Fagnaði sigri á meðan kærastinn lá slasaður á sjúkrahúsi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. janúar 2024 13:30 Mikaela Shiffrin kyssir Aleksander Aamodt Kilde áður en hún dreif sig af stað til Austurríkis þar sem hún vann síðan mótið í gærkvöldi. @mikaelashiffrin Bandaríska skíðakonan Mikaela Shiffrin sýndi mikinn andlegan styrk með því að vinna svigmót í Austurríki í gærkvöldi. Það er ekkert óvanalegt að Shiffrin sé að vinna mót enda sú sigursælasta frá upphafi en það voru kringumstæðurnar sem gerðu sigurinn enn merkilegri. Shiffrin var þarna að vinna sitt 94. heimsbikarsmót á ferlinum sem er met hjá bæði körlum og konum. Kærasti hennar, Aleksander Aamodt Kilde, hafði nefnilega slasast illa í skíðabrekku aðeins nokkrum dögum fyrr og lá illa slasaður á sjúkrahúsi. All the emotions today in Flachau as @MikaelaShiffrin brought home her fifth victory on this course #stifelusskiteam pic.twitter.com/zIFvIszk0U— U.S. Ski & Snowboard Team (@usskiteam) January 17, 2024 Kilde féll illa í brunkeppni í Sviss og var fluttur í burtu í þyrlu. Hann fór meðal annars úr axlarlið, fékk stóran skurð á kálfa og marðist í andliti. Shiffrin heimsótti Kilde á sjúkrahúsið í Bern í Sviss en fór síðan til Flachau í Austurríki þar sem svigmótið fór fram. „Ég vonast til þess að geta hringt í ‚Aleks' áður en hann fer að sofa,“ sagði Mikaela Shiffrin við NRK þegar hún yfirgaf viðtalið eftir sigurinn. Hún átti erfitt með sér í verðlaunaafhendingunni og gat ekki haldið aftur af tárunum. Þetta var í 81. sinn sem hún kemst á verðlaunapall í svigi á heimsbikarmóti. „Það er svo erfitt að halda einbeitingu þegar hjartað þitt er allt annars staðar. Það var samt hápunktur kvöldsins að ná að tala aðeins við ‚Aleks', skrifaði Shiffrin síðan á samfélagsmiðla sína eftir keppnina. Eftir sigurinn er Shiffrin bæði efst í svigi og samanlögðu í heimsbikarnum. View this post on Instagram A post shared by Aleksander Aamodt Kilde (@akilde) Skíðaíþróttir Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Í beinni: Levante - Barcelona | Börsungar í Valencia Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Sjá meira
Það er ekkert óvanalegt að Shiffrin sé að vinna mót enda sú sigursælasta frá upphafi en það voru kringumstæðurnar sem gerðu sigurinn enn merkilegri. Shiffrin var þarna að vinna sitt 94. heimsbikarsmót á ferlinum sem er met hjá bæði körlum og konum. Kærasti hennar, Aleksander Aamodt Kilde, hafði nefnilega slasast illa í skíðabrekku aðeins nokkrum dögum fyrr og lá illa slasaður á sjúkrahúsi. All the emotions today in Flachau as @MikaelaShiffrin brought home her fifth victory on this course #stifelusskiteam pic.twitter.com/zIFvIszk0U— U.S. Ski & Snowboard Team (@usskiteam) January 17, 2024 Kilde féll illa í brunkeppni í Sviss og var fluttur í burtu í þyrlu. Hann fór meðal annars úr axlarlið, fékk stóran skurð á kálfa og marðist í andliti. Shiffrin heimsótti Kilde á sjúkrahúsið í Bern í Sviss en fór síðan til Flachau í Austurríki þar sem svigmótið fór fram. „Ég vonast til þess að geta hringt í ‚Aleks' áður en hann fer að sofa,“ sagði Mikaela Shiffrin við NRK þegar hún yfirgaf viðtalið eftir sigurinn. Hún átti erfitt með sér í verðlaunaafhendingunni og gat ekki haldið aftur af tárunum. Þetta var í 81. sinn sem hún kemst á verðlaunapall í svigi á heimsbikarmóti. „Það er svo erfitt að halda einbeitingu þegar hjartað þitt er allt annars staðar. Það var samt hápunktur kvöldsins að ná að tala aðeins við ‚Aleks', skrifaði Shiffrin síðan á samfélagsmiðla sína eftir keppnina. Eftir sigurinn er Shiffrin bæði efst í svigi og samanlögðu í heimsbikarnum. View this post on Instagram A post shared by Aleksander Aamodt Kilde (@akilde)
Skíðaíþróttir Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Í beinni: Levante - Barcelona | Börsungar í Valencia Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Sjá meira