Littler þakklátur: „Ég er bara strákur sem er að upplifa drauminn“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. janúar 2024 15:30 Luke Littler er spáð glæstri framtíð í pílukastinu. getty/Zac Goodwin Luke Littler, sem lenti í 2. sæti á HM í pílukasti, þakkaði aðdáendum sínum fyrir stuðninginn í hjartnæmri færslu á samfélagsmiðlum. Hinn sextán ára Littler heillaði heimsbyggðina á leið sinni í úrslitin á HM í pílukasti í kringum áramótin. Hann fékk tvö hundruð þúsund pund (35 milljónir íslenskra króna) fyrir árangur sinn á HM og kom sér rækilega fyrir á pílukortinu. Líf Littlers hefur breyst gríðarlega á undanförnum vikum, hann er allt í einu orðinn milljónamæringur, almenningseign og er kominn með rúmlega milljón fylgjendur á Instagram. Hann er einnig með rúmlega 144 þúsund fylgjendur á Twitter og hann sendi aðdáendum sínum fallega kveðju á miðlinum. „Vil bara þakka öllum fyrir stuðninginn,“ skrifaði Littler á Twitter og bætti við að hann hefði ekki getað svarað öllum skilaboðunum sem hann hefur fengið undanfarnar vikur. „Líf mitt hefur breyst gríðarlega síðustu vikur og það er bara ekki mögulegt að svara öllum. Ég er bara ungur strákur sem er að upplifa drauminn og vonandi er það hvetjandi fyrir aðra í framtíðinni.“ Just want to say thank u to everyone for the support I m not ignorant in any way. my life has changed significantly the last few weeks and it s just not possible to reply to everyone I m just a young kid that s living a dream and hope I ve inspired many more for the future pic.twitter.com/mrX64nGGwi— Luke Littler (@LukeTheNuke180) January 16, 2024 Littler var boðið á leik Manchester United og Tottenham á sunnudaginn. Þar fékk hann meðal annars United-treyju áritaða af sjálfum Sir Alex Ferguson. Hann hitti síðan Skotann eftir leikinn. Littler heldur til Barein í dag þar sem hann tekur þátt í móti sem er hluti af heimsbikarmótaröðinni í pílukasti. Hann er einnig kominn með þátttökurétt í úrvalsdeildinni í pílukasti. Pílukast Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Sport Fleiri fréttir Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Í beinni: Nott. Forest - Tottenham | Spurs þarf að svara eftir skellinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Sjá meira
Hinn sextán ára Littler heillaði heimsbyggðina á leið sinni í úrslitin á HM í pílukasti í kringum áramótin. Hann fékk tvö hundruð þúsund pund (35 milljónir íslenskra króna) fyrir árangur sinn á HM og kom sér rækilega fyrir á pílukortinu. Líf Littlers hefur breyst gríðarlega á undanförnum vikum, hann er allt í einu orðinn milljónamæringur, almenningseign og er kominn með rúmlega milljón fylgjendur á Instagram. Hann er einnig með rúmlega 144 þúsund fylgjendur á Twitter og hann sendi aðdáendum sínum fallega kveðju á miðlinum. „Vil bara þakka öllum fyrir stuðninginn,“ skrifaði Littler á Twitter og bætti við að hann hefði ekki getað svarað öllum skilaboðunum sem hann hefur fengið undanfarnar vikur. „Líf mitt hefur breyst gríðarlega síðustu vikur og það er bara ekki mögulegt að svara öllum. Ég er bara ungur strákur sem er að upplifa drauminn og vonandi er það hvetjandi fyrir aðra í framtíðinni.“ Just want to say thank u to everyone for the support I m not ignorant in any way. my life has changed significantly the last few weeks and it s just not possible to reply to everyone I m just a young kid that s living a dream and hope I ve inspired many more for the future pic.twitter.com/mrX64nGGwi— Luke Littler (@LukeTheNuke180) January 16, 2024 Littler var boðið á leik Manchester United og Tottenham á sunnudaginn. Þar fékk hann meðal annars United-treyju áritaða af sjálfum Sir Alex Ferguson. Hann hitti síðan Skotann eftir leikinn. Littler heldur til Barein í dag þar sem hann tekur þátt í móti sem er hluti af heimsbikarmótaröðinni í pílukasti. Hann er einnig kominn með þátttökurétt í úrvalsdeildinni í pílukasti.
Pílukast Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Sport Fleiri fréttir Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Í beinni: Nott. Forest - Tottenham | Spurs þarf að svara eftir skellinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Sjá meira