Littler þakklátur: „Ég er bara strákur sem er að upplifa drauminn“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. janúar 2024 15:30 Luke Littler er spáð glæstri framtíð í pílukastinu. getty/Zac Goodwin Luke Littler, sem lenti í 2. sæti á HM í pílukasti, þakkaði aðdáendum sínum fyrir stuðninginn í hjartnæmri færslu á samfélagsmiðlum. Hinn sextán ára Littler heillaði heimsbyggðina á leið sinni í úrslitin á HM í pílukasti í kringum áramótin. Hann fékk tvö hundruð þúsund pund (35 milljónir íslenskra króna) fyrir árangur sinn á HM og kom sér rækilega fyrir á pílukortinu. Líf Littlers hefur breyst gríðarlega á undanförnum vikum, hann er allt í einu orðinn milljónamæringur, almenningseign og er kominn með rúmlega milljón fylgjendur á Instagram. Hann er einnig með rúmlega 144 þúsund fylgjendur á Twitter og hann sendi aðdáendum sínum fallega kveðju á miðlinum. „Vil bara þakka öllum fyrir stuðninginn,“ skrifaði Littler á Twitter og bætti við að hann hefði ekki getað svarað öllum skilaboðunum sem hann hefur fengið undanfarnar vikur. „Líf mitt hefur breyst gríðarlega síðustu vikur og það er bara ekki mögulegt að svara öllum. Ég er bara ungur strákur sem er að upplifa drauminn og vonandi er það hvetjandi fyrir aðra í framtíðinni.“ Just want to say thank u to everyone for the support I m not ignorant in any way. my life has changed significantly the last few weeks and it s just not possible to reply to everyone I m just a young kid that s living a dream and hope I ve inspired many more for the future pic.twitter.com/mrX64nGGwi— Luke Littler (@LukeTheNuke180) January 16, 2024 Littler var boðið á leik Manchester United og Tottenham á sunnudaginn. Þar fékk hann meðal annars United-treyju áritaða af sjálfum Sir Alex Ferguson. Hann hitti síðan Skotann eftir leikinn. Littler heldur til Barein í dag þar sem hann tekur þátt í móti sem er hluti af heimsbikarmótaröðinni í pílukasti. Hann er einnig kominn með þátttökurétt í úrvalsdeildinni í pílukasti. Pílukast Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Handbolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Fleiri fréttir Atli Sigurjóns framlengir við KR Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Komast Eyjamenn aftur í bikarúrslitaleikinn? Hatar samfélagsmiðla Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað „Fær vonandi stórbrotinn endi á stórbrotnum ferli“ Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Dagskráin í dag: Hollywood-lið Wrexham, Körfuboltakvöld og margt fleira Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Sjá meira
Hinn sextán ára Littler heillaði heimsbyggðina á leið sinni í úrslitin á HM í pílukasti í kringum áramótin. Hann fékk tvö hundruð þúsund pund (35 milljónir íslenskra króna) fyrir árangur sinn á HM og kom sér rækilega fyrir á pílukortinu. Líf Littlers hefur breyst gríðarlega á undanförnum vikum, hann er allt í einu orðinn milljónamæringur, almenningseign og er kominn með rúmlega milljón fylgjendur á Instagram. Hann er einnig með rúmlega 144 þúsund fylgjendur á Twitter og hann sendi aðdáendum sínum fallega kveðju á miðlinum. „Vil bara þakka öllum fyrir stuðninginn,“ skrifaði Littler á Twitter og bætti við að hann hefði ekki getað svarað öllum skilaboðunum sem hann hefur fengið undanfarnar vikur. „Líf mitt hefur breyst gríðarlega síðustu vikur og það er bara ekki mögulegt að svara öllum. Ég er bara ungur strákur sem er að upplifa drauminn og vonandi er það hvetjandi fyrir aðra í framtíðinni.“ Just want to say thank u to everyone for the support I m not ignorant in any way. my life has changed significantly the last few weeks and it s just not possible to reply to everyone I m just a young kid that s living a dream and hope I ve inspired many more for the future pic.twitter.com/mrX64nGGwi— Luke Littler (@LukeTheNuke180) January 16, 2024 Littler var boðið á leik Manchester United og Tottenham á sunnudaginn. Þar fékk hann meðal annars United-treyju áritaða af sjálfum Sir Alex Ferguson. Hann hitti síðan Skotann eftir leikinn. Littler heldur til Barein í dag þar sem hann tekur þátt í móti sem er hluti af heimsbikarmótaröðinni í pílukasti. Hann er einnig kominn með þátttökurétt í úrvalsdeildinni í pílukasti.
Pílukast Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Handbolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Fleiri fréttir Atli Sigurjóns framlengir við KR Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Komast Eyjamenn aftur í bikarúrslitaleikinn? Hatar samfélagsmiðla Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað „Fær vonandi stórbrotinn endi á stórbrotnum ferli“ Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Dagskráin í dag: Hollywood-lið Wrexham, Körfuboltakvöld og margt fleira Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Sjá meira