Gefa sér ekki tíma til að óttast Árni Sæberg skrifar 17. janúar 2024 11:50 Pípulagningarmenn og fleiri vinna baki brotnu að því að bjarga því sem bjargað verður í Grindavík. Vísir/Arnar Pípulagningameistari sem fer fyrir vinnu í Grindavíkurbæ segir að unnið sé í kappi við tímann við að koma vatni og rafmagni á bæinn. Vinnumenn gefi sér ekki tíma til þess að óttast um eigið öryggi innan bæjarins en fari auðvitað varlega. Þorsteinn Einarsson, pípulagningarmeistari í Grindavík, leiðir hóp fjörutíu til fimmtíu manna sem vinna nú baki brotnu við að koma rafmagni og heitu og köldu vatni á bæinn. Sjálfur er hann að vinna við að laga kaldavatnsstofnæð sem fór í sundur með þeim afleiðingum að ekkert kalt vatn er á Grindavík. Hann segir að skera þurfi út og skipta um fjörutíu metra kafla á lögninni. Ekkert stórvægilegt tjón Þorsteinn segir að enn sem komið er hafi vinnumenn ekki orðið varir við neitt stórvægilegt tjón á pípulögnum í bænum. „Það eru allir að vinna í kapphlaupi við tímann að koma hita á húsin, athuga hvort þau séu í lagi þar sem vatnið er komið á og svo reyna að frostverja þau sem er ekki hiti á. Sums staðar þar sem er komið heitt vatn er ekki komið rafmagn og þá virkar ekki miðstöðvarkerfið þar sem eru dælur og flókin kerfi. Ekkert rafmagns sé til að mynda á iðnaðarhverfi bæjarins og í Efrahópi, þar sem þrjú hús urðu glóandi hrauni að bráð, sé hvorki heitt vatn né rafmagn. Enginn beygur á mönnum Þorsteinn segir að vinnan hafi gengið vel það sem af er degi. Góð veðurskilyrði séu í Grindavík, lítið frost og logn. „Þetta eru góðar aðstæður, gætu verið verri.“ Er enginn beygur á mönnum? „Nei, maður gefur sér ekki tíma til að hugsa um það. Af því að maður er eiginlega í akkorði við að reyna að bjarga sem mestu. En auðvitað fer maður varlega yfir þar sem eru hættu. Þær leiðir sem eru opnar eru öruggar. Svo eru þarna nokkrir hlutar af bænum sem okkur er bannað að fara inn í.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Féll í sprungu í Grindavík Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Sjá meira
Þorsteinn Einarsson, pípulagningarmeistari í Grindavík, leiðir hóp fjörutíu til fimmtíu manna sem vinna nú baki brotnu við að koma rafmagni og heitu og köldu vatni á bæinn. Sjálfur er hann að vinna við að laga kaldavatnsstofnæð sem fór í sundur með þeim afleiðingum að ekkert kalt vatn er á Grindavík. Hann segir að skera þurfi út og skipta um fjörutíu metra kafla á lögninni. Ekkert stórvægilegt tjón Þorsteinn segir að enn sem komið er hafi vinnumenn ekki orðið varir við neitt stórvægilegt tjón á pípulögnum í bænum. „Það eru allir að vinna í kapphlaupi við tímann að koma hita á húsin, athuga hvort þau séu í lagi þar sem vatnið er komið á og svo reyna að frostverja þau sem er ekki hiti á. Sums staðar þar sem er komið heitt vatn er ekki komið rafmagn og þá virkar ekki miðstöðvarkerfið þar sem eru dælur og flókin kerfi. Ekkert rafmagns sé til að mynda á iðnaðarhverfi bæjarins og í Efrahópi, þar sem þrjú hús urðu glóandi hrauni að bráð, sé hvorki heitt vatn né rafmagn. Enginn beygur á mönnum Þorsteinn segir að vinnan hafi gengið vel það sem af er degi. Góð veðurskilyrði séu í Grindavík, lítið frost og logn. „Þetta eru góðar aðstæður, gætu verið verri.“ Er enginn beygur á mönnum? „Nei, maður gefur sér ekki tíma til að hugsa um það. Af því að maður er eiginlega í akkorði við að reyna að bjarga sem mestu. En auðvitað fer maður varlega yfir þar sem eru hættu. Þær leiðir sem eru opnar eru öruggar. Svo eru þarna nokkrir hlutar af bænum sem okkur er bannað að fara inn í.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Féll í sprungu í Grindavík Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Sjá meira