Svona var íbúafundur Grindvíkinga í kvöld Vésteinn Örn Pétursson skrifar 16. janúar 2024 20:39 Fjöldi fólks var samankominn í Laugardalshöll í dag. Vísir/Sigurjón Íbúafundur íbúa Grindavíkurbæjar í Laugardalshöll fór fram í dag. Margar spurningar brunnu á Grindvíkingum, og sneru margar að skorti á langtímaáætlunum þeim til stuðnings, nú þegar ljóst virðist orðið að hættan á eldsumbrotum inni í bænum er ekki á förum. Fundurinn hófst klukkan 17 en þau Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, Kristín Jónsdóttir, deildarstjóri Veðurstofu Íslands, Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri Suðurnesjum, og Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir, fagstjóri hjá almannavörnum og stjórnandi þjónustumiðstöðvar í Tollhúsinu, fluttu framsögur. Að þeim loknum voru framsögumenn í pallborði ásamt Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, fjármála- og efnahagsráðherra, Sigurði Inga Jóhannssyni, innviðaráðherra, Magnúsi Tuma Guðmundssyni, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, Huldu Ragnheiði Árnadóttur, framkvæmdastjóra Náttúruhamfaratryggingar Íslands, Ara Guðmundssyni, verkefnastjóra vegna byggingar varnargarða og sviðsstjóra hjá Verkís, Sólberg S. Bjarnasyni, deildarstjóra almannavarna og Páli Erland, forstjóra HS Veitna. Fyrri hluta fundarins má sjá hér að neðan. Klippa: Íbúafundur Grindvíkinga - fyrri hluti Spurningar margra Grindvíkinga sneru að skorti á langtímaáætlunum nú þegar ljóst er að hættan á eldsumbrotum er ekki á förum á næstunni. Talið barst ítrekað að því hvort stjórnvöld ætluðu ekki að „kaupa fólk út“ úr húseignum sínum í Grindavík. Fjöldi fólks hafði einnig eitt og annað að athuga við Náttúruhamfaratryggingar og lagarammann utan um þær, en íbúar töldu meðal annars að lögin hentuðu illa utan um jafn stóran atburð og þann sem orðið hefur í Grindavík. Einnig var stjórnmálafólki bent á að vísindamenn töluðu um að atburðurinn í Grindavík gæti enst í ár eða jafnvel áratugi, en orð stjórnmálamanna miðuðu oftast að því að byggja mætti upp í Grindavík. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagðist í lok fundarins, eins og sjá má hér að neðan, telja margt hafa komið fram á fundinum sem stjórnvöld ættu að taka til sín, stórt og smátt. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Fundurinn hófst klukkan 17 en þau Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, Kristín Jónsdóttir, deildarstjóri Veðurstofu Íslands, Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri Suðurnesjum, og Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir, fagstjóri hjá almannavörnum og stjórnandi þjónustumiðstöðvar í Tollhúsinu, fluttu framsögur. Að þeim loknum voru framsögumenn í pallborði ásamt Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, fjármála- og efnahagsráðherra, Sigurði Inga Jóhannssyni, innviðaráðherra, Magnúsi Tuma Guðmundssyni, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, Huldu Ragnheiði Árnadóttur, framkvæmdastjóra Náttúruhamfaratryggingar Íslands, Ara Guðmundssyni, verkefnastjóra vegna byggingar varnargarða og sviðsstjóra hjá Verkís, Sólberg S. Bjarnasyni, deildarstjóra almannavarna og Páli Erland, forstjóra HS Veitna. Fyrri hluta fundarins má sjá hér að neðan. Klippa: Íbúafundur Grindvíkinga - fyrri hluti Spurningar margra Grindvíkinga sneru að skorti á langtímaáætlunum nú þegar ljóst er að hættan á eldsumbrotum er ekki á förum á næstunni. Talið barst ítrekað að því hvort stjórnvöld ætluðu ekki að „kaupa fólk út“ úr húseignum sínum í Grindavík. Fjöldi fólks hafði einnig eitt og annað að athuga við Náttúruhamfaratryggingar og lagarammann utan um þær, en íbúar töldu meðal annars að lögin hentuðu illa utan um jafn stóran atburð og þann sem orðið hefur í Grindavík. Einnig var stjórnmálafólki bent á að vísindamenn töluðu um að atburðurinn í Grindavík gæti enst í ár eða jafnvel áratugi, en orð stjórnmálamanna miðuðu oftast að því að byggja mætti upp í Grindavík. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagðist í lok fundarins, eins og sjá má hér að neðan, telja margt hafa komið fram á fundinum sem stjórnvöld ættu að taka til sín, stórt og smátt.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira