlaupahjólsins lenti á aftari aftur hjólbörðum hennar. Hann lést samstundis. Yfirlitsmynd af akstursstefnu rútunnar og rafhlaupahjólsins. Ákomustaður á rútunni var á aftara afturhjóli. RNSA Þá segir einnig að ekki hafi verið mögulegt að áætla hraða rafhlaupahjólsins þegar slysið varð. Rútunni var samkvæmt ökurita sennilega ekið á um 24 kílómetra hraða þegar slysið varð. Maðurinn sem lést var á rafhlaupahjóli af gerðinni MI Electric Scooter Pro 2. Samkvæmt upplýsingum framleiðenda er mögulegur hámrkshraði þess 25 kílómetrar á klukkustund og eigin þyngd 14,2 kíló. Standari brotnaði af hjólinu í slysinu og voru nýleg slitför á hliðinni á standpalli. Hjólbarðar voru slitnir og mynstu þeirra á slitflötum afmáð. Hemlabúnaður veitti litla hemlun Í tæknirannsókn kom í ljós að hemlabúnaður á afturhjóli veitti mjög litla hemlun. Slík hjól hafa þrjár hraðastillingar og reyndist hjólið við athugun á slysstað vera stillt á hröðustu stillingu, svokallaða Sport stillingu. Mældist hraði þess mestur 34 kílómetrar á klukkustund þegar því var haldið á lofti án mótstöðu. Í tæknirannsókn var hámarkshraði prófaður með sérhæfðum hraðamælingabúnaði og reyndist hann vera 28,2 kílómetrar á klukkustund. Rafhlaupahjólið á slysstað.RNSA Reyndist ökumaðurinn hafa verið ofurölvi og óhæfur til að stjórna rafhlaupahjólinu vegna áfengisáhrifa. Styrkur áfengis í blóði samræmdist verulegri ölvun með áhrifum á samhæfingu, hugsun og dómgreind. Maðurinn var einnig undir miklum áhrifum fíkniefnis. Þá var hjólinu ekið á akbraut, sem var óheimilt, á móti einstefnu inn á gatnamót þar sem þverakbraut hafði forgang. Náði ökumaður hjólsins ekki að stöðva það, þar sem hemlar þess voru í slæmu ástandi og hjólbarðar sléttir.
Samgönguslys Reykjavík Banaslys á Barónsstíg Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira