Íslenskt menntakerfi - stórar áskoranir Hermundur Sigmundsson, Einar Gunnarsson og Svava Hjaltalín skrifa 15. janúar 2024 11:00 Það hefur sjálfsagt aldrei átt betur við en nú í kjölfar slakra niðurstaðna íslenskra nemenda í PISA að segja áskoranir vera stórar í íslensku menntakerfi. Niðurstöðurnar þarf að taka alvarlega og nauðsynlegt að bregðast við með breyttum áherslum. Það gengur ekki að halda áfram á sömu braut og vona að hlutirnir breytist, það verður að breyta um stefnu. Við höfum ekki siglt í rétta átt en menntakerfinu hefur oft verið líkt við olíuskip og gjarnan sagt að það taki langan tíma að snúa því. Í heimsfaraldrinum kom þó í ljós að hægt var að snúa skipinu á stuttum tíma með samstilltu átaki innan kerfisins með kennara og stjórnendur grunnskóla í fararbroddi. Nú er svo komið að við þurfum að skipta um stefnu til heilla fyrir framtíð þjóðarinnar. Við getum leikið okkur að því og farið nýja leið en hún verður að vera vel vörðuð fyrirfram. Byggjum góðan og traustan grunn. Miðað við hve umfangsmikið og kostnaðarsamt íslenskt skólakerfi er eigum við að ná betri námsárangri en birtist okkur í PISA könnuninni. Í mörg ár hefur verið bent á staðreyndir sem fram hafa komið í athugunum á börnum í grunnskólakerfinu en því miður hafa viðbrögð margra sem stjórna menntakerfinu verið af skornum skammti. Lítum á nokkrar tölur sem birst hafa að undanförnu og snúa að læsi barna á Íslandi: 40% leikskólabarna í stóru bæjarfélagi eru í áhættuhópi hvað varðar málþróun og orðaforða. 39% barna í lok 2. bekkjar eru ekki læs samkvæmt úttekt í Reykjavík frá árinu 2019. 47% drengja geta ekki lesið sér til gagns samkvæmt PISA niðurstöðum árið 2022. 32% stúlkna geta ekki lesið sér til gagns samkvæmt PISA niðurstöðum árið 2022. Auk þessara staðreynda er árangur okkar Íslendinga ekki ásættanlegur í stærðfræði og náttúrufræði miðað við PISA könnunina. Grunnfærni Færni íslenskra nemenda þegar kemur að grunnþáttum stærstu námsgreina skólakerfisins, íslensku og stærðfræði, hefur farið hrakandi á síðustu 20 árum. Við getum gert betur og þurfum að gera betur og því þarf að leggja til nýjar leiðir til að bæta árangurinn. Við grunnskólann í Vestmannaeyjum hefur Kveikjum neistann verkefnið verið í gangi frá árinu 2021. Áherslur verkefnisins er að efla grunnfærni í íslensku, stærðfræði og náttúrufræði auk þess að vinna markvisst að bættri líðan og félagsfærni nemenda. Árangur verkefnisins hefur verið góður hingað til og sú leið sem farin er byggir á fremstu vísindum á sviði færni- og þekkingarþróunar og hvernig byggja má upp með markvissum hætti grunnfærni. Haldið er utan um árangurinn og mælingar eru notaðar til að kortleggja færni nemenda og næstu skref eru tekin miðað við færni nemandans hverju sinni. Nemendur í Kveikjum neistann, sem eru núna í 3. bekk hafa náð eftirfarandi árangri: Grunnfærni í lestri Eftir 1. bekk vorið 2022: Öll börn gátu lesið orð Eftir 2. bekk vorið 2023: 83% barna gátu lesið og skilið aldurssvarandi texta. Samanburður var gerður við börn í 20 skólum á íslandi og þar var árangurinn sá að 52% barna gátu lesið og skilið textann. Auk þess greindist enginn kynjamunur á milli barna í Vestmannaeyjum á meðan annars staðar var kynjamunur þar sem hallaði á drengi. Félagsfærni Niðurstöður tengslakönnunar sem framkvæmd er árlega af skólahjúkrunarfræðingi sýna að í þeim tveimur árgöngum sem voru í Kveikjum neistanum (2 bekk) haustið 2022 og haustið 2023 voru 19 tengingar (vinatengsl) nemenda á meðan niðurstöður frá fyrri árgöngum voru tengingarnar að jafnaði 6 talsins. Líðan Líðan barna eftir 1. bekk í Kveikjum neistann var mæld og borin saman við líðan barna í 1. bekk árið á undan og mældist marktækt betri líðan barna sem voru í Kveikjum neistann. Til viðbótar má nefna að grunnfærni nemenda er einnig mæld í stærðfræði og hreyfigeta hvers og eins nemanda er mæld og skráð. Kveikjum neistann - Aðferðir Kveikjum neistann er heildstæð nálgun á nám nemenda þar sem í öndvegi er markviss þjálfun í grunnfærni. Mælingar eru notaðar sem nýtast kennurum, foreldrum og nemendum til að taka rétt skref í átt að betri færni. Hugmyndir fremsta fræðafólks eru notaðar og má þar nefna Anders Ericsson sem leggur mikla áherslu á að mæla færni, markvissa þjálfun, eftirfylgni og stöðumat. Einnig er notast við hugmyndir fræðimannsins Mihaly Csikszentmihalyi sem beinast að því að til að ná árangri er mjög mikilvægt að nemendur fái áskoranir miðað við færni til að komast í svokallað flæði og þar með upplifa hæfni til að takast á við viðfangsefnið sem leiðir af sér tilfinninguna “ég get!”. Með því að nýta þessar hugmyndir í skólastarfi eru nemendur, kennarar og foreldrar með mjög góð verkfæri til að efla grunnfærni. Að lokum Kveikjum neistann getur hæglega verið lóð á vogarskálar menntakerfisins til að snúa við þeirri neikvæðu þróun sem átt hefur sér stað undanfarna tvo áratugi þegar kemur að grunnfærni nemenda. Verkefnið er þróunarverkefni sem hugsað er til 10 ára og byrjunin og niðurstöður athugana sem fram hafa farið gefur von um bjartsýni og að hægt sé að snúa skipinu við. Breytum saman áherslum nemendum og þjóðinni til heilla, vörðum sjóleiðina með ljósvitum svo hún verði öllum greið, líka þeim sem standa hvað höllustum fæti. Menntakerfið er jöfnunartæki og það er ekki meitlað í stein. Hermundur Sigmundsson, prófessor í lífeðlislegri sálarfræði við tækni – og vísindaháskólann í ÞrándheimiEinar Gunnarsson, aðstoðarskólastjóri Grunnskóla VestmannaeyjaSvava Hjaltalín, læsisfræðingur, kennari og verkefnastjóri Rannsóknaseturs um menntun og hugarfar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Grunnskólar Svava Þ. Hjaltalín Hermundur Sigmundsson Mest lesið Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Það hefur sjálfsagt aldrei átt betur við en nú í kjölfar slakra niðurstaðna íslenskra nemenda í PISA að segja áskoranir vera stórar í íslensku menntakerfi. Niðurstöðurnar þarf að taka alvarlega og nauðsynlegt að bregðast við með breyttum áherslum. Það gengur ekki að halda áfram á sömu braut og vona að hlutirnir breytist, það verður að breyta um stefnu. Við höfum ekki siglt í rétta átt en menntakerfinu hefur oft verið líkt við olíuskip og gjarnan sagt að það taki langan tíma að snúa því. Í heimsfaraldrinum kom þó í ljós að hægt var að snúa skipinu á stuttum tíma með samstilltu átaki innan kerfisins með kennara og stjórnendur grunnskóla í fararbroddi. Nú er svo komið að við þurfum að skipta um stefnu til heilla fyrir framtíð þjóðarinnar. Við getum leikið okkur að því og farið nýja leið en hún verður að vera vel vörðuð fyrirfram. Byggjum góðan og traustan grunn. Miðað við hve umfangsmikið og kostnaðarsamt íslenskt skólakerfi er eigum við að ná betri námsárangri en birtist okkur í PISA könnuninni. Í mörg ár hefur verið bent á staðreyndir sem fram hafa komið í athugunum á börnum í grunnskólakerfinu en því miður hafa viðbrögð margra sem stjórna menntakerfinu verið af skornum skammti. Lítum á nokkrar tölur sem birst hafa að undanförnu og snúa að læsi barna á Íslandi: 40% leikskólabarna í stóru bæjarfélagi eru í áhættuhópi hvað varðar málþróun og orðaforða. 39% barna í lok 2. bekkjar eru ekki læs samkvæmt úttekt í Reykjavík frá árinu 2019. 47% drengja geta ekki lesið sér til gagns samkvæmt PISA niðurstöðum árið 2022. 32% stúlkna geta ekki lesið sér til gagns samkvæmt PISA niðurstöðum árið 2022. Auk þessara staðreynda er árangur okkar Íslendinga ekki ásættanlegur í stærðfræði og náttúrufræði miðað við PISA könnunina. Grunnfærni Færni íslenskra nemenda þegar kemur að grunnþáttum stærstu námsgreina skólakerfisins, íslensku og stærðfræði, hefur farið hrakandi á síðustu 20 árum. Við getum gert betur og þurfum að gera betur og því þarf að leggja til nýjar leiðir til að bæta árangurinn. Við grunnskólann í Vestmannaeyjum hefur Kveikjum neistann verkefnið verið í gangi frá árinu 2021. Áherslur verkefnisins er að efla grunnfærni í íslensku, stærðfræði og náttúrufræði auk þess að vinna markvisst að bættri líðan og félagsfærni nemenda. Árangur verkefnisins hefur verið góður hingað til og sú leið sem farin er byggir á fremstu vísindum á sviði færni- og þekkingarþróunar og hvernig byggja má upp með markvissum hætti grunnfærni. Haldið er utan um árangurinn og mælingar eru notaðar til að kortleggja færni nemenda og næstu skref eru tekin miðað við færni nemandans hverju sinni. Nemendur í Kveikjum neistann, sem eru núna í 3. bekk hafa náð eftirfarandi árangri: Grunnfærni í lestri Eftir 1. bekk vorið 2022: Öll börn gátu lesið orð Eftir 2. bekk vorið 2023: 83% barna gátu lesið og skilið aldurssvarandi texta. Samanburður var gerður við börn í 20 skólum á íslandi og þar var árangurinn sá að 52% barna gátu lesið og skilið textann. Auk þess greindist enginn kynjamunur á milli barna í Vestmannaeyjum á meðan annars staðar var kynjamunur þar sem hallaði á drengi. Félagsfærni Niðurstöður tengslakönnunar sem framkvæmd er árlega af skólahjúkrunarfræðingi sýna að í þeim tveimur árgöngum sem voru í Kveikjum neistanum (2 bekk) haustið 2022 og haustið 2023 voru 19 tengingar (vinatengsl) nemenda á meðan niðurstöður frá fyrri árgöngum voru tengingarnar að jafnaði 6 talsins. Líðan Líðan barna eftir 1. bekk í Kveikjum neistann var mæld og borin saman við líðan barna í 1. bekk árið á undan og mældist marktækt betri líðan barna sem voru í Kveikjum neistann. Til viðbótar má nefna að grunnfærni nemenda er einnig mæld í stærðfræði og hreyfigeta hvers og eins nemanda er mæld og skráð. Kveikjum neistann - Aðferðir Kveikjum neistann er heildstæð nálgun á nám nemenda þar sem í öndvegi er markviss þjálfun í grunnfærni. Mælingar eru notaðar sem nýtast kennurum, foreldrum og nemendum til að taka rétt skref í átt að betri færni. Hugmyndir fremsta fræðafólks eru notaðar og má þar nefna Anders Ericsson sem leggur mikla áherslu á að mæla færni, markvissa þjálfun, eftirfylgni og stöðumat. Einnig er notast við hugmyndir fræðimannsins Mihaly Csikszentmihalyi sem beinast að því að til að ná árangri er mjög mikilvægt að nemendur fái áskoranir miðað við færni til að komast í svokallað flæði og þar með upplifa hæfni til að takast á við viðfangsefnið sem leiðir af sér tilfinninguna “ég get!”. Með því að nýta þessar hugmyndir í skólastarfi eru nemendur, kennarar og foreldrar með mjög góð verkfæri til að efla grunnfærni. Að lokum Kveikjum neistann getur hæglega verið lóð á vogarskálar menntakerfisins til að snúa við þeirri neikvæðu þróun sem átt hefur sér stað undanfarna tvo áratugi þegar kemur að grunnfærni nemenda. Verkefnið er þróunarverkefni sem hugsað er til 10 ára og byrjunin og niðurstöður athugana sem fram hafa farið gefur von um bjartsýni og að hægt sé að snúa skipinu við. Breytum saman áherslum nemendum og þjóðinni til heilla, vörðum sjóleiðina með ljósvitum svo hún verði öllum greið, líka þeim sem standa hvað höllustum fæti. Menntakerfið er jöfnunartæki og það er ekki meitlað í stein. Hermundur Sigmundsson, prófessor í lífeðlislegri sálarfræði við tækni – og vísindaháskólann í ÞrándheimiEinar Gunnarsson, aðstoðarskólastjóri Grunnskóla VestmannaeyjaSvava Hjaltalín, læsisfræðingur, kennari og verkefnastjóri Rannsóknaseturs um menntun og hugarfar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun