Sefur í tvær vikur í háfjallatjaldi fyrir fjallahlaup Stefán Árni Pálsson skrifar 16. janúar 2024 10:26 Marteinn og Þorsteinn elska báðir hlaup. Garpur Ingason Elísabetarson hitti tvo vini sem urðu vinir á heldur óhefðbundinn hátt í Íslandi í dag á Stöð 2. Þeir eiga sér sameiginlegt áhugamál sem þeir ákváðu að búa til hlaðvarp úr sem heitir því einfalda og skemmtilega nafni Út að hlaupa. „Hugmyndin kviknaði þegar við vorum að keyra heim úr Mýrdalshlaupinu 2022,“ segir Þorsteinn Roy Jóhannsson annar stjórnanda hlaðvarpsins. „Þetta voru svona með fyrri hlaupum sem ég fer í. Við erum í bíl með Elísabetu Margeirs og Búa Steini sem eru nánast goðsagnir í þessum hlaupaheimi. Ég var þarna að hlusta á þau tala um allskonar hlaup og ég fékk bara svona vá ég væri til í að hlusta endalaust á þetta. Ég vildi að þessi bílferð yrði bara tíu tímar,“ segir Marteinn Urbancic sem stýrir einnig hlaðvarpinu með Þorsteini. Hlaðvarpið hefur vakið athygli enda hafa margir Íslendingar mjög mikinn áhuga á hlaupum. Þeir félagarnir eru í stífum undirbúningi fyrir Evrópumeistaramótið í fjallahlaupum sem er 62 kílómetrar með þrjú þúsund metra hækkun og er haldið í Annecy í Frakklandi „Vonandi verð ég valinn í það,“ segir Þorsteinn. Tjaldið umrædda. „Þú finnur alveg fyrir hæðinni þegar þú ert kominn á þessa háu toppa og þarna er miklu meiri hiti. Ég hef til að mynda þurft að æfa mig fyrir önnur hlaup í hita með því að taka ákveðin hlaupaundirbúning inni í sauna til þessa að þola þetta. Svo er ég einnig svo heppinn að ég á góðan vin sem heitir Siggi Bjarna sem fór einu sinni á Everest. Þegar hann var að undirbúa sig þá keypti hann sér svona háfjallavél. Þú tengir í rauninni risagræju við súrefnistjald sem þú getur sofið inni í og vélin mettar loftið eins og þú sért upp í háfjöllum. Ég fékk þessa vél lánaða hjá honum til að undirbúa mig fyrir HM í Austurríki síðasta sumar,“ segir Þorsteinn sem mun endurtaka leikinn fyrir Evrópumeistaramótið í sumar. Hann svaf í umræddi tjaldi í tvær vikur. „Ég sef með eyrnatappa og það er mjög heitt þarna inni. Það er hræðilegt að sofa í þessu.“ Hér að neðan má sjá brot úr Íslandi í dag en áskrifendur geta séð það í heild sinni á Stöð 2+ og í frelsiskerfi Stöðvar 2. Klippa: Sefur í tvær vikur í háfjallatjaldi fyrir fjallahlaup Ísland í dag Fjallamennska Hlaup Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Sjá meira
„Hugmyndin kviknaði þegar við vorum að keyra heim úr Mýrdalshlaupinu 2022,“ segir Þorsteinn Roy Jóhannsson annar stjórnanda hlaðvarpsins. „Þetta voru svona með fyrri hlaupum sem ég fer í. Við erum í bíl með Elísabetu Margeirs og Búa Steini sem eru nánast goðsagnir í þessum hlaupaheimi. Ég var þarna að hlusta á þau tala um allskonar hlaup og ég fékk bara svona vá ég væri til í að hlusta endalaust á þetta. Ég vildi að þessi bílferð yrði bara tíu tímar,“ segir Marteinn Urbancic sem stýrir einnig hlaðvarpinu með Þorsteini. Hlaðvarpið hefur vakið athygli enda hafa margir Íslendingar mjög mikinn áhuga á hlaupum. Þeir félagarnir eru í stífum undirbúningi fyrir Evrópumeistaramótið í fjallahlaupum sem er 62 kílómetrar með þrjú þúsund metra hækkun og er haldið í Annecy í Frakklandi „Vonandi verð ég valinn í það,“ segir Þorsteinn. Tjaldið umrædda. „Þú finnur alveg fyrir hæðinni þegar þú ert kominn á þessa háu toppa og þarna er miklu meiri hiti. Ég hef til að mynda þurft að æfa mig fyrir önnur hlaup í hita með því að taka ákveðin hlaupaundirbúning inni í sauna til þessa að þola þetta. Svo er ég einnig svo heppinn að ég á góðan vin sem heitir Siggi Bjarna sem fór einu sinni á Everest. Þegar hann var að undirbúa sig þá keypti hann sér svona háfjallavél. Þú tengir í rauninni risagræju við súrefnistjald sem þú getur sofið inni í og vélin mettar loftið eins og þú sért upp í háfjöllum. Ég fékk þessa vél lánaða hjá honum til að undirbúa mig fyrir HM í Austurríki síðasta sumar,“ segir Þorsteinn sem mun endurtaka leikinn fyrir Evrópumeistaramótið í sumar. Hann svaf í umræddi tjaldi í tvær vikur. „Ég sef með eyrnatappa og það er mjög heitt þarna inni. Það er hræðilegt að sofa í þessu.“ Hér að neðan má sjá brot úr Íslandi í dag en áskrifendur geta séð það í heild sinni á Stöð 2+ og í frelsiskerfi Stöðvar 2. Klippa: Sefur í tvær vikur í háfjallatjaldi fyrir fjallahlaup
Ísland í dag Fjallamennska Hlaup Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“