Elsti hundur sögunnar sviptur titlinum Bjarki Sigurðsson skrifar 16. janúar 2024 14:34 Þrátt fyrir að vera kannski ekki jafn gamall og talið var er ljóst að Bobi var afar ljúfur og góður hundur. Getty/Luis Boza Þegar portúgalski fjárhundurinn Bobi drapst í október á síðasta ári var hann talinn vera elsti hundur sögunnar, 31 árs gamall. Nú vilja dýralæknar meina að hann hafi alls ekki verið svo gamall. Hann hefur því verið sviptur titlinum tímabundið. Bobi tók metið af ástralska nautgripahundinum Bluey sem var 29 ára þegar hann drapst árið 1939. Eftir að hafa hrifsað metið til sín átti Bobi svo eftir að lifa í tvö ár til viðbótar. Hér fyrir neðan má sjá frétt Stöðvar 2 frá því Bobi fagnaði meintu 31 árs afmæli sínu. Klippa: Elsti hundur heims sprækur á afmælinu 31 ár kann að hljóma ekki svo mikið, en þegar miðað er við hina klassísku formúlu að eitt ár fyrir hunda sé líkt og sjö ár hjá mönnum, má ætla að Bobi hafi verið 217 ára gamall í mannaárum þegar hann drapst. Eða hvað? Mynd af Bobi tekin þremur mánuðum áður en hann drapst. Getty/Luis Boza Eftir að Bobi fékk heimsmetið fóru fleiri og fleiri að efast um aldur hans. Til að mynda voru loppur hans öðruvísi á litinn en á mynd sem eigandi hans sagði vera af Bobi frá árinu 1999. Vildu þeir meina að mögulega væri um annan hund að ræða á myndinni. Ekki hjálpaði það Bobi að aldur hans var einungis staðfestur af eigendum hans. Hann var settur í aldursgreiningu sem sýndi fram á að hann væri vissulega eldri en flestir hundar, en gat greiningin ekki staðfest hversu gamall hann væri. Nú hafa samtökin Royal College of Veterinary Surgeons gefið út að þau trúi því ekki að Bobi hafi náð 31 árs aldri. Heimsmetabók Guinness ákvað því að rannsaka þyrfti mál Bobis. Á meðan er Bluey aftur orðinn elsti hundur sögunnar og elsti núlifandi hundur heims er chihuahua hundurinn Spike. Dýr Hundar Tengdar fréttir Elsti hundur heims við hestaheilsu Portúgalski hundurinn Bobi hefur komist á spjöld sögunnar sem elsti hundur allra tíma, en metið hefur verið staðfest af Heimsmetabók Guinness. 3. febrúar 2023 07:52 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Fleiri fréttir Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Sjá meira
Bobi tók metið af ástralska nautgripahundinum Bluey sem var 29 ára þegar hann drapst árið 1939. Eftir að hafa hrifsað metið til sín átti Bobi svo eftir að lifa í tvö ár til viðbótar. Hér fyrir neðan má sjá frétt Stöðvar 2 frá því Bobi fagnaði meintu 31 árs afmæli sínu. Klippa: Elsti hundur heims sprækur á afmælinu 31 ár kann að hljóma ekki svo mikið, en þegar miðað er við hina klassísku formúlu að eitt ár fyrir hunda sé líkt og sjö ár hjá mönnum, má ætla að Bobi hafi verið 217 ára gamall í mannaárum þegar hann drapst. Eða hvað? Mynd af Bobi tekin þremur mánuðum áður en hann drapst. Getty/Luis Boza Eftir að Bobi fékk heimsmetið fóru fleiri og fleiri að efast um aldur hans. Til að mynda voru loppur hans öðruvísi á litinn en á mynd sem eigandi hans sagði vera af Bobi frá árinu 1999. Vildu þeir meina að mögulega væri um annan hund að ræða á myndinni. Ekki hjálpaði það Bobi að aldur hans var einungis staðfestur af eigendum hans. Hann var settur í aldursgreiningu sem sýndi fram á að hann væri vissulega eldri en flestir hundar, en gat greiningin ekki staðfest hversu gamall hann væri. Nú hafa samtökin Royal College of Veterinary Surgeons gefið út að þau trúi því ekki að Bobi hafi náð 31 árs aldri. Heimsmetabók Guinness ákvað því að rannsaka þyrfti mál Bobis. Á meðan er Bluey aftur orðinn elsti hundur sögunnar og elsti núlifandi hundur heims er chihuahua hundurinn Spike.
Dýr Hundar Tengdar fréttir Elsti hundur heims við hestaheilsu Portúgalski hundurinn Bobi hefur komist á spjöld sögunnar sem elsti hundur allra tíma, en metið hefur verið staðfest af Heimsmetabók Guinness. 3. febrúar 2023 07:52 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Fleiri fréttir Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Sjá meira
Elsti hundur heims við hestaheilsu Portúgalski hundurinn Bobi hefur komist á spjöld sögunnar sem elsti hundur allra tíma, en metið hefur verið staðfest af Heimsmetabók Guinness. 3. febrúar 2023 07:52