Góð ráð til að fljúga ekki á hausinn Ágúst Mogensen skrifar 18. janúar 2024 14:31 Snjókoma, frost og bleyta undanfarna daga hefur framkallað hálku og margir sem hafa leitað á bráðamóttöku eftir byltu. Afleiðingar þess að detta geta verið allt frá öri á sálinni yfir í brot á útlimum og höfuðhögg. Þegar verst lætur og hálkan er mest þurfa tugir að leita sér aðstoðar á dag vegna hálkuslysa. Fylgjumst vel með veðurspám og veljum skóbúnað í samræmi við aðstæður hverju sinni. Þó veðurspá ákveðins dagsi sýni rauðar hitatölur þá getur áhrifa næturfrosts gætt fram undir morgun og hálka verið á götum. Mannbroddar og mörgæsgangur Gripgóðir skór og mannbroddar er besta lausnin ef ganga þarf í hálku. Sléttbotna skór eru vondur kostur við þessar aðstæður þó meiri stíll kunni að vera yfir þeim. Til eru margar gerðir af mannbroddum eftir grófleika og innanbæjar dugir okkur einföld gerð með skrúfum eða litlum járnbólum. En óþarfi er að grípa til ísklifurs- eða fjallabrodda til þess að komast yfir bílaplan. Göngulagið skiptir líka máli en oft er talað um svokallaðan mörgæsagang. Höfum hendur aðeins frá síðu til að auka jafnvægi, tökum stutt skref og látum líkamsþunga hvíla á fremra skrefi. Vörumst að ganga löngum skrefum á hælunum og alls ekki með hendur í vösum eða með hluti í báðum höndum. Hvar fæ ég salt eða sand? Blautur þjappaður ís er með álíka viðnám og teflon, það loðir fátt við hann. En til þess að leysa klakann upp er hægt að nota salt. Virkni saltsins er þannig að það lækkar frostmark vatnsins og leysir klakann upp ef svo má segja. Sandurinn virkar vel líka en hann eykur viðnám íssins og gefur meira grip. Á mörgum þjónustustöðvum sveitarfélaga er hægt að fá salt og sand í kistum en einnig er hægt að versla í byggingavöruverslunum. Innkeyrslur, inngangar, tröppur og brekkur eru staðir sem hús- og fyrirtækjaeigendur eiga að moka, salta eða sanda reglulega. Stígum varlega út úr bílnum Vanalega getum við stigið inn og út úr bíl með aðra löppina fyrst. En ófáir hafa misst fæturna undan sér og flogið á hausinn í hálku með þessari tækni sem gagnast vel þegar ekki er hálka. Ef þú ert búin að leggja á svellhálu bílaplani þá er öruggast fyrir þig að opna hurðina, snúa þér í sætinu þangað til báðar lappir eru komnar út og hafa gott tak með aðra hönd á á bifreiðinni. Þannig ertu stöðugri á hálu yfirborði og dettur síður. Styðjum okkur við handrið Hvort sem þú ert að ganga upp hálar tröppur utan við heimahús eða blautar tröppur inni þá skaltu styðja þig við handrið. Fall í tröppum eru algeng og dæmigert atvik þegar einhver er að flýta sér, heldur sér ekki í og fellur fram eða aftur fyrir sig. Ef þú fellur þá þarftu að geta borið hendur fyrir þig. Kastaðu innkaupapokanum eða símanum frá þér og reyndu að draga úr fallinu og verja höfuðið eins og kostur er. Hálkuslys geta verið alvarleg en með þessum einföldu ráðum má koma í veg fyrir þau: salta, sanda, styðja sig við, smella á sig mannbroddum og ganga eins og mörgæs. Höfundur er sérfræðingur í forvörnum hjá Verði tryggingum hf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Mogensen Slysavarnir Færð á vegum Tryggingar Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Sjá meira
Snjókoma, frost og bleyta undanfarna daga hefur framkallað hálku og margir sem hafa leitað á bráðamóttöku eftir byltu. Afleiðingar þess að detta geta verið allt frá öri á sálinni yfir í brot á útlimum og höfuðhögg. Þegar verst lætur og hálkan er mest þurfa tugir að leita sér aðstoðar á dag vegna hálkuslysa. Fylgjumst vel með veðurspám og veljum skóbúnað í samræmi við aðstæður hverju sinni. Þó veðurspá ákveðins dagsi sýni rauðar hitatölur þá getur áhrifa næturfrosts gætt fram undir morgun og hálka verið á götum. Mannbroddar og mörgæsgangur Gripgóðir skór og mannbroddar er besta lausnin ef ganga þarf í hálku. Sléttbotna skór eru vondur kostur við þessar aðstæður þó meiri stíll kunni að vera yfir þeim. Til eru margar gerðir af mannbroddum eftir grófleika og innanbæjar dugir okkur einföld gerð með skrúfum eða litlum járnbólum. En óþarfi er að grípa til ísklifurs- eða fjallabrodda til þess að komast yfir bílaplan. Göngulagið skiptir líka máli en oft er talað um svokallaðan mörgæsagang. Höfum hendur aðeins frá síðu til að auka jafnvægi, tökum stutt skref og látum líkamsþunga hvíla á fremra skrefi. Vörumst að ganga löngum skrefum á hælunum og alls ekki með hendur í vösum eða með hluti í báðum höndum. Hvar fæ ég salt eða sand? Blautur þjappaður ís er með álíka viðnám og teflon, það loðir fátt við hann. En til þess að leysa klakann upp er hægt að nota salt. Virkni saltsins er þannig að það lækkar frostmark vatnsins og leysir klakann upp ef svo má segja. Sandurinn virkar vel líka en hann eykur viðnám íssins og gefur meira grip. Á mörgum þjónustustöðvum sveitarfélaga er hægt að fá salt og sand í kistum en einnig er hægt að versla í byggingavöruverslunum. Innkeyrslur, inngangar, tröppur og brekkur eru staðir sem hús- og fyrirtækjaeigendur eiga að moka, salta eða sanda reglulega. Stígum varlega út úr bílnum Vanalega getum við stigið inn og út úr bíl með aðra löppina fyrst. En ófáir hafa misst fæturna undan sér og flogið á hausinn í hálku með þessari tækni sem gagnast vel þegar ekki er hálka. Ef þú ert búin að leggja á svellhálu bílaplani þá er öruggast fyrir þig að opna hurðina, snúa þér í sætinu þangað til báðar lappir eru komnar út og hafa gott tak með aðra hönd á á bifreiðinni. Þannig ertu stöðugri á hálu yfirborði og dettur síður. Styðjum okkur við handrið Hvort sem þú ert að ganga upp hálar tröppur utan við heimahús eða blautar tröppur inni þá skaltu styðja þig við handrið. Fall í tröppum eru algeng og dæmigert atvik þegar einhver er að flýta sér, heldur sér ekki í og fellur fram eða aftur fyrir sig. Ef þú fellur þá þarftu að geta borið hendur fyrir þig. Kastaðu innkaupapokanum eða símanum frá þér og reyndu að draga úr fallinu og verja höfuðið eins og kostur er. Hálkuslys geta verið alvarleg en með þessum einföldu ráðum má koma í veg fyrir þau: salta, sanda, styðja sig við, smella á sig mannbroddum og ganga eins og mörgæs. Höfundur er sérfræðingur í forvörnum hjá Verði tryggingum hf.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun